Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

19HLUTI

Hvaða hópur er hinn „trúi og hyggni þjónn“?

Hvaða hópur er hinn „trúi og hyggni þjónn“?

Við njótum öll góðs af andlegu fæðunni

Skömmu áður en Jesús dó ræddi hann einslega við fjóra lærisveina sína, þá Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés. Hann lýsti fyrir þeim tákninu um að hann yrði nærverandi á síðustu dögum og varpaði fram mikilvægri spurningu: „Hver er sá trúi og hyggni þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?“ (Matteus 24:3, 45; Markús 13:3, 4) Þannig fullvissaði hann lærisveinana um að hann, „húsbóndinn“, myndi útnefna hóp manna til að sjá fylgjendum sínum fyrir andlegri fæðu á endalokatímanum. Hver er þessi þjónn?

Hann er skipaður fámennum hópi andasmurðra fylgjenda Jesú. Þjónninn samsvarar stjórnandi ráði Votta Jehóva. Hann dreifir tímabærri andlegri fæðu til allra annarra þjóna Jehóva. Við erum háð þessum trúa þjóni vegna þess að hann gefur okkur andlegu fæðuna „á réttum tíma“. – Lúkas 12:42.

Hann hefur umsjón með húsi Guðs. (1. Tímóteusarbréf 3:15) Jesús fól þessum þjóni sínum þá miklu ábyrgð að hafa umsjón með allri starfsemi safnaðar Jehóva á jörð – líta eftir efnislegum eignum, stjórna boðunarstarfinu og kenna okkur fyrir milligöngu safnaðanna. Hinn „trúi og hyggni þjónn“ sér okkur fyrir andlegri fæðu á réttum tíma með ritunum sem við notum í boðunarstarfinu, auk þess að semja dagskrána sem flutt er á samkomum og mótum.

Þessi þjónn er trúr sannleika Biblíunnar og því verkefni að boða fagnaðarerindið, og hann gætir eigna Krists á jörð með hyggindum. (Postulasagan 10:42) Jehóva blessar starf hans þannig að vottunum fjölgar og nóg er til af andlegri fæðu. – Jesaja 60:22; 65:13.

  • Hverjum fól Jesús að gefa lærisveinunum andlega fæðu?

  • Á hvaða hátt er þjónninn bæði trúr og hygginn?