Fyrri Samúelsbók 22:1–23

  • Davíð í Adúllam og Mispe (1–5)

  • Sál lætur drepa prestana í Nób (6–19)

  • Abjatar kemst undan (20–23)

22  Davíð fór þaðan+ og komst undan í Adúllamhelli.+ Bræður hans og öll fjölskylda föður hans fréttu það og komu þangað til hans.  Auk þess söfnuðust til hans allir sem voru nauðstaddir, skuldugir eða óánægðir og hann varð foringi þeirra. Um 400 menn voru nú með honum.  Davíð fór þaðan til Mispe í Móab og sagði við Móabskonung:+ „Leyfðu föður mínum og móður að búa hjá ykkur þangað til ég veit hvað Guð ætlar að gera fyrir mig.“  Síðan skildi hann við þau hjá Móabskonungi og þau dvöldust hjá honum allan þann tíma sem Davíð var í fjallavíginu.+  Dag einn sagði Gað+ spámaður við Davíð: „Þú skalt ekki vera lengur í fjallavíginu. Farðu til Júda.“+ Davíð lagði þá af stað og kom til Heretskógar.  Nú frétti Sál að Davíð og menn hans væru fundnir. Sál var þá í Gíbeu+ og sat undir tamarisktrénu á hæðinni. Hann hafði spjót sitt í hendi og allir menn hans stóðu í kringum hann.  „Hlustið nú á mig, Benjamínítar,“ sagði Sál við mennina sem stóðu í kringum hann. „Mun sonur Ísaí+ gefa ykkur öllum jarðir og víngarða eins og ég hef gert og gera ykkur alla að foringjum yfir þúsund manna eða hundrað manna liði?+  Þið hafið allir gert samsæri gegn mér! Enginn lét mig vita þegar sonur minn gerði sáttmála við son Ísaí!+ Enginn ykkar fann til með mér og sagði mér frá því að sonur minn hefði fengið þjón minn til að leggjast í launsátur fyrir mér eins og nú er raunin.“  Dóeg+ Edómíti, sem var yfir mönnum Sáls, tók þá til máls og sagði:+ „Ég sá son Ísaí koma til Ahímeleks Ahítúbssonar+ í Nób. 10  Ahímelek leitaði leiðsagnar Jehóva fyrir hann og gaf honum vistir. Hann gaf honum meira að segja sverð Filisteans Golíats.“+ 11  Konungur sendi þá menn sína tafarlaust til Nób til að sækja Ahímelek Ahítúbsson prest og alla prestana í ætt föður hans, og þeir gengu allir fram fyrir konung. 12  Sál tók til máls og sagði: „Hlustaðu nú, sonur Ahítúbs.“ „Já, herra,“ svaraði hann. 13  Sál hélt áfram: „Hvers vegna hafið þið gert samsæri gegn mér, þú og sonur Ísaí? Þú gafst honum brauð og sverð og leitaðir leiðsagnar Guðs fyrir hann. Hann hefur snúist gegn mér og liggur nú í launsátri fyrir mér.“ 14  Ahímelek svaraði konungi: „Hver þjóna þinna er eins traustur* og Davíð?+ Hann er tengdasonur konungs,+ foringi lífvarðarsveitar þinnar og mikils metinn í húsi þínu.+ 15  Var þetta í fyrsta sinn sem ég leita leiðsagnar Guðs fyrir hann?+ Mér dytti aldrei í hug að fara á bak við þig! Konungur má ekki reiðast mér, þjóni sínum, og allri ætt föður míns því að ég hafði ekki minnstu hugmynd um þetta.“+ 16  En konungur sagði: „Þú skalt deyja,+ Ahímelek, þú og öll ætt föður þíns.“+ 17  Síðan sagði konungur við verðina* sem stóðu í kringum hann: „Farið og drepið presta Jehóva því að þeir styðja Davíð. Þeir vissu að hann var á flótta en létu mig ekki vita.“ En menn konungs vildu ekki leggja hendur á presta Jehóva. 18  Konungur sagði þá Dóeg+ að fara og drepa prestana. Dóeg Edómíti+ fór þá án tafar og hjó prestana til bana. Þennan dag drap hann 85 menn sem klæddust línhökli.+ 19  Hann réðst einnig á prestaborgina Nób+ og hjó með sverði bæði karla og konur, börn og ungbörn, naut, asna og sauðfé. 20  Einn af sonum Ahímeleks Ahítúbssonar komst undan. Hann hét Abjatar.+ Hann flúði til Davíðs og slóst í lið með honum. 21  Abjatar sagði við Davíð: „Sál hefur drepið presta Jehóva.“ 22  Þá sagði Davíð við hann: „Daginn sem ég sá að Dóeg Edómíti var þarna+ vissi ég strax að hann myndi láta Sál vita. Það er ég sem ber ábyrgð á að allir* í ætt föður þíns eru dánir. 23  Vertu hjá mér og vertu óhræddur því að sá sem sækist eftir lífi þínu sækist líka eftir mínu. Þú ert óhultur hjá mér.“+

Neðanmáls

Eða „trúr“.
Orðrétt „hlauparana“.
Eða „allar sálir“.