Fyrri Konungabók 16:1–34

  • Dómur Jehóva yfir Basa (1–7)

  • Ela Ísraelskonungur (8–14)

  • Simrí Ísraelskonungur (15–20)

  • Omrí Ísraelskonungur (21–28)

  • Akab Ísraelskonungur (29–33)

  • Híel endurreisir Jeríkó (34)

16  Nú kom orð Jehóva gegn Basa til Jehú+ Hananísonar:+  „Ég reisti þig úr duftinu og gerði þig að leiðtoga yfir þjóð minni, Ísrael.+ En þú fetaðir í fótspor Jeróbóams og fékkst þjóð mína, Ísrael, til að syndga og misbjóða mér með syndum sínum.+  Þess vegna ætla ég að sópa burt Basa og ætt hans. Ég mun fara eins með ætt hans og ætt Jeróbóams+ Nebatssonar.  Hundar munu éta hvern þann af ætt Basa sem deyr í borginni og fuglar himins hvern þann sem deyr úti á víðavangi.“  Það sem er ósagt af sögu Basa, því sem hann gerði og afrekaði, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga.  Basa var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Tirsa.+ Ela sonur hans varð konungur eftir hann.  Jehóva hafði boðað dómsboðskap yfir Basa og ætt hans fyrir milligöngu spámannsins Jehú Hananísonar. Það var vegna þess að hann misbauð Jehóva með öllu því illa sem hann gerði frammi fyrir honum eins og ætt Jeróbóams hafði gert, og einnig vegna þess að hann drap Nadab.*+  Á 26. stjórnarári Asa Júdakonungs varð Ela sonur Basa konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í Tirsa í tvö ár.  Simrí þjónn hans, foringi yfir helmingi vagnliðsins, gerði samsæri gegn honum. Þegar Ela var í Tirsa og drakk sig drukkinn heima hjá Arsa, hallarráðsmanni í Tirsa, 10  kom Simrí inn til hans og hjó hann til bana.+ Þetta var á 27. stjórnarári Asa Júdakonungs. Simrí varð konungur eftir Ela. 11  Um leið og hann var orðinn konungur og sestur í hásæti drap hann alla ætt Basa. Hann þyrmdi ekki einum einasta karlmanni,* hvorki skyldmennum* hans né vinum. 12  Simrí tortímdi allri ætt Basa eins og Jehóva hafði boðað fyrir milligöngu Jehú spámanns.+ 13  Það var vegna allra þeirra synda sem Basa og Ela sonur hans höfðu drýgt og fengið Ísrael til að drýgja. Þeir misbuðu Jehóva Guði Ísraels með einskis nýtum skurðgoðum sínum.+ 14  Það sem er ósagt af sögu Ela og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 15  Á 27. stjórnarári Asa Júdakonungs varð Simrí konungur. Hann ríkti í sjö daga í Tirsa á meðan herinn sat um Gibbeton+ sem Filistear áttu. 16  Nú frétti umsátursherinn að Simrí hefði gert samsæri gegn konunginum og drepið hann. Sama dag gerði allur Ísrael Omrí+ hershöfðingja að konungi yfir Ísrael þar í herbúðunum. 17  Síðan fór Omrí og allur Ísrael frá Gibbeton og settist um Tirsa. 18  Þegar Simrí sá að borgin var unnin fór hann inn í turn konungshallarinnar, kveikti í höllinni og lét þar lífið.+ 19  Þetta gerðist vegna þeirra synda sem hann hafði drýgt með því að gera það sem var illt í augum Jehóva og feta í fótspor Jeróbóams, en einnig vegna þeirra synda sem hann hafði fengið Ísrael til að drýgja.+ 20  Það sem er ósagt af sögu Simrí og samsæri hans er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 21  Um þetta leyti varð klofningur meðal Ísraelsmanna. Helmingur fólksins studdi Tibní Gínatsson og vildi gera hann að konungi en hinn helmingurinn studdi Omrí. 22  Stuðningsmenn Omrí höfðu betur en stuðningsmenn Tibní Gínatssonar. Tibní lét lífið og Omrí varð konungur. 23  Á 31. stjórnarári Asa Júdakonungs varð Omrí konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í 12 ár, þar af sex ár í Tirsa. 24  Hann keypti Samaríufjall af Semer fyrir tvær talentur* af silfri og reisti borg á fjallinu. Hann nefndi borgina Samaríu*+ eftir Semer, fyrri eiganda* fjallsins. 25  Omrí gerði það sem var illt í augum Jehóva og var verri en allir forverar hans.+ 26  Hann fetaði í fótspor Jeróbóams Nebatssonar og drýgði sömu syndir og hann hafði fengið Ísraelsmenn til að drýgja. Þeir misbuðu Jehóva Guði Ísraels með einskis nýtum skurðgoðum sínum.+ 27  Það sem er ósagt af sögu Omrí, verkum hans og þrekvirkjum, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 28  Omrí var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Samaríu. Akab+ sonur hans varð konungur eftir hann. 29  Akab Omríson varð konungur yfir Ísrael á 38. stjórnarári Asa Júdakonungs. Hann ríkti yfir Ísrael í Samaríu+ í 22 ár. 30  Í augum Jehóva var Akab Omríson verri en allir forverar hans.+ 31  Hann lét sér ekki nægja að drýgja sömu syndir og Jeróbóam+ Nebatsson heldur tók hann sér Jesebel,+ dóttur Etbaals konungs Sídoninga,+ að konu og fór að tilbiðja Baal+ og falla fram fyrir honum. 32  Hann reisti altari handa Baal í Baalsmusterinu*+ sem hann hafði byggt í Samaríu. 33  Hann gerði einnig helgistólpa.*+ Akab gerði margt sem misbauð Jehóva Guði Ísraels, meira en allir Ísraelskonungar á undan honum. 34  Á hans dögum endurreisti Híel frá Betel Jeríkó. Hann missti Abíram, frumburðinn, þegar hann lagði grunninn að borginni og Segúb, yngsta soninn, þegar hann reisti hlið hennar. Það var í samræmi við það sem Jehóva hafði boðað fyrir milligöngu Jósúa Núnssonar.+

Neðanmáls

Orðrétt „hann“.
Orðrétt „einum einasta sem pissar utan í vegg“. Niðrandi hebreskt orðasamband notað um karlmenn.
Eða „blóðhefnendum“.
Orðrétt „herra“.
Sem þýðir ‚í eigu Semersættar‘.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „húsi Baals“.