Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 19

Náðu til hjartans

Náðu til hjartans

Orðskviðirnir 3:1

YFIRLIT: Hjálpaðu áheyrendum þínum að meta það sem þeir læra og fara eftir því.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Hjálpaðu áheyrendum þínum að gera sjálfsrannsókn. Spyrðu spurninga sem vekja áheyrendur til umhugsunar og hjálpa þeim að skoða eigin tilfinningar.

  • Höfðaðu til góðra hvata fólks. Hvettu áheyrendur þína til að velta því fyrir sér hvers vegna þeir gera góð verk. Hjálpaðu þeim að þroska með sér góðar hvatir eins og kærleika til Jehóva, náungans og Biblíunnar. Hjálpaðu áheyrendum að koma auga á viskuna í Biblíunni, ekki lesa yfir þeim eða skamma þá. Reyndu frekar að uppörva þá svo að þeir séu tilbúnir að gera sitt besta.

  • Beindu athyglinni að Jehóva. Leggðu áherslu á hvernig viska Biblíunnar, meginreglur og boð endurspegla eiginleika Guðs og kærleika hans til okkar. Hvettu áheyrendur þína til að þroska með sér löngun til að hugleiða hverjar tilfinningar Jehóva eru og til að þóknast honum.