Síðari Kroníkubók 2:1–18

  • Bygging musterisins undirbúin (1–18)

2  Salómon gaf nú skipun um að reisa hús nafni Jehóva til heiðurs+ og konungshöll handa sér.+  Hann valdi 70.000 óbreytta verkamenn* og 80.000 steinhöggvara til að vinna í fjöllunum+ og setti 3.600 umsjónarmenn yfir þá.+  Salómon sendi líka þessi boð til Hírams,+ konungs í Týrus: „Þú sendir Davíð föður mínum sedrusvið svo að hann gæti byggt sér höll til að búa í.+ Gerðu nú það sama fyrir mig.  Ég ætla að reisa hús til heiðurs nafni Jehóva Guðs míns og helga það honum. Þar ætla ég að brenna ilmreykelsi+ frammi fyrir honum, sjá til þess að þar séu alltaf brauðstaflar*+ og færa brennifórnir kvölds og morgna+ á hvíldardögum,+ tunglkomudögum+ og hátíðum+ Jehóva Guðs okkar. Þetta er skylda Ísraels um alla framtíð.  Húsið sem ég reisi verður glæsilegt því að Guð okkar er meiri en allir aðrir guðir.  En hver er fær um að reisa honum hús? Himinninn og himnanna himnar rúma hann ekki.+ Hvernig á þá maður eins og ég að reisa honum hús nema til þess eins að láta fórnarreyk stíga upp frammi fyrir honum?  Sendu mér nú færan handverksmann sem getur unnið með gull, silfur, kopar,+ járn, purpuralita ull, djúprautt og blátt garn og kann útskurð. Hann á að vinna í Júda og Jerúsalem með handverksmönnum mínum sem Davíð faðir minn útvegaði.+  Sendu mér líka sedrusvið, einivið+ og algúmmímvið+ frá Líbanon því að ég veit að þjónar þínir hafa mikla reynslu í að fella tré þar.+ Þjónar mínir munu vinna með þjónum þínum.+  Þeir eiga að útvega mér mikið magn af timbri því að húsið sem ég ætla að reisa verður stórt og einstaklega fallegt. 10  Ég mun útvega þjónum þínum mat,+ skógarhöggsmönnunum sem fella trén: 20.000 kór* af hveiti, 20.000 kór af byggi, 20.000 böt* af víni og 20.000 böt af olíu.“ 11  Híram, konungur í Týrus, svaraði Salómon með bréfi: „Jehóva hefur gert þig að konungi yfir þjóð sinni af því að hann elskar hana.“ 12  Híram sagði líka: „Lofaður sé Jehóva Guð Ísraels sem skapaði himin og jörð því að hann hefur gefið Davíð konungi vitran son+ sem býr yfir dómgreind og skilningi.+ Hann mun reisa hús handa Jehóva og konungshöll handa sjálfum sér. 13  Ég sendi færan handverksmann sem kann vel til verka, Híram Abí.+ 14  Hann er sonur konu af ættkvísl Dans en faðir hans var frá Týrus. Hann hefur reynslu í að vinna með gull, silfur, kopar, járn, steina, timbur, purpuralita ull, blátt og djúprautt garn og gæðaefni.+ Hann kann alls konar útskurð og getur hannað hvað sem hann er beðinn um.+ Hann á að vinna með handverksmönnum þínum og handverksmönnum herra míns, Davíðs föður þíns. 15  Herra minn, sendu nú hveitið, byggið, olíuna og vínið sem þú hefur lofað þjónum þínum.+ 16  Við munum fella tré í Líbanon,+ eins mörg og þú þarft, gera úr þeim fleka og flytja þau sjóleiðina til Joppe.+ Þú tekur síðan við þeim og flytur þau upp til Jerúsalem.“+ 17  Salómon taldi nú alla útlenda menn sem voru í Ísrael+ eins og Davíð faðir hans hafði gert,+ og þeir voru 153.600. 18  Hann gerði 70.000 þeirra að óbreyttum verkamönnum,* 80.000 að steinhöggvurum+ í fjöllunum og 3.600 að umsjónarmönnum sem áttu að sjá til þess að mennirnir ynnu verkið.+

Neðanmáls

Eða „burðarmenn“.
Það er, skoðunarbrauð.
Kór jafngilti 220 l. Sjá viðauka B14.
Bat jafngilti 22 l. Sjá viðauka B14.
Eða „burðarmönnum“.