Síðari Kroníkubók 10:1–19

  • Ísrael gerir uppreisn gegn Rehabeam (1–19)

10  Rehabeam fór til Síkem+ því að allur Ísrael var kominn þangað til að gera hann að konungi.+  Jeróbóam+ Nebatsson frétti það. (Hann bjó enn í Egyptalandi eftir að hafa flúið þangað undan Salómon konungi.)+ Jeróbóam sneri þá aftur frá Egyptalandi.  Nú var sent eftir Jeróbóam og hann og allur Ísrael kom til Rehabeams og sagði:  „Faðir þinn lagði á okkur þungt ok.+ En ef þú léttir erfiðisvinnuna og hið þunga ok sem faðir þinn lagði á okkur munum við þjóna þér.“  Hann svaraði þeim: „Komið aftur til mín eftir þrjá daga.“ Og fólkið fór burt.+  Rehabeam konungur ráðfærði sig þá við gömlu mennina* sem höfðu þjónað Salómon föður hans meðan hann var á lífi og spurði: „Hverju mælið þið með að ég svari fólkinu?“  Þeir svöruðu honum: „Ef þú ert góður við þetta fólk, tekur vel í beiðni þess og gerir það sem það vill mun það alltaf þjóna þér.“  En hann hafnaði ráði gömlu mannanna* og ráðfærði sig við ungu mennina sem höfðu alist upp með honum og voru nú þjónar hans.+  Hann spurði þá: „Hverju mælið þið með að ég svari fólkinu sem sagði við mig: ‚Léttu okið sem faðir þinn lagði á okkur‘?“ 10  Ungu mennirnir sem höfðu alist upp með honum svöruðu: „Þannig skaltu svara fólkinu sem sagði við þig: ‚Faðir þinn lagði á okkur þungt ok en þú skalt létta það.‘ Segðu við það: ‚Litlifingur minn verður sverari en mjaðmir föður míns. 11  Faðir minn lagði á ykkur þungt ok en ég mun gera það enn þyngra. Faðir minn refsaði ykkur með svipum en ég mun gera það með gaddasvipum.‘“ 12  Jeróbóam kom ásamt öllu fólkinu til Rehabeams á þriðja degi eins og konungurinn hafði sagt: „Komið aftur til mín eftir þrjá daga.“+ 13  En konungurinn svaraði þeim með hörku. Rehabeam konungur fór ekki að ráðum gömlu mannanna.* 14  Hann fór að ráði ungu mannanna og sagði: „Ég mun gera ok ykkar þungt, enn þyngra en það er nú. Faðir minn refsaði ykkur með svipum en ég mun gera það með gaddasvipum.“ 15  Konungur hlustaði ekki á fólkið því að hinn sanni Guð stýrði gangi mála+ til að það rættist sem Jehóva hafði sagt við Jeróbóam Nebatsson fyrir milligöngu Ahía+ frá Síló. 16  Þegar öllum Ísraelsmönnum varð ljóst að konungurinn vildi ekki hlusta á þá sögðu þeir við hann: „Hvað kemur Davíð okkur við?* Við eigum ekkert sameiginlegt með* syni Ísaí. Ísraelsmenn, hver og einn snúi nú til guða sinna. Þú getur gætt þíns eigin húss, Davíð.“+ Síðan fóru allir Ísraelsmenn heim til sín.*+ 17  En Rehabeam ríkti áfram yfir þeim Ísraelsmönnum sem bjuggu í borgum Júda.+ 18  Rehabeam konungur sendi nú Hadóram,+ yfirmann þeirra sem unnu kvaðavinnu, til Ísraelsmanna en þeir grýttu hann til bana. Rehabeam konungi tókst að komast upp í vagn sinn og flýja til Jerúsalem.+ 19  Ísraelsmenn hafa staðið gegn ætt Davíðs allt fram á þennan dag.

Neðanmáls

Eða „öldungana“.
Eða „öldunganna“.
Eða „öldunganna“.
Eða „Hvaða hlutdeild eigum við í Davíð?“
Eða „engan erfðahlut í“.
Orðrétt „til tjalda sinna“.