Annað bréf Jóhannesar 1:1–13
1 Frá öldungnum til hinnar útvöldu frúar* og barna hennar sem eru mér mjög kær, en ekki aðeins mér heldur öllum sem hafa kynnst sannleikanum.
2 Við elskum ykkur vegna sannleikans sem er í okkur og verður í okkur að eilífu.
3 Einstök góðvild, miskunn og friður frá Guði föður okkar og Jesú Kristi, syni föðurins, verður með okkur, ásamt sannleika og kærleika.
4 Það gleður mig mjög að hafa komist að raun um að sum af börnum þínum ganga á vegi sannleikans+ eins og faðirinn gaf okkur boðorð um.
5 Og nú, útvalda frú, skrifa ég þér: Elskum hvert annað. (Þetta er ekki nýtt boðorð heldur það sem við höfum haft frá upphafi.)+
6 Kærleikurinn felur í sér að við höldum áfram að lifa eftir boðorðum hans.+ Þetta er boðorðið eins og þið hafið heyrt frá upphafi, að þið eigið að sýna kærleika.
7 Margir svikarar hafa komið fram í heiminum,+ þeir sem viðurkenna ekki að Jesús Kristur hafi komið fram sem maður.*+ Þetta er svikarinn og andkristurinn.+
8 Gætið ykkar svo að þið glatið ekki því sem við höfum áorkað heldur hljótið full laun.+
9 Sá sem gengur of langt og heldur sig ekki við það sem Kristur kenndi hefur ekki velþóknun Guðs.+ Sá sem heldur sig við það sem hann kenndi hefur bæði velþóknun föðurins og sonarins.+
10 Ef einhver kemur til ykkar og er með aðrar kenningar skuluð þið ekki bjóða honum inn á heimili ykkar+ eða heilsa honum
11 því að sá sem heilsar honum tekur þátt í vondum verkum hans.
12 Þó að ég hafi margt að segja ykkur vil ég ekki gera það með pappír og bleki heldur vonast ég til að geta komið til ykkar og talað við ykkur augliti til auglitis svo að þið fyllist gleði.
13 Börn systur þinnar, hinnar útvöldu, biðja að heilsa þér.
Neðanmáls
^ „Hin útvalda frú“ getur hafa verið ákveðin kona eða söfnuður á fyrstu öld.
^ Orðrétt „í holdi“.