Síðari Konungabók 7:1–20

  • Elísa segir fyrir endalok hungursneyðar (1, 2)

  • Matur finnst í yfirgefnum búðum Sýrlendinga (3–15)

  • Spádómur Elísa rætist (16–20)

7  Elísa sagði: „Hlustið á orð Jehóva. Jehóva segir: ‚Um þetta leyti á morgun mun ein sea* af fínu mjöli kosta einn sikil* í borgarhliði* Samaríu og tvær seur af byggi munu líka kosta einn sikil.‘“+  Liðsforinginn sem konungur treysti sagði þá við mann hins sanna Guðs: „Jafnvel þótt Jehóva opnaði flóðgáttir himins gæti þetta aldrei gerst.“+ En Elísa sagði: „Þú átt eftir að sjá það með eigin augum+ en þú munt ekki borða neitt af því.“+  Fjórir holdsveikir menn sátu fyrir utan borgarhliðið+ og sögðu hver við annan: „Hvers vegna ættum við að sitja hér þar til við deyjum?  Ef við förum inn í borgina meðan hungursneyð ríkir+ deyjum við þar og ef við sitjum hér deyjum við líka. Förum yfir í herbúðir Sýrlendinga. Ef þeir þyrma lífi okkar lifum við en ef þeir drepa okkur deyjum við.“  Síðan lögðu þeir af stað í rökkrinu og fóru til herbúða Sýrlendinga. Þegar þeir komu að útjaðri búðanna var enginn þar.  Jehóva hafði látið hermenn Sýrlendinga heyra hávaða frá stríðsvögnum og hestum, hávaða frá gríðarstórum her.+ Þeir sögðu því hver við annan: „Ísraelskonungur hefur ráðið konunga Hetíta og konunga Egyptalands til að ráðast á okkur!“  Þeir biðu ekki boðanna heldur lögðu á flótta í rökkrinu og yfirgáfu tjöldin, hestana, asnana og búðirnar eins og þær voru. Þeir flúðu til að bjarga lífi sínu.  Þegar holdsveiku mennirnir komu að útjaðri herbúðanna fóru þeir inn í eitt tjaldið og fengu sér að borða og drekka. Þeir tóku þaðan silfur, gull og fatnað og fóru síðan burt og földu það. Síðan sneru þeir aftur og fóru inn í annað tjald, tóku það sem þeir fundu og földu það.  En að lokum sögðu þeir hver við annan: „Það er rangt af okkur að gera þetta. Við ættum að segja öðrum þessar góðu fréttir. Ef við þegjum og bíðum þar til birtir af degi verðskuldum við refsingu. Komið nú, við skulum fara og segja frá þessu í konungshöllinni.“* 10  Síðan fóru þeir og hrópuðu til hliðvarða borgarinnar: „Við fórum inn í herbúðir Sýrlendinga en það var enginn þar, við heyrðum ekki í nokkrum manni. Aðeins hestar og asnar stóðu þar bundnir og tjöldin voru yfirgefin.“ 11  Þá kölluðu hliðverðirnir og skýrt var frá þessu í konungshöllinni. 12  Konungur fór þá á fætur um nóttina og sagði við þjóna sína: „Ég skal segja ykkur hvað Sýrlendingar ætla að gera okkur. Þeir vita að við sveltum.+ Þess vegna hafa þeir yfirgefið búðirnar og falið sig úti á víðavangi. Þeir hugsa með sér: ‚Þegar þeir koma út úr borginni náum við þeim lifandi og förum inn í borgina.‘“+ 13  Einn af þjónum hans sagði: „Láttu nokkra menn taka fimm af hestunum sem eftir eru í borginni. Sendum þá út til að kanna hvað er á seyði. Þeir hljóta hvort eð er sömu örlög og allir þeir Ísraelsmenn sem eftir eru í borginni eða þeir sem eru þegar dánir.“ 14  Þá tóku þeir tvo hestvagna og konungur sendi þá til herbúða Sýrlendinga. „Farið og sjáið hvað er á seyði,“ sagði hann. 15  Þeir fóru á eftir þeim alla leið til Jórdanar. Allur vegurinn var þakinn flíkum og alls konar búnaði sem Sýrlendingar höfðu kastað frá sér þegar þeir flúðu í ofboði. Sendimennirnir sneru að lokum aftur og sögðu konungi frá þessu. 16  Fólkið fór þá út og rændi herbúðir Sýrlendinga. Og það rættist sem Jehóva hafði sagt: Ein sea af fínu mjöli kostaði einn sikil og sömuleiðis kostuðu tvær seur af byggi einn sikil.+ 17  Konungur hafði falið liðsforingjanum sem hann treysti að hafa umsjón með borgarhliðinu. En fólkið tróð hann undir í hliðinu svo að hann lét lífið eins og maður hins sanna Guðs hafði sagt þegar konungur kom til hans. 18  Það fór eins og maður hins sanna Guðs hafði sagt við konunginn: „Um þetta leyti á morgun munu tvær seur af byggi kosta einn sikil í borgarhliði Samaríu og ein sea af fínu mjöli mun líka kosta einn sikil.“+ 19  En liðsforinginn hafði sagt við mann hins sanna Guðs: „Jafnvel þótt Jehóva opnaði flóðgáttir himins gæti annað eins aldrei gerst.“ Þá sagði Elísa: „Þú átt eftir að sjá það með eigin augum en þú munt ekki borða neitt af því.“ 20  Og þannig fór einmitt fyrir honum. Fólkið tróð hann undir í borgarhliðinu svo að hann lét þar lífið.

Neðanmáls

Sea jafngilti 7,33 l. Sjá viðauka B14.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Eða „á mörkuðum“.
Orðrétt „húsi konungs“.