Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

28HLUTI

Hvað er að finna á vefsetri safnaðarins?

Hvað er að finna á vefsetri safnaðarins?

Frakkland

Pólland

Rússland

Jesús Kristur sagði við fylgjendur sína: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.“ (Matteus 5:16) Við notum tæknina, meðal annars Netið, til að gera eins og Jesús hvatti til. Opinbert vefsetur Votta Jehóva er jw.org og þar er að finna upplýsingar um trúarskoðanir og starfsemi safnaðarins. Hvað fleira getur þú fundið þar?

Svör Biblíunnar við algengum spurningum. Þú finnur svör við mörgum af stærstu spurningum lífsins. Á vefsetri okkar er til dæmis að finna smáritin Taka þjáningar einhvern tíma enda? og Geta hinir dánu lifað á ný? á meira en 600 tungumálum. Þar er einnig hægt að nálgast Nýheimsþýðingu Biblíunnar á meira en 130 tungumálum og ýmis biblíunámsrit, svo sem bókina Hvað kennir Biblían? ásamt nýjustu tölublöðum Varðturnsins og Vaknið! Hægt er að lesa og hlusta á mörg þessara rita á Netinu eða sækja þau í ymsum sniðum, svo sem MP3, PDF og EPUB. Þú getur jafnvel prentað út nokkrar síður til að stinga að áhugasömum einstaklingi á móðurmáli hans. Hægt er að skoða myndbönd á fjölda táknmála. Þú getur sótt leiklesna biblíutexta, biblíuleikrit og fallega tónlist til að hlusta á í góðu tómi.

Gagnlegar upplýsingar um Votta Jehóva. Á vefsetri okkar eru einnig birt myndskeið og nýjustu fréttir af starfi okkar víða um lönd, sagt frá atburðum sem snerta okkur og getið um hjálparstarf sem við stöndum fyrir. Finna má póstföng deildarskrifstofa og upplýsingar um væntanleg mót.

Með þessum hætti látum við ljós sannleikans lýsa til endimarka jarðar. Fólk í öllum heimsálfum nýtur góðs af, jafnvel á Suðurskautslandinu. Það er bæn okkar að „orð Drottins megi breiðast út“ um alla jörðina með hraði, Jehóva Guði til lofs. – 2. Þessaloníkubréf 3:1.

  • Hvernig er jw.org notað til að hjálpa fleirum að kynnast sannleika Biblíunnar?

  • Hvað langar þig til að skoða á vefsetri okkar?