Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3. HLUTI

Hvernig var lífið í paradís?

Hvernig var lífið í paradís?

Jehóva gaf Adam og Evu margar góðar gjafir. 1. Mósebók 1:28

Jehóva skapaði fyrstu konuna, Evu, og gaf Adam hana fyrir eiginkonu. – 1. Mósebók 2:21, 22.

Jehóva skapaði þau fullkomin á huga og líkama. Þau voru gallalaus.

Þau bjuggu í Eden – fallegum garði með ávaxtatrjám, dýrum og stórri á.

Jehóva talaði við þau og kenndi þeim. Þau gátu lifað að eilífu í paradís á jörð ef þau hlustuðu á hann.

Guð sagði að ekki mætti borða af einu tré í Edengarðinum. 1. Mósebók 2:16, 17

Einn englanna gerði uppreisn gegn Guði. Þessi illa andavera er Satan djöfullinn.

Jehóva sagði Adam og Evu að þau mættu ekki borða af einu ákveðnu tré í garðinum. Þau myndu deyja ef þau gerðu það.

Satan vildi ekki að Adam og Eva hlýddu Jehóva. Hann notaði því höggorm til að tala við Evu. Hann sagði henni að ef hún borðaði af trénu myndi hún ekki deyja heldur verða eins og Guð. Það var auðvitað lygi. – 1. Mósebók 3:1-5.