Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 49

Hvernig getur fjölskyldan þín notið hamingju? – 1. hluti

Hvernig getur fjölskyldan þín notið hamingju? – 1. hluti

Nýgift hjón vonast til að hamingjan sem þau fundu fyrir á brúðkaupsdaginn endist að eilífu. Og hún getur gert það. Hjón sem hafa verið gift lengi og lagt sig fram um að fylgja ráðum Biblíunnar vita það.

1. Hvaða ráð gefur Biblían eiginmönnum?

Jehóva hefur falið eiginmanninum að vera höfuð fjölskyldunnar. (Lestu Efesusbréfið 5:23.) Jehóva ætlast til þess að hann taki ákvarðanir sem eru fjölskyldunni til góðs. Biblían segir eiginmönnum: „Elskið eiginkonur ykkar.“ (Efesusbréfið 5:25) Hvað felur það í sér? Maður sem elskar konuna sína kemur vel fram við hana, bæði heima og innan um aðra. Hann gerir sitt besta til að hún finni til öryggis og annast líkamlegar og tilfinningalegar þarfir hennar. (1. Tímóteusarbréf 5:8) Og það sem mestu máli skiptir er að hann tekur forystuna í að sjá fyrir andlegum þörfum hennar. (Matteus 4:4) Hann getur til dæmis beðið til Jehóva og lesið í Biblíunni með konunni sinni. Þegar eiginmaður elskar og annast konuna sína viðheldur hann góðu sambandi við Jehóva. – Lestu 1. Pétursbréf 3:7.

2. Hvaða ráð gefur Biblían eiginkonum?

Í orði Guðs segir að eiginkonan eigi að bera „djúpa virðingu fyrir manni sínum“. (Efesusbréfið 5:33) Hún getur gert það með því að hugsa um það góða í fari hans og það sem hann leggur á sig til að sjá fyrir henni og börnum þeirra. Hún getur líka sýnt honum virðingu með því að styðja ákvarðanir hans og tala vingjarnlega við hann og vel um hann, jafnvel þó að hann þjóni ekki Jehóva.

3. Hvernig geta hjón styrkt sambandið sín á milli?

Biblían segir um hjón: „Þau tvö verða eitt.“ (Matteus 19:5) Þau þurfa því að berjast gegn hverri tilhneigingu til að fjarlægjast hvort annað. Þau gera það með því að verja miklum tíma saman og tala opinskátt um hugsanir sínar og tilfinningar. Þau leyfa engu og engum – öðrum en Jehóva – að skipta sig meira máli en maka sinn. Þau gæta sérstaklega að því að rækta ekki of náið samband við neinn annan.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu meginreglur í Biblíunni sem geta styrkt hjónaband þitt.

4. Eiginmenn – elskið og annist eiginkonu ykkar

Biblían segir að eiginmenn eigi að „elska konu sína eins og eigin líkama“. (Efesusbréfið 5:28, 29) Hvað felur það í sér? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig getur eiginmaður sýnt að hann elskar og annast konuna sína?

Lesið Kólossubréfið 3:12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig getur eiginmaður sýnt þessa eiginleika í hjónabandinu?

5. Eiginkonur – elskið og virðið eiginmann ykkar

Biblían segir að gift kona eigi að virða manninn sinn hvort sem hann þjónar Jehóva eða ekki. Lesið 1. Pétursbréf 3:1, 2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Þig langar án efa að eiginmaður þinn fari að þjóna Jehóva ef hann gerir það ekki nú þegar. Hvort heldurðu að virki betur að boða honum stöðugt trúna eða koma vel fram við hann og sýna honum virðingu? Hvers vegna?

Hjón geta tekið góðar ákvarðanir saman. En konan getur stundum verið ósammála manni sínum. Hún getur þá sagt honum rólega og af virðingu hvað henni finnst. En hún þarf líka að viðurkenna að Jehóva hefur gefið manninum þá ábyrgð að ákveða hvað sé fjölskyldunni fyrir bestu. Hún ætti að styðja ákvörðun hans eins vel og hún getur. Með því stuðlar hún að ánægjulegu andrúmslofti á heimilinu. Lesið 1. Pétursbréf 3:3–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig lítur Jehóva á það þegar kona sýnir eiginmanni sínum virðingu?

6. Þú getur sigrast á vandamálum í hjónabandinu

Ekkert hjónaband er fullkomið. Þess vegna þurfa hjón að vinna saman að því að leysa vandamál. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað benti til að hjónin í myndbandinu væru að fjarlægjast hvort annað?

  • Hvað gerðu þau til að styrkja hjónabandið?

Lesið 1. Korintubréf 10:24 og Kólossubréfið 3:13. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvort vers fyrir sig:

  • Hvernig getur það styrkt hjónabandið að fylgja þessu ráði?

Biblían segir að við eigum að sýna hvert öðru virðingu. Að sýna öðrum virðingu felur í sér að koma vel fram við þá og af kurteisi. Lesið Rómverjabréfið 12:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Ættu hjón að bíða eftir að makinn taki frumkvæðið í að sýna virðingu? Hvers vegna?

SUMIR SEGJA: „Við hjónin erum ekki eins náin og áður.“

  • Hvernig myndir þú útskýra að Biblían getur hjálpað þeim?

SAMANTEKT

Hjón geta notið hamingju með því að elska og virða hvort annað og fylgja meginreglum Biblíunnar.

Upprifjun

  • Hvernig getur eiginmaður stuðlað að hamingju í hjónabandinu?

  • Hvernig getur eiginkona stuðlað að hamingju í hjónabandinu?

  • Hvaða meginregla í Biblíunni getur styrkt hjónaband þitt?

Markmið

KANNAÐU

Skoðaðu hagnýt ráð sem geta gert fjölskyldulífið ánægjulegra.

Hamingjuríkt fjölskyldulíf (Bæklingur)

Sjáðu gleðina sem fylgir því að fara eftir ráðum Guðs fyrir hjónabandið í þessu tónlistarmyndbandi.

Ástfanginn (4:26)

Lestu um hvað það felur í sér að vera undirgefin eiginmanni sínum.

„Konur, af hverju að vera undirgefnar?“ (Varðturninn 15. maí 2010)

Hvernig sigruðust hjón nokkur á alvarlegum vandamálum, þar á meðal skilnaði?

Guð gaf okkur hjónabandið aftur (5:14)