Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Myndaskrá

Myndaskrá

í blaðsíðuröð

  • Kápa Páll, Tabíþa, Gallíón, Lúkas, musterisvörður með postulunum, saddúkei, Páli fylgt til Sesareu og vottar á okkar dögum með hátalarabíl og gammófón.

  • Bls. 1 Páll fjötraður og Lúkas á flutningaskipi á leið til Rómar.

  • Bls. 2, 3 Bræðurnir J. E. Barr og T. Jaracz sem sátu í stjórnandi ráði standa hjá heimskorti.

  • Bls. 11 Jesús felur 11 trúum postulum sínum og öðrum fylgjendum verkefni á fjalli í Galíleu.

  • Bls. 14 Jesús stígur upp til himna. Postularnir stara á eftir honum.

  • Bls. 20 Lærisveinarnir tala við aðkomufólk á móðurmáli þess á hvítasunnu.

  • Bls. 36 Postularnir standa frammi fyrir Kaífasi sem er bálreiður. Musterisverðir eru reiðubúnir að handtaka þá ef Æðstaráðið óskar þess.

  • Bls. 44 Neðri mynd: Dómstóll í Austur-Þýskalandi dæmir votta Jehóva ranglega eftir síðari heimsstyrjöldina fyrir að vera bandarískir njósnarar. – Tímaritið Neue Berliner Illustrierte, 3. október 1950.

  • Bls. 46 Stefán stendur ákærður frammi fyrir Æðstaráðinu. Auðugir saddúkear í bakgrunni og strangtrúaðir farísear í forgrunni.

  • Bls. 54 Pétur leggur hendur yfir nýjan lærisvein; Símon með pyngju í hendinni.

  • Bls. 75 Pétur og ferðafélagar hans ganga inn á heimili Kornelíusar. Kornelíus er með sérstaka skikkju sem liggur yfir vinstri öxlina til tákns um liðsforingjatign.

  • Bls. 83 Engill vísar Pétri á leið; Pétur er fangelsaður, hugsanlega í Antóníusarturni.

  • Bls. 84 Neðri mynd: Skrílsárás í grennd við Montreal í Quebec í Kanada árið 1945. – Tímaritið Weekend Magazine, júlí 1956.

  • Bls. 91 Páll og Barabas eru reknir frá Antíokkíu í Pisidíu. Ný vatnsveitubrú borgarinnar sést í bakgrunni, líklega byggð snemma á fyrstu öld e.Kr.

  • Bls. 94 Páll og Barnabas reyna að aftra fólki í Lýstru frá að tilbiðja sig. Opinberar fórnarathafnir voru venjulega litskrúðugar og hávaðasamar með miklum hljóðfæraleik.

  • Bls. 100 Efri mynd: Sílas og Júdas hvetja söfnuðinn í Antíokkíu í Sýrlandi. (Post. 15:30–32) Neðri mynd: Farandhirðir flytur ræðu í söfnuði í Úganda.

  • Bls. 107 Söfnuðurinn í Jerúsalem safnast saman á einkaheimili.

  • Bls. 124 Páll og Tímóteus ferðast með rómversku kaupskipi. Í fjarska glittir í vita.

  • Bls. 139 Páll og Sílas komast undan reiðum múgi inn í aflokaðan garð.

  • Bls. 155 Gallíón hastar á þá sem ákæra Pál. Í samræmi við stöðu sína er hann klæddur hvítri rómverskri skikkju með breiðri purpurarönd og skóm sem kölluðust calcei.

  • Bls. 158 Demetríus ávarpar starfsmenn hjá silfursmið í Efesus. Eftirlíkingar af musteri Artemisar eru seldar sem minjagripir.

  • Bls. 171 Páll og félagar hans ganga á skipsfjöl. Í bakgrunni sést minnismerkið mikla sem reist var við höfnina í Míletus á fyrstu öld f.Kr.

  • Bls. 180 Neðri mynd: Ungur bróðir í Kanada smyglar biblíutengdum ritum á fimmta áratug síðustu aldar meðan þau voru bönnuð þar í landi. (Sviðsett.)

  • Bls. 182 Páll lætur að vilja öldunganna. Lúkas og Tímóteus sitja í bakgrunninum og aðstoða við að afhenda framlögin.

  • Bls. 190 Systursonur Páls talar við Kládíus Lýsías í Antóníusarturni en það er hugsanlega þar sem Páll er í haldi. Musteri Heródesar sést í bakgrunninum.

  • Bls. 206 Páll biður fyrir úrvinda samferðamönnum í lest flutningaskips.

  • Bls. 222 Páll er fangi og horfir yfir Rómaborg, hlekkjaður við rómverskan hermann.