Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Upprifjun á 4. hluta

Upprifjun á 4. hluta

Ræddu eftirfarandi spurningar við kennara þinn:

  1. Lesið Orðskviðina 13:20.

    • Hvers vegna er mikilvægt að þú vandir val þitt á vinum?

      (Sjá kafla 48.)

  2. Hvaða ráð úr Biblíunni geta hjálpað þér ef þú ert …

    • eiginmaður eða eignkona?

    • foreldri eða barn?

      (Sjá kafla 49 og 50.)

  3. Hvers konar tal gleður Jehóva? Hvers konar tali hefur hann vanþóknun á?

    (Sjá kafla 51.)

  4. Hvaða meginreglur úr Biblíunni geta hjálpað þér að taka góðar ákvarðanir um klæðaburð og útlit?

    (Sjá kafla 52.)

  5. Hvernig geturðu glatt Jehóva með vali þínu á afþreyingu?

    (Sjá kafla 53.)

  6. Lesið Matteus 24:45–47.

    • Hver er „hinn trúi og skynsami þjónn“?

      (Sjá kafla 54.)

  7. Hvernig geturðu stutt söfnuðinn með tíma þínum, orku og efnislegum eigum?

    (Sjá kafla 55.)

  8. Lesið Sálm 133:1.

    • Hvernig getur þú stuðlað að einingu í söfnuðinum?

      (Sjá kafla 56.)

  9. Hvernig getum við fengið hjálp frá Jehóva ef okkur verður á að drýgja alvarlega synd?

    (Sjá kafla 57.)

  10. Lesið 1. Kroníkubók 28:9.

    • Hvernig geturðu sýnt að þú þjónir Jehóva „af heilu hjarta“ þegar aðrir snúast gegn sannri tilbeiðslu eða yfirgefa sannleikann?

    • Þarft þú að gera einhverjar breytingar til að vera Jehóva trúr og halda þig frá fölskum trúarbrögðum?

      (Sjá kafla 58.)

  11. Hvernig geturðu búið þig undir ofsóknir?

    (Sjá kafla 59.)

  12. Hvað ætlar þú að gera til að halda áfram að taka framförum í trúnni?

    (Sjá kafla 60.)