Fyrsta bréf Jóhannesar 4:1–21

  • Prófið innblásin orð (1–6)

  • Að þekkja Guð og elska hann (7–21)

    • „Guð er kærleikur“ (8, 16)

    • Enginn ótti í kærleikanum (18)

4  Þið elskuðu, trúið ekki hverju innblásnu orði*+ heldur prófið orðin* til að kanna hvort þau séu frá Guði+ því að margir falsspámenn hafa komið fram í heiminum.+  Þannig vitið þið að innblásin orð eru frá Guði: Öll innblásin orð sem viðurkenna að Jesús Kristur hafi komið fram sem maður* eru frá Guði.+  En engin innblásin orð eru frá Guði ef þau viðurkenna ekki Jesú+ heldur eru þau innblásin orð andkrists. Þið heyrðuð að þau ættu að koma+ og þau eru nú þegar komin fram í heiminum.+  Þið eruð Guðs megin, börnin mín, og þið hafið sigrað falsspámennina+ því að sá sem er sameinaður ykkur+ er meiri en sá sem er sameinaður heiminum.+  Þeir eru undir áhrifum heimsins.+ Þess vegna tala þeir um það sem kemur frá heiminum og heimurinn hlustar á þá.+  Við erum Guðs megin. Sá sem kynnist Guði hlustar á okkur+ en sá sem er ekki Guðs megin hlustar ekki á okkur.+ Þannig þekkjum við í sundur sönn innblásin orð og fölsk.+  Þið elskuðu, höldum áfram að elska hvert annað+ því að kærleikurinn er frá Guði og allir sem elska eru fæddir af Guði og þekkja Guð.+  Sá sem elskar ekki hefur ekki kynnst Guði því að Guð er kærleikur.+  Kærleikur Guðs til okkar birtist í því að hann sendi einkason sinn+ í heiminn til að við fengjum líf fyrir atbeina hans.+ 10  Kærleikurinn er ekki fólginn í því að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn sem friðþægingarfórn*+ fyrir syndir okkar.+ 11  Þið elskuðu, fyrst Guð elskaði okkur þannig þá er okkur skylt að elska hvert annað.+ 12  Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð.+ Ef við höldum áfram að elska hvert annað er Guð í okkur og kærleikur hans fullkomnast í okkur.+ 13  Við vitum að við erum sameinuð honum og hann okkur þar sem hann hefur gefið okkur anda sinn. 14  Auk þess höfum við séð með eigin augum að faðirinn hefur sent son sinn sem frelsara heimsins+ og við vitnum um það. 15  Sá sem viðurkennir að Jesús sé sonur Guðs+ er sameinaður Guði og Guð sameinaður honum.+ 16  Við höfum kynnst kærleikanum sem Guð ber til okkar og trúum að hann elski okkur.+ Guð er kærleikur+ og sá sem er staðfastur í kærleikanum er sameinaður Guði og Guð sameinaður honum.+ 17  Þannig hefur kærleikurinn fullkomnast í okkur til að við getum talað óhikað*+ á dómsdeginum því að í þessum heimi erum við eins og Kristur er. 18  Í kærleikanum er enginn ótti.+ Fullkominn kærleikur rekur út óttann því að óttinn hamlar okkur. Sá sem óttast hefur ekki fullkomnast í kærleikanum.+ 19  Við elskum því að hann elskaði okkur að fyrra bragði.+ 20  Ef einhver segir: „Ég elska Guð,“ en hatar samt bróður sinn er hann lygari.+ Sá sem elskar ekki bróður sinn,+ sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð sem hann hefur ekki séð.+ 21  Hann hefur gefið okkur þetta boðorð: Sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.+

Neðanmáls

Orðrétt „andana“.
Orðrétt „hverjum anda“.
Orðrétt „í holdi“.
Eða „sáttarfórn; leið til friðþægingar“.
Eða „verið örugg; verið hughraust“.