Fyrri Kroníkubók 12:1–40

  • Stuðningsmenn Davíðs (1–40)

12  Þetta eru mennirnir sem komu til Davíðs í Siklag+ þegar hann var á flótta undan Sál+ Kíssyni. Þeir voru meðal kappanna sem studdu hann í stríði.+  Þeir voru vopnaðir bogum og gátu slöngvað steinum+ og skotið örvum af boga bæði með hægri hendi og vinstri.+ Þeir voru af bræðrum Sáls, Benjamínítum.+  Mennirnir voru: Ahíeser leiðtogi þeirra ásamt Jóasi, en þeir voru synir Semaa frá Gíbeu,+ einnig Jesíel og Pelet Asmavetssynir,+ Beraka, Jehú frá Anatót,  Jismaja Gíbeoníti,+ einn stríðskappanna þrjátíu+ og foringi þeirra, Jeremía, Jahasíel, Jóhanan, Jósabad frá Gedera,  Elúsaí, Jerímót, Bealja, Semarja, Sefatja Harífíti,  Kóraítarnir+ Elkana, Jissía, Asarel, Jóeser og Jasóbeam  og Jóela og Sebadja, synir Jeróhams frá Gedór.  Nokkrir Gaðítar slógust í lið með Davíð þegar hann var í fjallavíginu í óbyggðunum.+ Þeir voru miklir kappar, þjálfaðir hermenn sem báru stóra skildi og spjót. Þeir líktust ljónum í framan og fóru hratt um eins og gasellur á fjöllum.  Eser var höfðingi þeirra, Óbadía var annar, Elíab þriðji, 10  Mismanna fjórði, Jeremía fimmti, 11  Attaí sjötti, Elíel sjöundi, 12  Jóhanan áttundi, Elsabad níundi, 13  Jeremía tíundi og Makbannaí ellefti. 14  Þeir voru Gaðítar,+ foringjar hersins. Hinn aumasti var á við 100 manns og hinn sterkasti á við 1.000.+ 15  Það voru þeir sem fóru yfir Jórdan í fyrsta mánuðinum, þegar hún flæddi yfir bakka sína, og þeir hröktu burt alla sem bjuggu á láglendinu, til austurs og vesturs. 16  Einnig komu nokkrir menn úr ættkvíslum Benjamíns og Júda til Davíðs í fjallavígið.+ 17  Davíð gekk út til þeirra og sagði: „Ef þið komið með friði og viljið hjálpa mér þá tek ég ykkur opnum örmum. En ef þið ætlið að svíkja mig í hendur óvina minna þótt ég hafi ekki gert neitt rangt þá sér Guð forfeðra okkar það og dæmir.“+ 18  Þá kom andinn yfir Amasaí,+ leiðtoga hinna þrjátíu, og hann sagði: „Við erum þínir, Davíð, og við erum með þér, sonur Ísaí.+ Friður, friður sé með þér og friður sé með þeim sem hjálpar þérþví að Guð þinn hjálpar þér.“+ Þá tók Davíð við þeim og skipaði þá meðal foringja herliðsins. 19  Nokkrir af ættkvísl Manasse gengu einnig til liðs við Davíð þegar hann fór með Filisteum til að berjast við Sál. Hann varð Filisteum þó engin hjálp því að höfðingjar þeirra+ komu sér saman um að senda hann burt. „Hann gengur til liðs við Sál herra sinn og það mun kosta okkur höfuðið,“ sögðu þeir.+ 20  Þegar hann fór til Siklag+ gengu þessir menn í lið með honum af ættkvísl Manasse: Adna, Jósabad, Jedíael, Mikael, Jósabad, Elíhú og Silletaí, foringjar þúsund manna flokka Manasse.+ 21  Þeir hjálpuðu Davíð að verjast ránsflokknum því að þeir voru allir hugrakkir menn og miklir kappar.+ Þeir urðu höfðingjar í hernum. 22  Á hverjum degi komu menn til Davíðs+ til að styðja hann. Að lokum voru herbúðir hans eins fjölmennar og herbúðir Guðs.+ 23  Þetta er fjöldi þeirra hermanna sem komu vopnum búnir til Davíðs í Hebron+ til að fá honum konungdóm Sáls eins og Jehóva hafði fyrirskipað.+ 24  Af ættkvísl Júda komu 6.800 menn sem báru stóra skildi og spjót og voru búnir til bardaga. 25  Af ættkvísl Símeons komu 7.100 hugrakkir stríðskappar. 26  Af Levítum komu 4.600. 27  Jójada+ var leiðtogi sona Arons+ og með honum voru 3.700 menn. 28  Á meðal þeirra var Sadók,+ hugrakkur ungur kappi, og 22 foringjar úr ætt hans. 29  Af ættkvísl Benjamíns, bræðrum Sáls,+ komu 3.000 en flestir þeirra höfðu áður stutt ætt Sáls af heilum hug. 30  Af ættkvísl Efraíms komu 20.800 hugrakkir kappar sem voru nafntogaðir í ættum sínum. 31  Af hálfri ættkvísl Manasse komu 18.000 menn sem höfðu verið valdir til að koma og gera Davíð að konungi. 32  Af ættkvísl Íssakars komu 200 höfðingjar sem vissu hvað tímanum leið og hvað Ísrael þurfti að gera, og allir bræður þeirra voru undir þeirra forystu. 33  Af ættkvísl Sebúlons komu 50.000 menn sem gátu barist með hernum. Þeir skipuðu sér í fylkingar búnir alls konar stríðsvopnum og studdu allir Davíð heils hugar.* 34  Af ættkvísl Naftalí komu 1.000 foringjar ásamt 37.000 mönnum sem báru stóra skildi og spjót. 35  Af ættkvísl Dans komu 28.600 menn búnir til bardaga. 36  Og af ættkvísl Assers komu 40.000 menn sem gátu barist með hernum og skipað sér í fylkingar. 37  Af ættkvíslunum hinum megin við Jórdan,+ af Rúbenítum, Gaðítum og hálfri ættkvísl Manasse, komu 120.000 hermenn búnir alls konar stríðsvopnum. 38  Þeir voru allir hermenn, tilbúnir til að halda út á vígvöllinn. Þeir komu til Hebron staðráðnir í að gera Davíð að konungi yfir öllum Ísrael og aðrir Ísraelsmenn voru sammála um að gera Davíð að konungi.+ 39  Þeir voru hjá Davíð í þrjá daga og átu og drukku því að bræður þeirra höfðu séð þeim fyrir mat. 40  Þeir sem bjuggu í næsta nágrenni og allt til Íssakars, Sebúlons og Naftalí komu einnig með mat á ösnum, úlföldum, múldýrum og nautum. Þeir komu með mjöl, fíkjukökur, rúsínukökur, vín, olíu og naut og sauði í miklum mæli því að gleði ríkti í Ísrael.

Neðanmáls

Eða „og enginn sem studdi Davíð var með tvískipt hjarta“.