Formáli
Kæri lesandi:
„Komið og fylgið mér.“ (Matteus 4:19) Með þessum orðum býður Jesús Kristur okkur að fylgja sér. Þiggur þú boð hans? Það hefur djúpstæð áhrif á líf þitt ef þú gerir það. Af hverju?
Jehóva sendi einkason sinn til jarðar til að gefa líf sitt sem lausnargjald. (Jóhannes 3:16) Auk þess að deyja fyrir okkur sýndi Jesús með fordæmi sínu hvernig við eigum að nota líf okkar. Í öllu sem hann gerði varðveitti hann ráðvendni og gladdi hjarta föður síns. Hann kenndi okkur einnig hvernig við getum líkst föðurnum. Vilji og starfshættir föðurins endurspegluðust fullkomlega í orðum og verkum sonarins. – Jóhannes 14:9.
Jesús er okkur „fyrirmynd“, segir Biblían, og við eigum að „feta náið í fótspor hans“. (1. Pétursbréf 2:21) Ef við viljum nálægja okkur Jehóva, lifa innihaldsríku lífi núna og halda okkur á veginum til eilífa lífsins verðum við að feta vandlega í fótspor Krists.
Til að hefja þessa göngu þurfum við að kunna góð skil á ævi Jesú á jörðinni. Þess vegna þurfum við að kynna okkur vel þá mynd sem dregin er upp af honum í Biblíunni. Með því að hugleiða það sem Jesús sagði og gerði og íhuga hvernig við getum líkt eftir honum í orði og verki skiljum við betur hvernig við getum fylgt honum.
Það er von okkar að þessi bók hjálpi þér að glæða kærleikann til Jesú og Jehóva. Og megi kærleikurinn vera þér hvöt til að feta vandlega í fótspor Jesú svo að þú getir glatt hjarta Jehóva nú og að eilífu.
Útgefendur