Fyrri Kroníkubók 18:1–17

18  Nokkru síðar barðist Davíð við Filistea og sigraði þá og tók Gat+ og tilheyrandi þorp* úr höndum þeirra.+  Hann sigraði líka Móab+ og Móabítar urðu skattskyldir þegnar Davíðs.+  Davíð sigraði Hadadeser,+ konung í Sóba,+ nálægt Hamat,+ en Hadadeser var þá í leiðangri til að tryggja völd sín við Efratfljót.+  Davíð tók 1.000 vagna, 7.000 riddara og 20.000 fótgönguliða að herfangi.+ Síðan skar hann í sundur hásinarnar á öllum vagnhestunum að 100 undanskildum.+  Þegar Sýrlendingar frá Damaskus komu til að hjálpa Hadadeser, konungi í Sóba, lagði Davíð 22.000 þeirra að velli.+  Síðan kom Davíð setuliðum fyrir í Sýrlandi, sem er kennt við Damaskus, og Sýrlendingar urðu skattskyldir þegnar hans. Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+  Davíð tók gullskildina sem menn Hadadesers báru og fór með þá til Jerúsalem.  Hann tók einnig gríðarlegt magn af kopar í Tibat og Kún, borgum Hadadesers. Úr honum gerði Salómon koparhafið,+ súlurnar og koparáhöldin.+  Þegar Tóú, konungur í Hamat, frétti að Davíð hefði sigrað allan her Hadadesers,+ konungs í Sóba,+ 10  sendi hann Hadóram son sinn tafarlaust til Davíðs konungs til að flytja honum kveðju og óska honum til hamingju með sigurinn á Hadadeser, en Tóú hafði oft átt í stríði við Hadadeser. Hadóram færði honum alls konar gripi úr gulli, silfri og kopar. 11  Davíð konungur helgaði gripina Jehóva+ eins og hann gerði við silfrið og gullið sem hann hafði tekið frá öllum þjóðunum: frá Edóm og Móab og frá Ammónítum,+ Filisteum+ og Amalekítum.+ 12  Abísaí+ Serújuson+ felldi 18.000 Edómíta í Saltdalnum.+ 13  Hann kom fyrir setuliðum í Edóm og allir Edómítar urðu þjónar Davíðs.+ Jehóva veitti Davíð sigur hvert sem hann fór.+ 14  Davíð ríkti yfir öllum Ísrael+ og sá til þess að öll þjóðin nyti réttar og réttlætis.+ 15  Jóab Serújuson var settur yfir herinn,+ Jósafat+ Ahílúðsson var ríkisritari,* 16  Sadók Ahítúbsson og Ahímelek Abjatarsson voru prestar og Savsa var ritari. 17  Benaja Jójadason var settur yfir Keretana+ og Peletana+ og synir Davíðs voru næstæðstir á eftir konunginum.

Neðanmáls

Eða „þorpin í kring“.
Eða „sagnaritari“.