Síðari Kroníkubók 1:1–17

  • Salómon biður um visku (1–12)

  • Ríkidæmi Salómons (13–17)

1  Konungdómur Salómons Davíðssonar efldist sífellt meir. Jehóva Guð hans var með honum og gerði hann mjög voldugan.+  Salómon sendi eftir öllum Ísrael, foringjum þúsund manna og hundrað manna flokka, dómurunum og öllum höfðingjum Ísraels, ættarhöfðingjunum.  Síðan fór Salómon ásamt öllum söfnuðinum til fórnarhæðarinnar í Gíbeon+ því að þar var samfundatjald hins sanna Guðs sem Móse þjónn Jehóva hafði gert í óbyggðunum.  En Davíð hafði flutt örk hins sanna Guðs frá Kirjat Jearím+ þangað sem hann hafði búið henni stað. Hann hafði slegið upp tjaldi fyrir hana í Jerúsalem.+  Koparaltarið+ sem Besalel,+ sonur Úrí Húrssonar, hafði gert stóð frammi fyrir tjaldbúð Jehóva og Salómon var vanur að fara þangað ásamt söfnuðinum til að biðjast fyrir.*  Salómon færði nú 1.000 brennifórnir frammi fyrir Jehóva á koparaltarinu+ við samfundatjaldið.  Um nóttina birtist Guð Salómon og spurði: „Hvað viltu að ég gefi þér?“+  Salómon svaraði Guði: „Þú sýndir Davíð föður mínum mikla góðvild*+ og hefur gert mig að konungi í hans stað.+  Jehóva Guð, haltu nú loforðið sem þú gafst Davíð föður mínum+ því að þú hefur gert mig að konungi yfir þjóð sem er jafn fjölmenn og rykkorn jarðar.+ 10  Gefðu mér visku og þekkingu+ til að leiða þessa þjóð. Hver gæti annars dæmt þessa miklu þjóð þína?“+ 11  Þá sagði Guð við Salómon: „Þar sem þetta býr þér í hjarta og þú baðst ekki um auð, eignir, heiður eða líf þeirra sem hata þig og baðst ekki heldur um langlífi heldur um visku og þekkingu til að dæma þjóð mína sem ég hef gert þig að konungi yfir+ 12  þá færðu visku og þekkingu. En ég gef þér líka auð, eignir og heiður, meiri en nokkur konungur hefur hlotið á undan þér og meiri en nokkur mun hljóta eftir þig.“+ 13  Síðan fór Salómon frá fórnarhæðinni í Gíbeon,+ frá samfundatjaldinu, til Jerúsalem og ríkti yfir Ísrael. 14  Salómon kom sér upp vögnum og hestum.* Hann átti 1.400 vagna og 12.000 hesta.*+ Hann geymdi þá í vagnaborgunum+ og hjá sér í Jerúsalem.+ 15  Konungur gerði silfur og gull eins algengt í Jerúsalem og grjót,+ og sedrusvið eins algengan og mórfíkjutrén í Sefela.+ 16  Hestar Salómons voru fluttir inn frá Egyptalandi.*+ Kaupmenn konungs keyptu þá í hjörðum* á föstu verði.+ 17  Vagnarnir sem voru fluttir inn frá Egyptalandi kostuðu 600 silfursikla hver og hver hestur 150 sikla. Síðan voru þeir fluttir út til allra konunga Hetíta og konunga Sýrlands.

Neðanmáls

Eða „leita leiðsagnar hans“.
Eða „tryggan kærleika í ríkum mæli“.
Eða „riddurum“.
Eða „riddara“.
Eða hugsanl. „frá Egyptalandi og Kóe“. Ef til vill er átt við Kilikíu.
Eða hugsanl. „frá Kóe“.