Óbadía 1:1–21

  • Edóm verður auðmýktur (1–9)

  • Ofbeldi Edóms gegn Jakobi (10–14)

  • Dagur Jehóva gegn öllum þjóðum (15, 16)

  • Ætt Jakobs verður endurreist (17–21)

    • Jakob eyðir Edóm (18)

    • Jehóva hlýtur konungdóminn (21)

 Sýn Óbadía* um Edóm+ sem alvaldur Drottinn Jehóva birti honum: „Við höfum heyrt boðskap frá Jehóva,sendiboði hefur verið sendur til þjóðanna: ‚Komum, búumst til bardaga við Edóm.‘“+   „Ég hef gert þig ómerkilegan meðal þjóðanna,þú ert fyrirlitinn.+   Hroki hjarta þíns hefur blekkt þig,+þú sem býrð í skjóli klettanna,dvelur hátt uppi og segir í hjarta þér: ‚Hver getur steypt mér niður til jarðar?‘   Þótt þú dveljir hátt uppi* eins og örninneða gerir þér hreiður meðal stjarnannasteypi ég þér niður þaðan,“ segir Jehóva.   „Ef þjófar kæmu til þín, ræningjar að nóttu,myndu þeir þá stela meiru en þá langaði í? (Hve alger verður eyðing þín!)* Eða ef menn kæmu til þín og tíndu vínber,myndu þeir ekki skilja eftir einhvern eftirtíning?+   Menn hafa þaulleitað hjá Esaú,leitað uppi falda fjársjóði hans.   Þeir hafa hrakið þig að landamærunum. Allir bandamenn þínir hafa blekkt þig. Menn sem þú áttir frið við hafa yfirbugað þig. Þeir sem átu brauð með þér leggja fyrir þig gildruen þú áttar þig ekki á því.   Á þeim degi,“ segir Jehóva,„útrými ég hinum vitru úr Edóm+og afmái dómgreind af fjalllendi Esaú.   Stríðsmenn þínir, Teman,+ verða óttaslegnir+því að hver einasti maður í fjalllendi Esaú verður drepinn.+ 10  Vegna ofbeldisins sem Jakob bróðir þinn varð fyrir+mun skömm hylja þig+og þú munt hverfa fyrir fullt og allt.+ 11  Daginn sem þú horfðir aðgerðalaus á,daginn sem ókunnir menn tóku her hans til fanga,+þegar útlendingar héldu inn um hlið hans og vörpuðu hlutkesti+ um Jerúsalem,þá varstu eins og einn af þeim. 12  Hvernig gastu hlakkað yfir óförum bróður þíns á óheilladegi hans?+ Hvernig gastu fagnað daginn sem Júdamönnum var tortímt?+ Og hvernig gastu verið svona stórorður á neyðardegi þeirra? 13  Hvernig gastu farið inn um hlið þjóðar minnar á hörmungadegi hennar?+ Hvernig gastu hlakkað yfir ógæfu hans á hörmungadegi hans? Og hvernig gastu látið greipar sópa um auðæfi hans á hörmungadegi hans?+ 14  Hvernig gastu staðið á vegamótunum og drepið flóttamennina?+ Og hvernig gastu framselt þá sem komust undan á neyðardeginum?+ 15  Dagurinn sem Jehóva fer gegn öllum þjóðum er nálægur.+ Það sem þú hefur gert, það verður gert við þig.+ Framkoma þín við aðra mun koma sjálfum þér í koll. 16  Eins og þið hafið drukkið á mínu heilaga fjalli,þannig munu allar þjóðir drekka óslitið.+ Þær munu drekka og þambaog verða eins og þær hefðu aldrei verið til. 17  En þeir sem komast undan verða á Síonarfjalli+og það verður heilagt.+ Ætt Jakobs mun endurheimta eigur sínar.+ 18  Ætt Jakobs verður eldur,ætt Jósefs að logaen ætt Esaú eins og hálmursem þeir kveikja í og brenna upp til agna. Enginn af ætt Esaú kemst lífs af+því að Jehóva hefur talað. 19  Þeir leggja undir sig Negeb og fjalllendi Esaú,+Sefela og land Filistea.+ Þeir leggja undir sig landsvæði Efraíms og Samaríu+og Benjamín leggur undir sig Gíleað. 20  Ísraelsmenn, útlagarnir frá þessum virkisgarði,*+fá land Kanverja til eignar allt til Sarefta.+ Og útlagarnir frá Jerúsalem sem voru í Sefarad taka borgirnar í Negeb til eignar.+ 21  Frelsarar ganga upp á Síonarfjalltil að dæma fjalllendi Esaú+og Jehóva hlýtur konungdóminn.“+

Neðanmáls

Sem þýðir ‚þjónn Jehóva‘.
Eða hugsanl. „fljúgir hátt“.
Eða hugsanl. „Hve miklu myndu þeir eyða?“
Eða „þessu varnarvirki“.