Síðari Konungabók 16:1–20

  • Akas Júdakonungur (1–6)

  • Akas mútar Assýringum (7–9)

  • Akas gerir eftirlíkingu af heiðnu altari (10–18)

  • Akas deyr (19, 20)

16  Á 17. stjórnarári Peka Remaljasonar tók Akas,+ sonur Jótams Júdakonungs, við völdum.  Akas var tvítugur þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Hann gerði ekki það sem var rétt í augum Jehóva Guðs síns eins og Davíð forfaðir hans hafði gert+  heldur fetaði hann í fótspor Ísraelskonunga.+ Hann fórnaði jafnvel syni sínum í eldi*+ og fylgdi þannig viðbjóðslegum siðum þjóðanna+ sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum.  Hann færði einnig sláturfórnir og lét fórnarreykinn stíga upp á fórnarhæðum+ og hólum og undir hverju laufmiklu tré.+  Um þetta leyti fóru Resín Sýrlandskonungur og Peka Remaljason Ísraelskonungur í herferð upp til Jerúsalem.+ Þeir umkringdu Akas en gátu ekki unnið borgina.  Á þeim tíma vann Resín Sýrlandskonungur Elat+ aftur undir Edóm og rak Gyðingana* burt úr Elat. Edómítar settust að í Elat og hafa búið þar fram á þennan dag.  Þá sendi Akas menn til Tíglats Pílesers+ Assýríukonungs með þessi skilaboð: „Ég er þjónn þinn og sonur. Komdu hingað upp eftir og bjargaðu mér úr höndum Sýrlandskonungs og Ísraelskonungs sem ráðast á mig.“  Síðan tók Akas silfrið og gullið sem var í húsi Jehóva og fjárhirslum konungshallarinnar og sendi það Assýríukonungi sem mútugjöf.+  Assýríukonungur gerði eins og hann bað um. Hann fór upp til Damaskus, vann borgina og flutti íbúana í útlegð til Kír,+ en hann drap Resín.+ 10  Akas konungur fór nú til Damaskus til að hitta Tíglat Píleser Assýríukonung. Þegar Akas sá altarið í Damaskus sendi hann Úría presti teikningu af altarinu sem sýndi í smáatriðum hvernig það var gert.+ 11  Úría+ prestur reisti þá altari+ samkvæmt leiðbeiningunum sem Akas konungur hafði sent frá Damaskus. Hann lauk smíðinni áður en Akas kom heim frá Damaskus. 12  Þegar konungur kom aftur frá Damaskus og sá altarið gekk hann að því og færði á því fórnir.+ 13  Á þessu altari lét hann brennifórnir sínar og kornfórnir líða upp í reyk. Hann hellti einnig drykkjarfórnum sínum á altarið og sletti á það blóði samneytisfórna sinna. 14  En koparaltarið+ sem stóð frammi fyrir Jehóva færði hann þaðan sem það var fyrir framan húsið, milli nýja altarisins og húss Jehóva, og kom því fyrir norðan megin við sitt eigið altari. 15  Akas konungur gaf Úría+ presti þessi fyrirmæli: „Láttu morgunbrennifórnina líða upp í reyk á stóra altarinu,+ einnig kvöldkornfórnina,+ brennifórn konungs og kornfórn hans og brennifórnir, kornfórnir og drykkjarfórnir alls fólksins. Þú skalt einnig sletta á altarið öllu blóði brennifórnanna og hinna fórnanna. En ég á eftir að ákveða hvað á að gera við koparaltarið.“ 16  Úría prestur gerði allt sem Akas konungur fyrirskipaði.+ 17  Akas konungur hjó sundur hliðarspjöldin á vögnunum+ og fjarlægði kerin af þeim.+ Hann tók hafið niður af koparnautunum+ sem það hvíldi á og setti það á steinstétt.+ 18  Skyggnið fyrir hvíldardaginn, sem reist hafði verið við hús Jehóva, fjarlægði hann og einnig ytri inngang konungs. Hann gerði þetta vegna Assýríukonungs. 19  Það sem er ósagt af sögu Akasar og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga.+ 20  Akas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg. Hiskía*+ sonur hans varð konungur eftir hann.

Neðanmáls

Orðrétt „lét jafnvel son sinn ganga gegnum eldinn“.
Eða „Júdamenn“.
Sem þýðir ‚Jehóva styrkir‘.