Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 14

Aðalatriðin dregin fram

Aðalatriðin dregin fram

Hebreabréfið 8:1

YFIRLIT: Hjálpaðu áheyrendum þínum að fylgjast með efninu og sýndu fram á hvernig hvert aðalatriði tengist markmiði og stefi ræðunnar.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Settu þér markmið. Íhugaðu hvort ræðan eigi að upplýsa, sannfæra eða hvetja áheyrendur. Síðan skaltu vinna úr efninu í samræmi við það. Vertu viss um að aðalatriðin hjálpi þér að ná markmiðinu sem þú settir þér.

  • Leggðu áherslu á ræðustefið. Nefndu stefið út í gegnum ræðuna með því að endurtaka lykilorðin í stefinu eða nota samheiti.

  • Hafðu aðalatriðin skýr og einföld. Veldu eingöngu aðalatriði sem tengjast stefinu og þú getur útskýrt vel á þeim tíma sem þú hefur til umráða. Ekki hafa of mörg aðalatriði. Taktu skýrt fram hvert aðalatriði fyrir sig, taktu síðan málhvíld og snúðu þér að næsta aðalatriði.