Síðari Konungabók 14:1–29

  • Amasía Júdakonungur (1–6)

  • Stríð við Edóm og Ísrael (7–14)

  • Jóas Ísraelskonungur deyr (15, 16)

  • Amasía deyr (17–22)

  • Jeróbóam annar Ísraelskonungur (23–29)

14  Á öðru stjórnarári Jóasar+ Jóahassonar Ísraelskonungs tók Amasía, sonur Jóasar Júdakonungs, við völdum.  Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 29 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jóaddín og var frá Jerúsalem.+  Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, þó ekki eins og Davíð+ forfaðir hans. Hann fór að dæmi Jóasar föður síns í einu og öllu.+  En fórnarhæðirnar fengu að standa+ og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+  Þegar hann var orðinn fastur í sessi drap hann þjóna sína sem höfðu drepið föður hans, konunginn.+  En syni morðingjanna drap hann ekki vegna fyrirmæla Jehóva sem skráð eru í lögbók Móse: „Feður skulu ekki teknir af lífi fyrir syndir sona sinna né synir fyrir syndir feðra sinna heldur skal hver og einn tekinn af lífi fyrir eigin synd.“+  Hann felldi Edómíta+ í Saltdalnum,+ 10.000 menn, og vann borgina Sela.+ Hún var nefnd Jokteel eins og hún heitir enn í dag.  Nú sendi Amasía menn með þessi skilaboð til Jóasar Ísraelskonungs, sonar Jóahasar Jehúsonar: „Við skulum mætast í bardaga.“*+  Jóas Ísraelskonungur sendi þá þetta svar til Amasía Júdakonungs: „Þyrnótt illgresið á Líbanon sendi sedrustrénu á Líbanon þessi skilaboð: ‚Gefðu syni mínum dóttur þína fyrir konu.‘ En villidýr á Líbanon kom og traðkaði illgresið niður. 10  Þú hefur vissulega sigrað Edóm.+ Þess vegna er hjarta þitt orðið hrokafullt. Njóttu frægðarinnar en haltu kyrru fyrir. Hvers vegna býðurðu ógæfunni heim, bæði þér og Júda til falls?“ 11  En Amasía hlustaði ekki.+ Þá lagði Jóas Ísraelskonungur af stað og bardagi braust út milli hans og Amasía Júdakonungs við Bet Semes+ sem tilheyrir Júda.+ 12  Júda beið ósigur fyrir Ísrael og hver og einn flúði heim til sín.* 13  Jóas Ísraelskonungur tók Amasía Júdakonung, son Jóasar Ahasíasonar, til fanga við Bet Semes. Þegar þeir komu til Jerúsalem reif Jóas niður 400 álnir* af borgarmúrum Jerúsalem, frá Efraímshliðinu+ að Hornhliðinu.+ 14  Hann tók allt gull og silfur og alla gripina sem voru í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar. Hann tók einnig gísla og sneri síðan aftur til Samaríu. 15  Það sem er ósagt af sögu Jóasar, því sem hann gerði og afrekaði og hvernig hann barðist við Amasía Júdakonung, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 16  Jóas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Samaríu+ hjá Ísraelskonungum. Jeróbóam*+ sonur hans varð konungur eftir hann. 17  Amasía+ Jóasson Júdakonungur lifði í 15 ár eftir dauða Jóasar+ Jóahassonar Ísraelskonungs.+ 18  Það sem er ósagt af sögu Amasía er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 19  Gert var samsæri gegn honum+ í Jerúsalem. Hann flúði þá til Lakís en menn voru sendir á eftir honum til Lakís og drápu hann þar. 20  Þeir fluttu hann þaðan á hestum og hann var jarðaður í Jerúsalem hjá forfeðrum sínum í Davíðsborg.+ 21  Allir Júdamenn sóttu þá Asaría,*+ sem þá var 16 ára,+ og gerðu hann að konungi í stað Amasía föður hans.+ 22  Hann vann Elat+ aftur undir Júda og endurreisti hana eftir að konungurinn* hafði verið lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+ 23  Á 15. stjórnarári Amasía Jóassonar Júdakonungs varð Jeróbóam,+ sonur Jóasar Ísraelskonungs, konungur í Samaríu og hann ríkti í 41 ár. 24  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva. Hann sneri ekki baki við neinum af þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson hafði fengið Ísrael til að drýgja.+ 25  Hann endurheimti landsvæði Ísraels frá Lebó Hamat*+ allt til Arabavatns*+ eins og Jehóva Guð Ísraels hafði sagt fyrir milligöngu þjóns síns, Jónasar+ Amittaísonar spámanns frá Gat Hefer.+ 26  Jehóva hafði séð hve illa var komið fyrir Ísrael.+ Enginn var eftir til að hjálpa Ísrael, ekki einu sinni hinir vesælu og veikburða. 27  En Jehóva hafði lofað að afmá ekki nafn Ísraels af jörðinni.+ Þess vegna lét hann Jeróbóam Jóasson bjarga þeim.+ 28  Það sem er ósagt af sögu Jeróbóams, öllu sem hann gerði og afrekaði, hvernig hann barðist og hvernig hann vann aftur Damaskus+ og Hamat+ undir Júda í Ísrael, er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 29  Jeróbóam var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum, Ísraelskonungum. Sakaría+ sonur hans varð konungur eftir hann.

Neðanmáls

Eða „augliti til auglitis“.
Orðrétt „í tjald sitt“.
Um 178 m. Sjá viðauka B14.
Það er, Jeróbóam annar.
Sem þýðir ‚Jehóva hefur hjálpað‘. Hann er nefndur Ússía í 2Kon 15:13; 2Kr 26:1–23; Jes 6:1 og Sak 14:5.
Það er, Amasía faðir hans.
Það er, Saltasjávar (Dauðahafs).
Eða „staðnum þar sem farið er inn í Hamat“.