Fyrri Kroníkubók 4:1–43

  • Aðrir afkomendur Júda (1–23)

    • Jabes og bæn hans (9, 10)

  • Afkomendur Símeons (24–43)

4  Synir Júda voru Peres,+ Hesrón,+ Karmí, Húr+ og Sóbal.+  Reaja sonur Sóbals eignaðist Jahat og Jahat eignaðist Ahúmaí og Lahad. Af þeim komu ættir Sóreatíta.+  Faðir Etams*+ átti þessa syni: Jesreel, Jisma og Jídbas (en systir þeirra hét Haselelpóní),  og Penúel var faðir Gedórs og Eser faðir Húsa. Þetta voru synir Húrs+ sem var frumburður Efrötu og faðir Betlehems.+  Ashúr+ faðir Tekóa+ átti tvær konur, þær Heleu og Naeru.  Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastarí. Þetta voru synir Naeru.  Synir Heleu voru Seret, Jísehar og Etnan.  Kós eignaðist Anúb og Sóbeba og ættir Aharhels Harúmssonar.  Jaebes naut meiri virðingar en bræður hans. Móðir hans nefndi hann Jaebes* því að hún sagði: „Ég fæddi hann með kvölum.“ 10  Jaebes ákallaði Guð Ísraels og sagði: „Blessaðu mig og víkkaðu út landsvæði mitt. Láttu hönd þína vera með mér og hlífðu mér við ógæfu svo að ég verði ekki fyrir neinum skaða.“ Og Guð veitti honum það sem hann bað um. 11  Kelúb bróðir Súha eignaðist Mehír sem var faðir Estóns. 12  Estón eignaðist Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður Ír Nahasar. Þetta voru mennirnir frá Reka. 13  Synir Kenasar voru Otníel+ og Seraja og sonur* Otníels var Hatat. 14  Meonotaí eignaðist Ofra. Seraja eignaðist Jóab, föður Ge Harasíms* sem dregur nafn sitt af því að íbúarnir voru smiðir. 15  Synir Kalebs+ Jefúnnesonar voru Írú, Ela og Naam. Sonur* Ela var Kenas. 16  Synir Jehallelels voru Síf, Sífa, Tirja og Asarel. 17  Synir Esra voru Jeter, Mered, Efer og Jalon. Hún* varð barnshafandi og fæddi Mirjam, Sammaí og Jísba föður Estemóa. 18  (Kona hans sem var Gyðingur fæddi Jered föður Gedórs, Heber föður Sókó og Jekútíel föður Sanóa.) Þetta voru synirnir sem Mered eignaðist með Bitju eiginkonu sinni en hún var dóttir faraós. 19  Synir konu Hódía, sem var systir Nahams, voru feður Kegílu Garmíta og Estemóa Maakatíta. 20  Synir Símonar voru Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon. Synir Jíseí voru Sóhet og Ben Sóhet. 21  Synir Sela+ Júdasonar voru Er faðir Leka, Laeda faðir Maresa og ættir vefara sem ófu úr gæðaefni og voru afkomendur Asbea, 22  einnig Jókím, mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, sem giftust móabískum konum, og Jasúbí Lehem. Þetta byggist á ævafornum heimildum.* 23  Þeir voru leirkerasmiðir og bjuggu í Netaím og Gedera. Þar bjuggu þeir og unnu fyrir konung. 24  Synir Símeons+ voru Nemúel, Jamín, Jaríb, Sera og Sál.+ 25  Sonur Sáls var Sallúm, sonur hans Mibsam og sonur hans Misma. 26  Synir* Misma voru Hammúel sonur hans, Sakkúr sonur hans og Símeí sonur hans. 27  Símeí átti 16 syni og 6 dætur en bræður hans áttu ekki marga syni og engin af ættum þeirra var jafn fjölmenn og Júdamenn.+ 28  Þeir bjuggu í Beerseba,+ Mólada,+ Hasar Súal,+ 29  Bílha, Esem,+ Tólad, 30  Betúel,+ Horma,+ Siklag,+ 31  Bet Markabót, Hasar Súsím,+ Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra þar til Davíð tók við völdum. 32  Þeir bjuggu líka í Etam, Aín, Rimmon, Tóken og Asan,+ fimm borgum, 33  og þorpunum í kringum þessar borgir, allt til Baal. Þetta var ættartala þeirra og staðirnir þar sem þeir bjuggu. 34  Síðan voru það Mesóbab, Jamlek, Jósa Amasjason, 35  Jóel, Jehú, sonur Jósibja og sonarsonur Seraja Asíelssonar, 36  og Eljóenaí, Jaakóba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel, Benaja 37  og Sísa sem var sonur Sífeí, sonar Allons, sonar Jedaja, sonar Simrí, sonar Semaja. 38  Þessir sem hér eru nafngreindir voru höfðingjar í ættum sínum og ættir forfeðra þeirra urðu mjög fjölmennar. 39  Þeir komu að útjaðri Gedór og í dalinn austanverðan til að leita að beitilandi fyrir hjarðir sínar. 40  Þeir fundu loks vænt og gott beitiland. Landrýmið var mikið og þar var rólegt og friðsælt. Kamítar+ höfðu áður búið þar. 41  Þeir sem eru nafngreindir hér komu þangað á dögum Hiskía+ Júdakonungs og réðust á tjöld Kamítanna og Meúnítanna sem bjuggu þar. Þeir gereyddu þeim* svo að engin ummerki sjást um þá nú á tímum. Þeir settust þar að vegna þess að þar var beitiland fyrir hjarðir þeirra. 42  Af Símeonítum fóru 500 menn til Seírfjalls+ en leiðtogar þeirra voru Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel synir Jíseí. 43  Þeir drápu Amalekítana+ sem höfðu komist undan og þar hafa þeir búið alla tíð síðan.

Neðanmáls

Sum nöfn í þessum kafla geta átt við staði frekar en fólk. Þá merkir „faðir“ hugsanlega ‚stofnandi‘.
Nafnið Jaebes er hugsanlega skylt hebresku orði sem merkir ‚kvöl‘.
Orðrétt „synir“.
Sem þýðir ‚smiðadalur‘.
Orðrétt „Synir“.
Hugsanlega er átt við Bitju sem nefnd er í 18. versi.
Eða „Þetta eru gamlar sögur“.
Hebreska orðið getur átt við syni, barnabörn og aðra afkomendur.
Eða „helguðu þá eyðingu“. Sjá orðaskýringar.