Fyrri Konungabók 9:1–28

  • Jehóva birtist Salómon aftur (1–9)

  • Gjöf Salómons til Hírams konungs (10–14)

  • Ýmis verkefni Salómons (15–28)

9  Um leið og Salómon hafði lokið við að reisa hús Jehóva, konungshöllina+ og allt annað sem hann hafði hug á að gera+  birtist Jehóva honum öðru sinni eins og hann hafði birst honum í Gíbeon.+  Jehóva sagði við hann: „Ég hef heyrt ákall þitt og bæn um velvild sem þú barst fram fyrir mig. Þetta hús sem þú hefur reist hef ég helgað með því að láta nafn mitt búa þar að eilífu.+ Augu mín og hjarta munu alltaf vera þar.+  Ef þú gengur frammi fyrir mér eins og Davíð faðir þinn gerði,+ af heilu og einlægu hjarta,+ gerir allt sem ég hef falið þér+ og heldur lög mín og ákvæði+  þá mun ég láta hásæti konungdóms þíns yfir Ísrael standa að eilífu eins og ég lofaði Davíð föður þínum þegar ég sagði: ‚Einn af afkomendum þínum mun alltaf sitja í hásæti Ísraels.‘+  En ef þið og synir ykkar hættið að fylgja mér og haldið ekki boðorð mín og þau lagaákvæði sem ég hef sett ykkur heldur farið að þjóna öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim+  þá mun ég uppræta Ísraelsmenn úr landinu sem ég gaf þeim.+ Ég mun hafna húsinu sem ég hef helgað nafni mínu og ekki líta við því,+ og allar þjóðir munu fyrirlíta Ísrael* og gera gys að honum.+  Þetta hús verður rústir einar.+ Allir sem fara þar hjá horfa undrunaraugum á það, blístra og segja: ‚Hvers vegna fór Jehóva svona illa með þetta land og þetta hús?‘+  Þá segja menn: ‚Vegna þess að þeir yfirgáfu Jehóva Guð sinn sem leiddi forfeður þeirra út úr Egyptalandi. Þeir tóku sér aðra guði, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Þess vegna hefur Jehóva leitt alla þessa ógæfu yfir þá.‘“+ 10  Það tók Salómon 20 ár að reisa bæði húsin, hús Jehóva og konungshöllina.+ 11  Híram,+ konungur í Týrus, hafði séð Salómon fyrir sedrusviði og einiviði og öllu því gulli sem hann óskaði sér.+ Salómon konungur gaf því Híram 20 borgir í Galíleu. 12  En þegar Híram kom frá Týrus til að skoða borgirnar sem Salómon hafði gefið honum leist honum ekki á þær. 13  Hann sagði: „Hvers konar borgir eru þetta eiginlega sem þú hefur gefið mér, bróðir minn?“ Þess vegna var héraðið nefnt Kabúl* og heitir það enn þann dag í dag. 14  Híram sendi konungi 120 talentur* af gulli.+ 15  Nú verður skýrt frá kvaðavinnunni sem Salómon konungur kom á+ til að byggja hús Jehóva,+ höll sína, Milló,*+ múra Jerúsalem, Hasór,+ Megiddó+ og Geser.+ 16  (Faraó Egyptalandskonungur hafði komið og tekið Geser, brennt hana í eldi og drepið Kanverjana+ sem bjuggu í borginni. Síðan gaf hann dóttur sinni+ hana í kveðjugjöf,* en hún var eiginkona Salómons.) 17  Salómon endurreisti* Geser, Neðri-Bet Hóron,+ 18  Baalat+ og Tamar í óbyggðunum í Ísrael.* 19  Salómon reisti einnig allar birgðaborgirnar, borgirnar fyrir stríðsvagnana+ og borgirnar fyrir riddarana og allt sem hann hafði hug á að byggja í Jerúsalem, Líbanon og öllu ríki sínu. 20  Í landinu voru enn einhverjir eftir af Amorítum, Hetítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum,+ þjóðflokkum sem voru ekki af Ísraelsþjóðinni.+ 21  Salómon lagði kvaðavinnu á afkomendur þeirra, þá sem Ísraelsmönnum hafði ekki tekist að eyða.* Þeir eru þrælar enn þann dag í dag.+ 22  En Salómon gerði enga Ísraelsmenn að þrælum.+ Þeir voru hermenn hans, þjónar, embættismenn, liðsforingjar og foringjar yfir vagnköppum hans og riddurum. 23  Æðstu héraðsstjórarnir, sem höfðu umsjón með verki Salómons, voru 550 talsins. Þeir voru verkstjórar yfir verkamönnunum.+ 24  Dóttir faraós+ flutti frá Davíðsborg+ í húsið sem Salómon hafði reist handa henni. Eftir það byggði hann Milló.*+ 25  Þrisvar á ári+ færði Salómon brennifórnir og samneytisfórnir á altarinu sem hann hafði reist handa Jehóva.+ Hann lét fórnarreyk stíga upp af altarinu sem var frammi fyrir Jehóva og lagði lokahönd á húsið.+ 26  Salómon konungur smíðaði einnig fjölda skipa í Esjón Geber+ sem er við Elót á strönd Rauðahafs í Edómslandi.+ 27  Híram sendi þjóna sína, reynda sjófara, á skipin+ ásamt þjónum Salómons. 28  Þeir fóru til Ófír+ og tóku þaðan 420 talentur af gulli og færðu Salómon konungi.

Neðanmáls

Orðrétt „hafa Ísrael að máltæki“.
Eða hugsanl. „Landið einskis nýta“.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Sem þýðir ‚jarðfylling‘. Hugsanlega var þetta einhvers konar virki.
Eða „brúðkaupsgjöf; heimanmund“.
Eða „víggirti“.
Orðrétt „í landinu“, það er, innan landamæra Ísraels.
Eða „helga eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Sem þýðir ‚jarðfylling‘. Hugsanlega var þetta einhvers konar virki.