VIÐAUKI
Sannleikurinn um föðurinn, soninn og heilagan anda
ÞEIR sem trúa þrenningarkenningunni segja að Guð sé samsettur úr þrem persónum, föðurnum, syninum og heilögum anda. Allar persónurnar eru sagðar vera jafnar, almáttugar og án upphafs. Þrenningarkenningin er sem sagt á þá lund að faðirinn sé Guð, sonurinn sé Guð og heilagur andi sé Guð en þó sé Guð aðeins einn.
Margir sem trúa þessari kenningu viðurkenna að þeir geti ekki útskýrt hana. Þeir halda engu að síður að hún sé kennd í Biblíunni. Athygli vekur að orðið „þrenning“ stendur hvergi í Biblíunni. Skyldi þá hugmyndin koma þar fram? Til að svara því skulum við líta á ritningarstað sem talsmenn þrenningarkenningarinnar vitna oft í henni til stuðnings.
„ORÐIÐ VAR GUГ
Í Jóhannesarguðspjalli 1:1 stendur: „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.“ Síðar í sama kafla kemur greinilega fram að „Orðið“ sé Jesús Kristur. (Jóhannes 1:14) En þar sem Orðið er kallað Guð álykta sumir að sonurinn og faðirinn hljóti að vera hluti af einum og sama Guði.
Nú er rétt að hafa í huga að þessi biblíubók var upphaflega skrifuð á grísku og gríski textinn var síðan þýddur á önnur tungumál. Allmargir biblíuþýðendur sögðu hins vegar ekki: „Orðið var Guð“ í þessu versi af því að þekking þeirra á grísku máli Biblíunnar sagði þeim að annað orðalag væri heppilegra. Lítum á nokkur dæmi: „Logos [Orðið] var guðlegt.“ (A New Translation of the Bible) „Orðið var guð.“ (The New Testament in an Improved Version) „Orðið var hjá Guði og var sama eðlis og hann.“ (The Translator’s New Testament) Samkvæmt orðalagi þessara þýðinga er Orðið ekki Guð sjálfur heldur „guð“ í þeim skilningi að það fer með háa stöðu meðal sköpunarvera Jehóva Guðs. * Hér merkir orðið „guð“ sem sagt „voldug vera“.
AFLAÐU ÞÉR NÁNARI UPPLÝSINGA
Fæstir kunna skil á biblíugrísku. Hvernig er þá hægt að vita hvað Jóhannes postuli átti við í raun og veru? Lítum á eftirfarandi dæmi: Kennari skýrir ákveðið efni fyrir nemendum sínum. Nemendurnir eru ekki sammála um það eftir Jóhannesi 1:1 með því að leita meiri upplýsinga í þessu sama guðspjalli um stöðu Jesú. Ef þú færð í hendur fleiri staðreyndir um málið ættirðu að geta komist að réttri niðurstöðu.
á hvernig eigi að skilja skýringar kennarans. Hvernig eiga þeir að komast til botns í málinu? Þeir gætu beðið kennarann um nánari skýringar. Ítarlegri upplýsingar myndu eflaust veita þeim betri skilning á efninu. Þú gætir sömuleiðis glöggvað þig betur áTökum sem dæmi orð Jóhannesar í 18. versi 1. kaflans: „Enginn hefur nokkurn tíma séð [alvaldan] Guð.“ Menn hafa hins vegar séð Jesú, soninn, því að Jóhannes segir: „Orðið [Jesús] varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans.“ (Jóhannes 1:14) Hvernig getur sonurinn þá verið hluti af alvöldum Guði? Jóhannes segir enn fremur að Orðið hafi verið „hjá Guði“. Varla er hægt að vera hjá sjálfum sér. Auk þess gerir Jesús skýran greinarmun á sjálfum sér og föðurnum á himnum eins og fram kemur í Jóhannesi 17:3. Þar kallar hann föðurinn „hinn eina sanna Guð“. Og undir lok guðspjallsins gerir Jóhannes eftirfarandi samantekt: „Þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs.“ (Jóhannes 20:31) Við tökum eftir að Jesús er ekki kallaður Guð heldur sonur Guðs. Þessar viðbótarupplýsingar, sem er að finna í Jóhannesarguðspjalli, sýna hvernig okkur ber að skilja Jóhannes 1:1. Jesús, Orðið, er „guð“ í þeim skilningi að hann er hátt settur en hann er ekki alvaldur Guð.
SANNREYNDU STAÐREYNDIR
Snúum okkur aftur að dæminu um kennarann og nemendurna. Segjum að sumir af nemendunum séu enn í vafa eftir að hafa hlustað á nánari skýringar hjá kennaranum. Hvað er þá til ráða? Þeir gætu leitað til annars kennara og spurt hann út í efnið. Ef sá staðfestir skýringar hins fyrri ættu efasemdir flestra nemendanna að vera úr sögunni. Ef þú ert ekki viss um hvað biblíuritarinn Jóhannes var að segja um samband Jesú og Guðs hins alvalda gætirðu leitað Matteus 24:36) Hvernig staðfesta þessi orð að Jesús sé ekki alvaldur Guð?
nánari upplýsinga hjá öðrum biblíuritara. Tökum guðspjall Matteusar sem dæmi. Hann vitnar í orð Jesú um endalok núverandi heimskerfis: „Þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.“ (Jesús segir að faðirinn viti meira en sonurinn. Ef Jesús væri hluti af alvöldum Guði myndi hann hins vegar vita það sama og faðirinn. Faðirinn og sonurinn geta þar af leiðandi ekki verið jafnir. Sumir segja kannski að Jesús hafi haft tvenns konar eðli og þarna hafi hann talað sem maður. Segjum að það væri rétt. Hvað þá um heilagan anda sem á að vera þriðji hluti hins þríeina Guðs? Af hverju segir Jesús ekki að heilagur andi viti það sem faðirinn veit?
Með áframhaldandi biblíunámi kynnist þú fleiri ritningarstöðum sem tengjast þessu efni, og þeir staðfesta sannleikann um föðurinn, soninn og heilagan anda. — Sálmur 90:2; Postulasagan 7:55; Kólossubréfið 1:15.
^ gr. 3 Sjá bls. 26-29 í bæklingnum Ættum við að trúa á þrenninguna? Þar er fjallað um grískar málfræðireglur sem eiga við í Jóhannesi 1:1. Bæklingurinn er gefinn út af Vottum Jehóva.