Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

14. HLUTI

Hvaða menntun stendur brautryðjendum til boða?

Hvaða menntun stendur brautryðjendum til boða?

Bandaríkin

Gíleaðskólinn í Patterson í New York

Panama

Biblíufræðsla hefur lengi verið aðalsmerki Votta Jehóva. Þeim sem nota allan sinn tíma til að boða fagnaðarerindið stendur sérstök menntun til boða svo að þeir geti ,fullnað þjónustu sína‘. – 2. Tímóteusarbréf 4:5.

Brautryðjendaskólinn. Eftir að brautryðjandi hefur verið í fullu starfi í eitt ár stendur honum til boða að sækja sex daga skóla sem er oftast haldinn í nálægum ríkissal. Markmiðið er að hjálpa brautryðjendum að styrkja samband sitt við Jehóva, verða skilvirkari í öllum greinum boðunarstarfsins og halda trúfastlega áfram að þjóna Jehóva.

Skóli fyrir boðbera Guðsríkis. Þessi tveggja mánaða skóli var stofnaður með það fyrir augum að þjálfa reynda brautryðjendur, sem eru tilbúnir að yfirgefa heimaslóðir sínar, til að starfa hvar sem þeirra er þörf. Þeir segja í reynd: „Hér er ég. Send þú mig.“ (Jesaja 6:8) Þannig hafa þeir líkt eftir mesta trúboða sögunnar, Jesú Kristi. (Jóhannes 7:29) Þeir sem flytja til fjarlægra staða gætu þurft að laga sig að einfaldari lífsháttum. Menningin, loftslagið og mataræðið er ef til vill gerólíkt því sem þeir hafa vanist. Auk þess gætu þeir þurft að læra nýtt tungumál. Þessi skóli hjálpar einhleypum bræðrum og systrum og hjónum á aldrinum 23 til 65 ára að tileinka sér kristna eiginleika, sem þau þurfa að hafa til að bera á nýja staðnum. Hann hjálpar þeim að koma að enn meiri notum í þjónustu Jehóva og safnaðar hans.

Biblíuskólinn Gíleað. Hebreska orðið „Gíleað“ merkir „minnisvarða“. Frá því að skólinn var stofnaður árið 1943 hafa meira en 8.000 nemendur útskrifast og verið sendir sem trúboðar til að boða fagnaðarerindið „til endimarka jarðar“. (Postulasagan 13:47) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar fyrstu Gíleaðtrúboðarnir komu til Perú var enginn söfnuður Votta Jehóva í landinu. Núna eru þeir fleiri en 1.000 talsins. Þegar trúboðar okkar komu til Japan voru þar innan við tíu vottar. Nú eru þar rösklega 200.000 vottar. Námið í Gíleaðskólanum tekur fimm mánuði og felur meðal annars í sér ítarlegt nám í orði Guðs. Sérbrautryðjendum, trúboðum og þeim sem vinna á deildarskrifstofum eða eru í farandstarfi er boðið að sækja þennan skóla. Þar fá þeir rækilega kennslu svo þeir geti stuðlað að stöðugleika og eflt boðunarstarfið um allan heim.

  • Hvert er markmið brautryðjendaskólans?

  • Hverjum er skólinn fyrir boðbera Guðsríkis ætlaður?