Bréf frá hinu stjórnandi ráði
Til allra sem elska Jehóva:
„Þér . . . munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa,“ sagði Jesús. (Jóhannes 8:31, 32) Eru þetta ekki uppörvandi orð? Við getum þekkt sannleikann, jafnvel á þessum erfiðu og „síðustu dögum“ þegar lygin og villan er meiri en nokkru sinni fyrr. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Manstu hvernig þér var innanbrjósts þegar þú áttaðir þig fyrst á sannleikanum sem fram kemur í Biblíunni? Var það ekki ólýsanleg tilfinning?
En þó að það sé mikilvægt að búa yfir nákvæmri þekkingu á sannleikanum og segja öðrum frá honum þurfum við líka að hegða okkur í samræmi við sannleikann. Til að geta gert það þurfum við að láta kærleika Guðs varðveita okkur. Hvernig förum við að því? Svarið er að finna í orðum Jesú nóttina áður en hann dó. Hann sagði trúum postulum sínum: „Ef þér haldið boðorð mín verðið þér [stöðugir] í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.“ — Jóhannes 15:10.
Við tökum eftir að Jesús lét kærleika Guðs varðveita sig með því að halda boðorð hans. Við getum líkt eftir honum. Til að láta kærleika Guðs varðveita okkur þurfum við að lifa í samræmi við sannleikann dagsdaglega. Jesús sagði þessa sömu nótt: „Þér vitið þetta og þér eruð sælir ef þér breytið eftir því.“ — Jóhannes 13:17.
Það er einlæg von okkar að þessi bók hjálpi þér að halda áfram að lifa í samræmi við sannleikann og láta ,kærleika Guðs varðveita þig og veita þér eilíft líf‘. — Júdasarbréfið 21.
Stjórnandi ráð Votta Jehóva