Fyrri Kroníkubók 27:1–34
-
Menn í þjónustu konungs (1–34)
27 Þetta er skrá yfir fjölda þeirra Ísraelsmanna sem voru í hernum. Þar á meðal voru ættarhöfðingjar, foringjar þúsund og hundrað manna flokka+ og embættismenn sem þjónuðu konungi+ í öllum málum sem sneru að herdeildunum. Hver deild gegndi þjónustu* einn mánuð í senn allt árið um kring og í hverri þeirra voru 24.000 menn.
2 Jasóbeam+ Sabdíelsson var yfir fyrstu deildinni sem þjónaði í fyrsta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
3 Hann var afkomandi Peresar+ og höfðingi allra foringja flokkanna sem gegndu þjónustu fyrsta mánuðinn.
4 Dódaí+ Ahóhíti+ var yfir deildinni sem þjónaði í öðrum mánuðinum og Miklót var foringi. Í deild hans voru 24.000 menn.
5 Benaja,+ sonur Jójada+ yfirprests, var hershöfðingi yfir þriðju deildinni sem þjónaði í þriðja mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
6 Benaja var mikill stríðskappi. Hann var einn hinna þrjátíu og foringi þeirra. Ammísabad sonur hans fór fyrir deild hans.
7 Fjórði var Asael+ bróðir Jóabs+ í fjórða mánuðinum og Sebadja sonur hans tók við af honum. Í deild hans voru 24.000 menn.
8 Fimmti hershöfðinginn var Samhút Jísraíti í fimmta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
9 Sjötti var Íra,+ sonur Íkkes frá Tekóa,+ í sjötta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
10 Sjöundi var Heles+ Pelóníti af Efraímítum í sjöunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
11 Áttundi var Sibbekaí+ Húsatíti af Seraítum+ í áttunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
12 Níundi var Abíeser+ frá Anatót,+ afkomandi Benjamíns, í níunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
13 Tíundi var Maharaí+ Netófatíti af Seraítum+ í tíunda mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
14 Ellefti var Benaja+ Píratoníti, afkomandi Efraíms, í ellefta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
15 Tólfti var Heldaí Netófatíti af ætt Otníels í tólfta mánuðinum. Í deild hans voru 24.000 menn.
16 Höfðingjar ættkvísla Ísraels voru þessir: Elíeser Síkríson var höfðingi yfir Rúbenítum, Sefatja Maakason var yfir Símeonítum,
17 Hasabja Kemúelsson var yfir ættkvísl Leví, Sadók var yfir afkomendum Arons,
18 Elíhú,+ einn af bræðrum Davíðs, var yfir Júda, Omrí Mikaelsson var yfir Íssakar,
19 Jismaja Óbadíason var yfir Sebúlon, Jerímót Asríelsson var yfir Naftalí,
20 Hósea Asasjason var yfir Efraímítum, Jóel Pedajason var yfir hálfri ættkvísl Manasse,
21 Jiddó Sakaríason var yfir hálfri ættkvísl Manasse í Gíleað, Jaasíel Abnersson+ var yfir Benjamín og
22 Asarel Jeróhamsson var yfir Dan. Þetta voru höfðingjar ættkvísla Ísraels.
23 Davíð taldi ekki þá sem voru tvítugir og yngri því að Jehóva hafði lofað að gera Ísrael jafn fjölmennan og stjörnur himins.+
24 Jóab Serújuson hafði byrjað að telja en ekki lokið við það. Guð reiddist Ísrael* vegna talningarinnar+ og talan var ekki skráð í bókina um sögu Davíðs konungs.
25 Asmavet Adíelsson var yfir fjárhirslum konungs.+ Jónatan Ússíason var yfir birgðageymslunum* á landsbyggðinni, í borgunum, þorpunum og turnunum.
26 Esrí Kelúbsson var yfir jarðyrkjumönnunum sem unnu á ökrunum.
27 Símeí frá Rama var yfir víngörðunum og Sabdí Sífmíti yfir vínbirgðunum.
28 Baal Hanan Gederíti var yfir ólívulundunum og mórfíkjutrjánum+ í Sefela+ og Jóas yfir olíubirgðunum.
29 Sítraí frá Saron+ hafði umsjón með nautgripunum sem gengu á beit á Saronssléttu og Safat Adlaíson með nautgripunum á dalsléttunum.*
30 Óbíl Ísmaelíti hafði umsjón með úlföldunum og Jehdeja Merónótíti með ösnunum.
31 Jasís Hagríti hafði umsjón með sauðfé og geitum. Allir þessir voru umsjónarmenn með eignum Davíðs konungs.
32 Jónatan+ bróðursonur Davíðs var ráðgjafi og ritari. Hann var vitur maður. Jehíel Hakmóníson gætti sona konungs.+
33 Akítófel+ var ráðgjafi konungs og Húsaí+ Arkíti vinur* konungs.
34 Næstir á eftir Akítófel voru Jójada Benajason+ og Abjatar.+ Jóab+ var hershöfðingi konungs.
Neðanmáls
^ Orðrétt „kom inn og fór út“.
^ Orðrétt „Reiði kom yfir Ísrael“.
^ Eða „fjárhirslunum“.
^ Eða „lágsléttunum“.
^ Eða „trúnaðarvinur“.