Fyrri Samúelsbók 5:1–12

  • Örkin í landi Filistea (1–12)

    • Dagón auðmýktur (1–5)

    • Filisteum refsað (6–12)

5  Filistear tóku örk hins sanna Guðs herfangi+ og fluttu hana frá Ebeneser til Asdód.  Þeir settu örk hins sanna Guðs í hús* Dagóns og komu henni fyrir við hliðina á Dagón.+  Þegar Asdódbúar fóru á fætur morguninn eftir hafði Dagón fallið um koll og lá á grúfu á gólfinu fyrir framan örk Jehóva.+ Þeir tóku Dagón og settu hann aftur á sinn stað.+  Þegar þeir fóru á fætur næsta morgun hafði Dagón aftur fallið um koll og lá á grúfu á gólfinu fyrir framan örk Jehóva. Höfuð Dagóns og báðar hendur voru höggnar af og lágu á þröskuldinum. Sá hluti hans sem líktist fiski var það eina sem* var eftir.  Þetta er ástæðan fyrir því að prestar Dagóns og aðrir sem fara inn í hús Dagóns í Asdód stíga ekki á þröskuldinn allt fram á þennan dag.  Hönd Jehóva lá þungt á Asdódbúum og hann hrelldi þá með því að slá þá gyllinæð,+ bæði Asdód og nágrenni.  Þegar Asdódbúar sáu hvað var að gerast sögðu þeir: „Við getum ekki lengur haft örk Guðs Ísraels hjá okkur því að hönd hans hefur leikið okkur og Dagón guð okkar grátt.“  Þeir sendu eftir öllum höfðingjum Filistea, söfnuðu þeim saman og spurðu þá: „Hvað eigum við að gera við örk Guðs Ísraels?“ „Flytjið hana til Gat,“+ svöruðu þeir. Og þeir fluttu örkina þangað.  Eftir að hún hafði verið flutt þangað snerist hönd Jehóva gegn borginni og mikil skelfing greip um sig. Hann sló borgarbúa gyllinæð,+ bæði háa og lága. 10  Þeir sendu því örk hins sanna Guðs til Ekron+ en um leið og hún kom þangað hrópuðu íbúarnir: „Örk Guðs Ísraels hefur verið flutt hingað til að leiða dauða yfir okkur og þjóð okkar!“+ 11  Þeir sendu þá eftir öllum höfðingjum Filistea, söfnuðu þeim saman og sögðu: „Sendið örk Guðs Ísraels burt héðan. Skilið henni á sinn stað svo að við og þjóð okkar förumst ekki.“ En allir borgarbúar óttuðust um líf sitt því að hönd hins sanna Guðs hafði lagst mjög þungt á þá.+ 12  Þeir sem dóu ekki höfðu verið slegnir gyllinæð. Og neyðaróp borgarinnar steig upp til himins.

Neðanmáls

Eða „musteri“.
Orðrétt „Aðeins Dagón“.