Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 38

Lífið er gjöf frá Jehóva

Lífið er gjöf frá Jehóva

Lífið býður upp á margt skemmtilegt. Við getum yfirleitt glaðst yfir einhverju í lífinu, jafnvel þegar við glímum við vandamál. Hvernig getum við sýnt að við erum þakklát fyrir þá gjöf sem lífið er? Og hver er mikilvægasta ástæðan fyrir að gera það?

1. Hvers vegna ættum við að vera þakklát fyrir lífið?

Við ættum að vera þakklát fyrir lífið vegna þess að það er gjöf frá Jehóva, kærleiksríkum föður okkar. Hann er „uppspretta lífsins“ – hann skapaði lífið. (Sálmur 36:9) „Sjálfur gefur hann öllum líf og andardrátt og alla hluti.“ (Postulasagan 17:25, 28) Jehóva gefur okkur það sem við þurfum til að lifa. Þar að auki gerir hann okkur kleift að njóta lífsins. – Lestu Postulasöguna 14:17.

2. Hvernig getum við sýnt Jehóva að við erum þakklát fyrir lífið?

Jehóva hefur þótt vænt um þig frá því að þú varst getinn. Davíð þjónn Guðs sagði undir innblæstri: „Augu þín sáu mig meðan ég enn var fóstur.“ (Sálmur 139:16) Líf þitt er dýrmætt í augum Jehóva. (Lestu Matteus 10:29–31.) Það myndi særa hann mjög mikið ef einhver tæki vísvitandi líf annars manns, eða sitt eigið líf. a (2. Mósebók 20:13) Það myndi líka særa Jehóva ef við settum líf okkar í óþarfa hættu eða gerðum ekki varúðarráðstafanir til að vernda líf annarra. Þegar við pössum upp á sjálf okkur og virðum líf annarra sýnum við að við erum þakklát fyrir þessa stórkostlegu gjöf.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér nokkrar leiðir til að sýna að þú sért þakklátur fyrir lífið.

3. Hugsaðu um heilsuna

Vígðir þjónar Jehóva láta líf sitt snúast um þjónustuna við hann. Það er eins og þeir gefi Guði líkama sinn að fórn. Lesið Rómverjabréfið 12:1, 2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað ætti að hvetja þig til að hugsa um heilsuna?

  • Hvernig geturðu gert það?

4. Gættu að öryggi þínu og annarra

Biblían hvetur okkur til að forðast það sem er hættulegt og getur valdið slysi eða dauða. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig hægt er að tryggja öryggi sitt og annarra.

Lesið Orðskviðina 22:3 og ræðið síðan hvernig hægt er að gæta öryggis …

  • á heimilinu.

  • á vinnustaðnum.

  • í íþróttum.

  • þegar maður ekur ökutæki eða er farþegi.

5. Berðu virðingu fyrir lífi ófædds barns

Davíð lýsti á ljóðrænan hátt áhuga Jehóva á lífi og þroska barns í móðurkviði. Lesið Sálm 139:13–17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvort lítur Jehóva svo á að lífið byrji við getnað eða við fæðingu?

Lög Jehóva fyrir Ísraelsmenn til forna vernduðu mæður og ófædd börn þeirra. Lesið 2. Mósebók 21:22, 23 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað fannst Jehóva um það þegar einhver varð ófæddu barni að bana óviljandi?

  • Hvað myndi Jehóva finnast ef einhver gerði það viljandi? b

  • Hvað finnst þér um viðhorf Guðs?

Spilið MYNDBANDIÐ.

Konu gæti fundist fóstureyðing vera eini kosturinn í stöðunni þó að hún geri sér grein fyrir hve verðmætt lífið er. Lesið Jesaja 41:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvert ætti kona að leita ef þrýst er á hana að fara í fóstureyðingu? Hvers vegna?

SUMIR SEGJA: „Kona hefur rétt á að velja hvort hún fari í fóstureyðingu eða ekki. Þetta er hennar líkami.“

  • Hvað sannfærir þig um að Jehóva meti bæði líf móður og líf ófædds barns hennar?

SAMANTEKT

Biblían kennir okkur að elska, virða og passa upp á lífið sem Jehóva hefur gefið okkur. Það á bæði við um okkar líf og líf annarra.

Upprifjun

  • Hvers vegna er mannslíf dýrmætt í augum Jehóva?

  • Hvað finnst Jehóva um það þegar einhver bindur viljandi enda á mannslíf?

  • Af hverju ert þú þakklátur fyrir lífið?

Markmið

KANNAÐU

Hvernig getum við þakkað Jehóva fyrir lífið?

Söngur 141 – Lífið er kraftaverk (2:41)

Lestu um hvort Guð fyrirgefi konum sem hafa farið í fóstureyðingu.

„Hvað segir Biblían um fóstureyðingar?“ (Vefgrein)

Kannaðu hvernig viðhorf Guðs til lífsins ætti að hafa áhrif á val okkar á afþreyingu.

„Áhættuíþróttir – ættirðu að taka áhættuna?“ (Grein úr Vaknið!)

Sjáðu hvernig Biblían getur hjálpað þeim sem berjast við sjálfsvígshugsanir.

„Mig langar að deyja – getur Biblían hjálpað mér þegar ég fæ sjálfsvígshugsanir?“ (Vefgrein)

a Jehóva er innilega annt um þá sem hafa sundurmarið hjarta. (Sálmur 34:18) Hann skilur sársaukann sem getur leitt til sjálfsvígshugsana og hann langar til að hjálpa. Lestu greinina „Mig langar að deyja – getur Biblían hjálpað mér þegar ég fæ sjálfsvígshugsanir?“ til að sjá hvernig hjálp hans getur nýst okkur. Þú getur fundið greinina í rammanum „Kannaðu“ í þessum kafla.

b Konur sem hafa farið í fóstureyðingu þurfa ekki að láta bugast af sektarkennd. Jehóva er tilbúinn að fyrirgefa þeim. Nánari upplýsingar er að finna í greininni „Hvað segir Biblían um fóstureyðingar?“ í rammanum „Kannaðu“ í þessum kafla.