EFTIRFYLGNI
KAFLI 7
Þrautseigja
Meginregla: „Þeir … héldu sleitulaust áfram að kenna og boða fagnaðarboðskapinn.“ – Post. 5:42.
Hvernig fór Páll að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Postulasöguna 19:8–10. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lærum við af Páli?
2. Við þurfum að taka frá tíma og leggja okkur fram til að endurheimsóknir okkar skili árangri og við getum hafið biblíunámskeið.
Líkjum eftir Páli
3. Lagaðu dagskrá þína að áætlun viðmælandans. Veltu fyrir þér: Hvenær eru mestar líkur á að ég hitti hann? Hvar og hvenær eru mestar líkur á að við getum spjallað saman? Vertu tilbúinn til að hitta hann jafnvel þótt tímasetningin henti þér ekki.
4. Mælið ykkur mót. Í lok hvers samtals skaltu reyna að negla niður tíma þar sem þið getið rætt saman aftur. Haltu þig við skuldbindinguna.
5. Vertu vongóður. Vertu ekki fljótur til að álykta að sá sem er sjaldan heima eða önnum kafinn sé áhugalaus. (1. Kor. 13:4, 7) Reyndu frekar að finna jafnvægið milli þrautseigju og þess að nota tíma þinn viturlega. – 1. Kor. 9:26.