Síðari Kroníkubók 14:1–15

  • Abía deyr (1)

  • Asa Júdakonungur (2–8)

  • Asa vinnur sigur á 1.000.000 Eþíópíumönnum (9–15)

14  Abía var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í Davíðsborg.+ Asa sonur hans varð konungur eftir hann. Á hans dögum var friður í landinu í tíu ár.  Asa gerði það sem var gott og rétt í augum Jehóva Guðs síns.  Hann fjarlægði útlendu ölturun+ og fórnarhæðirnar, mölvaði helgisúlurnar+ og hjó niður helgistólpana.*+  Auk þess skipaði hann Júdamönnum að leita Jehóva, Guðs forfeðra sinna, og fylgja lögunum og boðorðunum.  Hann fjarlægði fórnarhæðirnar og reykelsisstandana+ úr öllum borgum Júda, og friður hélst í ríkinu undir hans stjórn.  Hann reisti víggirtar borgir í Júda+ þar sem friður var í landinu. Enginn háði stríð við hann á þessum árum því að Jehóva veitti honum frið.+  Hann sagði við Júdamenn: „Reisum þessar borgir og víggirðum þær með múrum og turnum,+ hliðum og slagbröndum. Landið er enn á okkar valdi því að við höfum leitað Jehóva Guðs okkar. Við höfum leitað hans og hann hefur veitt okkur frið allt um kring.“ Þeir byggðu og það gekk vel.+  Í her Asa voru 300.000 menn frá Júda vopnaðir stórum skjöldum og spjótum. Og frá Benjamín voru 280.000 stríðskappar sem báru litla skildi* og boga.+  Sera frá Eþíópíu hélt nú á móti þeim með milljón manna herlið og 300 stríðsvagna.+ Þegar hann kom til Maresa+ 10  hélt Asa út á móti honum og þeir fylktu liði sínu í Sefatadal við Maresa. 11  Asa hrópaði til Jehóva Guðs síns:+ „Jehóva, þú getur hjálpað hverjum sem er, hvort sem þeir eru máttugir* eða máttvana.+ Hjálpaðu okkur, Jehóva Guð okkar, því að við treystum á* þig+ og í þínu nafni höfum við farið á móti þessum fjölmenna her.+ Jehóva, þú ert Guð okkar. Láttu ekki dauðlega menn sigra þig.“+ 12  Þá sigraði Jehóva Eþíópíumenn frammi fyrir Asa og frammi fyrir Júda, og Eþíópíumenn lögðu á flótta.+ 13  Asa og menn hans eltu þá alla leið til Gerar+ og Eþíópíumenn féllu þar til enginn þeirra var eftir á lífi. Jehóva og her hans gersigruðu þá. Júdamenn tóku síðan gríðarmikið herfang. 14  Auk þess unnu þeir allar borgirnar í nágrenni Gerar því að þær voru gripnar hræðslu við Jehóva. Þeir rændu allar borgirnar því að þar var mikinn ránsfeng að fá. 15  Þeir réðust einnig á tjöld hjarðmanna og tóku mikinn fjölda sauðfjár og úlfalda. Síðan sneru þeir aftur heim til Jerúsalem.

Neðanmáls

Eða „buklara“. Buklari var lítill skjöldur, gjarnan borinn af bogaskyttum.
Orðrétt „margir“.
Orðrétt „styðjumst við“.