Síðari Konungabók 1:1–18

  • Elía segir fyrir um dauða Ahasía (1–18)

1  Eftir dauða Akabs gerði Móab+ uppreisn gegn Ísrael.  Dag einn féll Ahasía niður um grindurnar í þakherbergi sínu í Samaríu og slasaðist. Hann sendi þá út menn og sagði: „Farið og spyrjið Baal Sebúb, guðinn í Ekron,+ hvort ég muni ná mér af þessum meiðslum.“+  En engill Jehóva sagði við Elía*+ frá Tisbe: „Leggðu af stað og farðu á móti sendiboðum Samaríukonungs og segðu við þá: ‚Er enginn Guð í Ísrael fyrst þið farið til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron?+  Þess vegna segir Jehóva: „Þú munt ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.“‘“ Síðan lagði Elía af stað.  Þegar sendiboðarnir komu aftur til konungs spurði hann þá: „Af hverju eruð þið komnir strax aftur?“  Þeir svöruðu: „Maður kom á móti okkur og sagði: ‚Farið og snúið aftur til konungsins sem sendi ykkur og segið við hann: „Jehóva segir: ‚Er enginn Guð í Ísrael fyrst þú sendir þessa menn til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron? Af því að þú gerðir það muntu ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.‘“‘“+  Þá spurði hann: „Hvernig leit maðurinn út sem kom á móti ykkur og sagði þetta við ykkur?“  Þeir svöruðu: „Hann var í loðfeldi+ og með leðurbelti um mittið.“+ „Þetta var Elía frá Tisbe,“ sagði konungur.  Síðan sendi konungur foringja yfir 50 manna liði til Elía ásamt mönnum hans 50. Þeir komu að honum þar sem hann sat efst uppi á fjallinu. Foringinn sagði við hann: „Maður hins sanna Guðs,+ konungur skipar þér að koma niður.“ 10  En Elía svaraði foringjanum: „Ef ég er guðsmaður þá skal eldur koma niður af himni+ og gleypa þig og menn þína 50.“ Eldur kom þá niður af himni og gleypti hann og menn hans 50. 11  Nú sendi konungur til Elía annan foringja yfir 50 manna liði og menn hans með honum. Þegar foringinn kom til hans sagði hann við hann: „Maður hins sanna Guðs, konungur skipar þér að koma niður undireins!“ 12  En Elía svaraði: „Ef ég er maður hins sanna Guðs þá skal eldur koma niður af himni og gleypa þig og menn þína 50.“ Eldur Guðs kom þá niður af himni og gleypti hann og menn hans 50. 13  Þá sendi konungur þriðja foringjann yfir 50 manna liði og menn hans með honum. Þegar þessi foringi kom upp féll hann á kné frammi fyrir Elía, grátbað hann um miskunn og sagði: „Maður hins sanna Guðs, megi líf mitt og líf þessara 50 þjóna þinna vera dýrmætt í augum þínum. 14  Nú hefur eldur komið niður af himni og gleypt báða fyrri foringjana og 50 manna lið þeirra, en megi líf mitt vera dýrmætt í augum þínum.“ 15  Þá sagði engill Jehóva við Elía: „Farðu niður með honum. Vertu ekki hræddur við hann.“ Elía stóð þá upp og fór niður með honum til konungs. 16  Elía sagði við konung: „Jehóva segir: ‚Þú sendir menn til að leita svara hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron,+ eins og það væri enginn Guð í Ísrael.+ Hvers vegna leitaðirðu ekki til hans? Af því að þú gerðir þetta muntu ekki stíga fram úr rúminu sem þú liggur í heldur skaltu deyja.‘“ 17  Síðan dó hann eins og Jehóva hafði boðað fyrir milligöngu Elía. Þar sem hann átti engan son varð Jóram*+ konungur eftir hann á öðru stjórnarári Jórams+ Jósafatssonar Júdakonungs. 18  Það sem er ósagt af sögu Ahasía+ og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga.

Neðanmáls

Sem þýðir ‚Guð minn er Jehóva‘.
Það er, bróðir Ahasía.