Fyrri Samúelsbók 26:1–25

  • Davíð þyrmir aftur lífi Sáls (1–25)

    • Davíð virðir smurðan konung Jehóva (11)

26  Dag einn komu menn frá Síf+ til Sáls í Gíbeu+ og sögðu: „Davíð er í felum á Hakílahæð á móts við Jesímon.“*+  Sál fór þá til óbyggða Síf til að leita að Davíð og tók með sér 3.000 menn sem hann hafði valið úr Ísrael.+  Sál setti upp búðir á Hakílahæð á móts við Jesímon, nálægt veginum, en Davíð hélt til í óbyggðunum. Davíð frétti að Sál hefði elt hann inn í óbyggðirnar  og sendi þá njósnara til að kanna hvort það fengi staðist.  Síðan lagði Davíð af stað og fór þangað sem Sál var með búðir sínar. Þá sá hann hvar Sál og Abner+ Nersson hershöfðingi hans sváfu. Sál svaf í miðjum búðunum en hermennirnir lágu í tjöldum sínum í kringum hann.  Davíð sagði nú við Ahímelek Hetíta+ og Abísaí+ Serújuson+ bróður Jóabs: „Hver vill koma með mér niður í herbúðirnar til Sáls?“ „Ég skal koma með þér,“ svaraði Abísaí.  Davíð og Abísaí gengu til herliðsins í skjóli nætur og fundu Sál þar sem hann lá sofandi í miðjum búðunum. Spjót hans var rekið í jörðina við höfðalagið og Abner og hermennirnir lágu í kringum hann.  Abísaí sagði við Davíð: „Í dag hefur Guð gefið óvin þinn í hendur þínar.+ Ég skal taka spjótið og negla hann við jörðina í einni atrennu, meira þarf ekki.“  En Davíð svaraði Abísaí: „Gerðu honum ekki mein. Hver getur lagt hendur á smurðan konung Jehóva+ og sloppið við refsingu?“+ 10  Davíð hélt áfram: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir mun Jehóva sjálfur greiða honum banahögg+ eða hann deyr af náttúrulegum orsökum+ eða fellur í bardaga.+ 11  Það kemur ekki til greina að ég leggi hendur á smurðan konung Jehóva! Það væri rangt í augum Jehóva.+ Taktu spjótið þarna við höfðalagið og vatnskrukkuna og komum okkur héðan.“ 12  Davíð tók síðan spjótið og vatnskrukkuna við höfðalag Sáls og þeir fóru burt. Enginn sá þá+ né varð var við þá og enginn vaknaði. Þeir voru allir sofandi því að Jehóva hafði látið þá falla í djúpan svefn. 13  Davíð fór síðan yfir um gilið og tók sér stöðu á fjallstindi langt í burtu, í öruggri fjarlægð frá Sál. 14  Davíð hrópaði til herliðsins og Abners+ Nerssonar: „Abner, heyrirðu í mér?“ Abner svaraði: „Hver er það sem hrópar á konunginn?“ 15  Davíð sagði þá við Abner: „Ertu ekki karlmenni? Enginn í Ísrael stendur þér jafnfætis. Hvers vegna gættirðu þá ekki herra þíns, konungsins? Einn hermannanna kom inn í búðirnar til að drepa herra þinn, konunginn.+ 16  Þú hefur brugðist skyldu þinni. Svo sannarlega sem Jehóva lifir áttu skilið að deyja því að þú gættir ekki herra þíns, hans sem er smurður konungur Jehóva.+ Líttu í kringum þig. Hvar er spjót konungsins og vatnskrukkan+ sem voru við höfðalag hans?“ 17  Sál þekkti rödd Davíðs og spurði: „Er þetta röddin þín, Davíð sonur minn?“+ „Já, herra minn og konungur,“ svaraði Davíð 18  og spurði: „Hvers vegna eltirðu mig, herra minn?+ Hvað hef ég gert og hvaða glæp hef ég framið?+ 19  Herra minn og konungur, hlustaðu á þjón þinn. Ef Jehóva hefur æst þig upp á móti mér skal ég færa honum kornfórn.* En ef menn hafa gert það,+ þá séu þeir bölvaðir frammi fyrir Jehóva því að þeir hafa hrakið mig burt frá arfleifð Jehóva+ og segja í raun: ‚Farðu og þjónaðu öðrum guðum!‘ 20  Láttu blóð mitt ekki renna til jarðar fjarri augliti Jehóva. Konungur Ísraels er í leit að einni fló+ eins og hann væri að eltast við akurhænu í fjöllunum.“ 21  Þá sagði Sál: „Ég hef syndgað.+ Komdu aftur, Davíð sonur minn. Ég ætla aldrei að gera þér mein framar því að þú sýndir í dag að líf mitt er þér dýrmætt.+ Ég hef hegðað mér heimskulega og gert hræðileg mistök.“ 22  Davíð svaraði: „Hér er spjót konungs. Sendu einn af ungu mönnunum hingað yfir til að sækja það. 23  Jehóva launar hverjum og einum réttlæti hans+ og trúfesti. Í dag gaf Jehóva þig í hendur mínar en ég vildi ekki leggja hendur á smurðan konung Jehóva.+ 24  Eins og líf þitt var mér dýrmætt í dag bið ég þess að líf mitt sé dýrmætt í augum Jehóva og hann bjargi mér úr öllum erfiðleikum.“+ 25  Sál svaraði: „Guð blessi þig, Davíð sonur minn. Þú munt standa þig vel og afreka margt.“+ Síðan hélt Davíð leiðar sinnar en Sál fór aftur heim.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „eyðimörkina; óbyggðirnar“.
Eða „fær hann að finna ilminn af kornfórn minni“.