ÞJÁLFUNARLIÐUR 11
Eldmóður
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
-
Hafðu brennandi áhuga á efninu. Íhugaðu á meðan þú undirbýrð þig hversu þýðingarmikill boðskapurinn er sem þú ætlar að koma á framfæri. Kynntu þér efnið það vel að þú getir talað frá hjartanu.
-
Hafðu áheyrendur þína í huga. Hugleiddu hvað aðrir geta haft mikið gagn af því sem þú ætlar að lesa eða kenna. Veltu fyrir þér hvernig þú getir sett efnið fram svo áheyrendur geti lært enn betur að meta það.
-
Blástu lífi í flutninginn. Talaðu af eldmóði. Notaðu eðlilega handatilburði og svipbrigði sem túlka tilfinningar þínar.