Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

27HLUTI

Hvernig getum við nýtt okkur bókasafn ríkissalarins?

Hvernig getum við nýtt okkur bókasafn ríkissalarins?

Ísrael

Tékkland

Benín

Cayman- eyjar

Langar þig til að rannsaka ákveðið málefni og auka við biblíuþekkingu þína? Hefur ákveðinn ritningarstaður vakið forvitni þína? Viltu vita meira um persónu, stað eða hlut sem minnst er á í Biblíunni? Eða er þér spurn hvort orð Guðs geti hjálpað þér að leysa úr ákveðnu vandamáli sem þú ert að glíma við? Þá er þjóðráð að líta við í bókasafni ríkissalarins.

Þar er að finna góð hjálpargögn. Sennilega áttu ekki öll þau biblíutengdu rit sem Vottar Jehóva hafa gefið út á móðurmáli þínu. Í bókasafni ríkissalarins er hins vegar að finna flest þau rit sem gefin hafa verið út á síðustu árum. Þar gætu einnig verið ólíkar biblíuþýðingar, góð orðabók og aðrar gagnlegar handbækur. Þér er velkomið að nýta þér bókasafnið fyrir og eftir samkomur. Ef þar er tölva er líklegt að gagnasafnið Watchtower Library sé uppsett á henni. Í því er viðamikið safn af ritum okkar ásamt leitarvél sem auðvelt er að nota til að leita að viðfangsefni, orði eða ritningarstað.

Það kemur nemendum á samkomunni „Líf okkar og boðun“ að góðum notum. Bókasafnið getur komið í góðar þarfir þegar þú undirbýrð nemandaverkefni. Umsjónarmaður samkomunnar „Líf okkar og boðun“ sér um bókasafnið. Hann á að sjá til þess að nýjustu ritin séu í safninu og öllum aðgengileg. Hann eða biblíukennarinn þinn geta sýnt þér hvernig þú getir fundið þær upplýsingar sem þig vantar. Enginn ætti þó að taka bækur úr bókasafninu heim með sér. Og við eigum auðvitað að fara vel með bækurnar og ekki skrifa í þær eða strika undir neitt.

Í Biblíunni kemur fram að við getum hlotið „þekking á Guði“ ef við erum fús til að leita að henni „eins og fólgnum fjársjóðum“. (Orðskviðirnir 2:1-5) Bókasafn ríkissalarins er góður staður til að hefja leitina.

  • Hvaða hjálpargögn eru aðgengileg í bókasafni ríkissalarins?

  • Hverjir geta hjálpað þér að hafa sem best not af bókasafninu?