31. KAFLI
Hvar fáum við huggun?
ERTU stundum niðurdreginn og einmana? — Veltirðu því stundum fyrir þér hvort einhverjum þyki vænt um þig? — Sum börn gera það. En Guð lofar: ,Ég gleymi þér ekki.‘ (Jesaja 49:15) Er ekki yndislegt að hugsa um það? — Já, Jehóva Guð elskar okkur mjög heitt.
Biblíuritari nokkur sagði: „Enda þótt faðir minn og móðir hafi yfirgefið mig, tekur Drottinn mig að sér.“ (Sálmur 27:10) Það getur verið mjög huggandi að vita þetta, finnst þér það ekki? — Jehóva segir okkur: ,Óttast þú ekki því að ég er með þér. . . . Ég hjálpa þér.‘ — Jesaja 41:10.
En stundum leyfir Jehóva Satan að gera okkur lífið leitt. Hann leyfir honum jafnvel að leggja prófraunir á þjóna sína. Satan djöfullinn lét Jesú einu sinni þjást svo mikið að Jesús kallaði til Jehóva: ,Guð minn, Guð minn, hvers vegna hefur þú yfirgefið mig?‘ (Matteus 27:46) Þó að Jesús fyndi til vissi hann að Jehóva elskaði hann. (Jóhannes 10:17) En Jesús vissi líka að Guð leyfir Satan að leggja prófraunir á þjóna sína og valda þeim þjáningum. Seinna í bókinni verður útskýrt hvers vegna Guð leyfir Satan að gera þetta.
Þegar maður er lítill þarf ekki mikið til að gera mann hræddan. Hefurðu einhvern tíma týnst? — Hvernig leið þér? — Mörg börn yrðu hrædd. Kennarinn mikli sagði einu sinni sögu um það að vera týndur. En það var ekki barn sem týndist heldur sauðkind.
Á vissan hátt ert þú eins og þessi týndi sauður. Hvernig þá? Sauðfé er ekki mjög stórt og sterkt. Og einhver þarf að annast sauðina og vernda þá. Sá sem gerir það kallast fjárhirðir.
Í sögunni sagði Jesús frá fjárhirði sem átti hundrað sauði. En síðan týndist einn þeirra. Kannski vildi hann bara sjá hvað var hinum megin við hæðina. En eftir smástund var hann kominn langt frá hinum. Geturðu ímyndað þér hvernig þessum sauði hefur liðið þegar hann leit í kringum sig og sá að hann var aleinn? —
Hvað ætli fjárhirðirinn hafi gert þegar hann uppgötvaði að það vantaði einn sauð? Ætli hann hafi hugsað sem svo að þetta væri allt sauðnum sjálfum að kenna og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum? Eða myndi hann skilja alla hina 99 sauðina eftir á öruggum stað og leita að þessum eina? Væri einn sauður það mikils virði? — Myndirðu vilja að fjárhirðirinn leitaði að þér ef þú værir þessi týndi sauður? —
Fjárhirðinum þótti afar vænt um sauðina sína, jafnvel þann sem var týndur. Hann fór því að leita að honum.
Hugsaðu þér hvað týndi sauðurinn hlýtur að hafa verið glaður þegar hann sá fjárhirðinn koma. Og Jesús sagði að fjárhirðirinn hefði fagnað því að finna sauðinn. Hann gladdist meira yfir honum en hinum 99 sem týndust ekki. Hver er eins og fjárhirðirinn í sögu Jesú? Hverjum þykir jafnvænt um okkur og fjárhirðinum um sauðina? — Jesús sagði að föður sínum á himnum þætti svona vænt um okkur. Og faðir hans er Jehóva.Jehóva Guð er hinn mikli fjárhirðir. Hann annast fólk sitt. Honum þykir vænt um alla sem þjóna honum, og það á líka við um börn eins og þig. Hann vill ekki að nokkurt okkar slasist eða farist. Já, það er mjög gott að vita að Jehóva skuli þykja svona vænt um okkur. — Matteus 18:12-14.
Trúirðu á Jehóva Guð? — Hugsarðu um hann sem raunverulega persónu? — Við getum auðvitað ekki séð Jehóva vegna þess að hann er andi. Hann hefur líkama sem við sjáum ekki.
En hann er raunveruleg persóna og hann getur séð okkur. Hann veit hvenær við þurfum á hjálp að halda. Og við getum talað við hann í bæn alveg eins og við tölum við annað fólk. Jehóva vill að við gerum það.Hvað ættirðu þá að gera ef þú ert niðurdreginn eða einmana? — Talaðu við Jehóva. Styrktu sambandið við hann og þá mun hann hugga þig og hjálpa þér. Mundu að Jehóva þykir vænt um þig þó svo að þér finnist þú vera aleinn. Við skulum ná í Biblíuna. Í Sálmi 23 er sagt í fyrsta og öðru versinu: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.“
Sjáðu hverju ritarinn bætir við í fjórða versinu: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Þannig líður þeim sem eiga Jehóva að Guði. Þeir fá huggun þegar þeir eiga erfitt. Líður þér þannig? —
Jehóva er eins og ástríkur hirðir sem annast fólk sitt vel. Hann vísar fólki sínu rétta veginn og það fylgir honum fúslega. Það þarf ekki að vera hrætt, jafnvel þegar ófriður er allt í kring. Fjárhirðir notar stafinn sinn til að vernda sauðina fyrir dýrum 1. Samúelsbók 17:34-36) Þjónar Jehóva vita að hann verndar þá líka. Þeir geta fundið til öryggis vegna þess að Guð er með þeim.
sem gætu gert þeim mein. Biblían segir frá því hvernig Davíð, sem var ungur fjárhirðir, verndaði sauði sína fyrir ljóni og bjarndýri. (Jehóva þykir ákaflega vænt um sauði sína og hann hugsar vel um þá. Biblían segir: ,Eins og hirðir mun hann halda sauðum sínum til haga og taka unglömbin í faðm sér.‘ — Jesaja 40:11.
Er ekki notalegt að vita að Jehóva er þannig? — Langar þig til að vera einn af sauðum hans? — Sauðir hlusta á rödd fjárhirðisins. Þeir halda sig nærri honum. Hlustar þú á Jehóva? — Heldurðu þig nálægt honum? — Þá þarftu aldrei að hræðast. Jehóva mun vera með þér.
Jehóva þykir vænt um þá sem þjóna honum og hann hugsar vel um þá. Lesum saman hvað Biblían segir um þetta í Sálmi 37:25; 55:23 og Lúkasi 12:29-31.