Síðari Kroníkubók 19:1–11

  • Jehú ávítar Jósafat (1–3)

  • Umbætur Jósafats (4–11)

19  Jósafat Júdakonungur sneri aftur heill á húfi+ til hallar sinnar í Jerúsalem.  Jehú,+ sonur Hananí+ sjáanda, fór þá til að hitta Jósafat konung og sagði við hann: „Finnst þér rétt að hjálpa hinum illu+ og elska þá sem hata Jehóva?+ Þess vegna er Jehóva reiður út í þig.  Samt hefur ýmislegt gott fundist í fari þínu.+ Þú hefur fjarlægt helgistólpana* úr landinu og búið hjarta þitt undir* að leita hins sanna Guðs.“+  Jósafat bjó áfram í Jerúsalem. Hann ferðaðist aftur um meðal þjóðarinnar, frá Beerseba til Efraímsfjalla,+ til að hvetja fólk til að snúa aftur til Jehóva, Guðs forfeðra sinna.+  Hann skipaði einnig dómara um allt landið, í öllum víggirtum borgum Júda.+  Hann sagði við dómarana: „Takið verkefni ykkar alvarlega því að þið dæmið ekki fyrir hönd manna heldur Jehóva og hann er með ykkur þegar þið fellið dóma.+  Látið ótta Jehóva leiða ykkur+ og vandið ykkur því að hjá Jehóva Guði okkar er ekki til óréttlæti,+ manngreinarálit+ eða mútuþægni.“+  Í Jerúsalem skipaði Jósafat einnig nokkra af Levítunum, prestunum og ættarhöfðingjum Ísraels til að gegna dómarastörfum fyrir Jehóva og útkljá deilumál meðal íbúa Jerúsalem.+  Hann gaf þeim þessi fyrirmæli: „Þetta skuluð þið gera í ótta Jehóva, af trúfesti og heilu hjarta: 10  Hvenær sem bræður ykkar frá öðrum borgum leggja fyrir ykkur mál sem varðar manndráp*+ eða leggja fram spurningu um lagaákvæði, boðorð, fyrirmæli eða dómsúrskurði skuluð þið vara þá við svo að þeir verði ekki sekir frammi fyrir Jehóva og reiði hans komi yfir ykkur og bræður ykkar. Gerið þetta svo að þið bakið ykkur ekki sekt. 11  Amarja yfirprestur er yfir ykkur í öllum málum sem snerta Jehóva+ og Sebadja Ísmaelsson leiðtogi Júdaættar hefur umsjón með öllum málum sem varða konunginn. Levítarnir verða embættismenn í þjónustu ykkar. Verið hugrakkir og hefjist handa. Jehóva sé með þeim sem gera það sem er gott.“*+

Neðanmáls

Eða „ert ákveðinn í hjarta þínu“.
Eða „blóðsúthellingu“.
Eða „Jehóva blessi hið góða“.