Síðari Kroníkubók 11:1–23

  • Stjórn Rehabeams (1–12)

  • Trúir Levítar flytjast til Júda (13–17)

  • Fjölskylda Rehabeams (18–23)

11  Þegar Rehabeam kom til Jerúsalem kallaði hann strax saman ætt Júda og Benjamíns,+ 180.000 þjálfaða* hermenn. Þeir áttu að berjast við Ísrael og ná konungsríkinu aftur undir Rehabeam.+  Þá kom orð Jehóva til Semaja+ sem var maður hins sanna Guðs:  „Segðu við Rehabeam Salómonsson Júdakonung og alla Ísraelsmenn í Júda og Benjamín:  ‚Jehóva segir: „Farið ekki upp eftir til að berjast við bræður ykkar. Farið allir heim til ykkar því að það er ég sem stend á bak við það sem hefur gerst.“‘“+ Þeir hlýddu Jehóva og fóru heim til sín í stað þess að berjast við Jeróbóam.  Rehabeam bjó í Jerúsalem og víggirti ýmsar borgir í Júda.  Hann víggirti Betlehem,+ Etam, Tekóa,+  Bet Súr, Sókó,+ Adúllam,+  Gat,+ Maresa, Síf,+  Adóraím, Lakís,+ Aseka,+ 10  Sórea, Ajalon+ og Hebron.+ Þessar víggirtu borgir voru í Júda og Benjamín. 11  Hann styrkti víggirtu borgirnar, skipaði foringja í þeim og birgði þær upp af mat, olíu og víni. 12  Hann sá öllum borgunum fyrir stórum skjöldum og spjótum og gerði þær mjög sterkar. Júda og Benjamín voru áfram undir stjórn Rehabeams. 13  Prestarnir og Levítarnir, sem bjuggu um allan Ísrael, komu frá landsvæðum sínum og studdu hann. 14  Levítarnir yfirgáfu beitilönd sín og eignarland+ og komu til Júda og Jerúsalem af því að Jeróbóam og synir hans höfðu rekið þá úr embætti sínu sem prestar Jehóva.+ 15  Jeróbóam skipaði síðan sína eigin presta fyrir fórnarhæðirnar,+ fyrir illu andana í geitarlíki*+ og fyrir kálfana sem hann hafði gert.+ 16  En allir af ættkvíslum Ísraels sem voru staðráðnir í að leita Jehóva Guðs Ísraels fylgdu þeim til Jerúsalem til að færa Jehóva, Guði forfeðra sinna, fórnir.+ 17  Í þrjú ár efldu þeir Júdaríki og studdu Rehabeam Salómonsson. Þeir fetuðu í fótspor Davíðs og Salómons í þrjú ár. 18  Rehabeam giftist Mahalat sem var dóttir Jerímóts Davíðssonar og Abíhaílar, dóttur Elíabs+ Ísaísonar. 19  Hún fæddi honum synina Jeús, Semarja og Saham. 20  Eftir hana giftist hann Maöku dótturdóttur Absalons+ og þau eignuðust Abía,+ Attaí, Sísa og Selómít. 21  Rehabeam elskaði Maöku dótturdóttur Absalons meira en allar hinar konur sínar og hjákonur,+ en hann átti 18 eiginkonur og 60 hjákonur og eignaðist 28 syni og 60 dætur. 22  Rehabeam gerði Abía son Maöku að höfðingja og leiðtoga meðal bræðra sinna því að hann ætlaði að gera hann að konungi. 23  Hann fór þó skynsamlega að ráði sínu og sendi nokkra syni sína til allra héraða Júda og Benjamíns, til allra víggirtu borganna.+ Hann sá þeim fyrir öllu sem þeir þurftu og fékk þeim margar konur.

Neðanmáls

Orðrétt „útvalda“.
Orðrétt „fyrir geiturnar“.