Síðari Kroníkubók 28:1–27

  • Akas Júdakonungur (1–4)

  • Ósigur gegn Sýrlandi og Ísrael (5–8)

  • Ódeð varar Ísrael við (9–15)

  • Júdamenn auðmýktir (16–19)

  • Falsguðadýrkun Akasar; Akas deyr (20–27)

28  Akas+ var tvítugur þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Hann gerði ekki það sem var rétt í augum Jehóva eins og Davíð forfaðir hans hafði gert+  heldur fetaði hann í fótspor Ísraelskonunga+ og gerði jafnvel málmlíkneski*+ af Baölunum.  Hann lét fórnarreyk stíga upp í Hinnomssonardal* og brenndi syni sína í eldi.+ Þannig fylgdi hann viðbjóðslegum siðum þjóðanna+ sem Jehóva hafði hrakið burt undan Ísraelsmönnum.  Hann færði einnig sláturfórnir og lét fórnarreykinn stíga upp á fórnarhæðum+ og hólum og undir hverju laufmiklu tré.+  Jehóva Guð hans gaf hann þess vegna Sýrlandskonungi á vald.+ Sýrlendingar sigruðu hann og tóku fjölmarga til fanga og fluttu þá til Damaskus.+ Guð gaf hann auk þess í hendur Ísraelskonungs sem gersigraði hann.  Peka+ Remaljason drap 120.000 menn í Júda á einum degi, allt hugrakka menn. Þetta gerðist af því að Júdamenn höfðu yfirgefið Jehóva, Guð forfeðra sinna.+  Síkrí, stríðskappi frá Efraím, drap Maaseja son konungs, Asríkam hallarstjóra og Elkana sem var næstur konungi að tign.  Ísraelsmenn tóku 200.000 af ættfólki sínu til fanga – konur, syni og dætur. Þeir tóku einnig mjög mikið herfang og fluttu það með sér til Samaríu.+  Þar var spámaður Jehóva sem hét Ódeð. Hann gekk á móti hernum sem var að koma til Samaríu og sagði: „Jehóva, Guð forfeðra ykkar, gaf Júdamenn í hendur ykkar af því að hann var reiður við þá.+ En þið stráfellduð þá af slíkri ofsareiði að hún hefur náð allt til himins. 10  Og nú ætlið þið að gera íbúa Júda og Jerúsalem að þrælum ykkar og ambáttum.+ En eruð þið ekki sjálfir sekir frammi fyrir Jehóva Guði ykkar? 11  Hlustið nú á mig og sendið aftur fangana sem þið tókuð af bræðrum ykkar því að þið hafið kallað yfir ykkur brennandi reiði Jehóva.“ 12  Þá gengu nokkrir af höfðingjum Efraímíta út á móti þeim sem voru að koma úr herferðinni. Það voru Asarja Jóhanansson, Berekía Mesillemótsson, Jehiskía Sallúmsson og Amasa Hadlaíson. 13  Þeir sögðu við þá: „Komið ekki með fangana hingað svo að við bökum okkur ekki sekt frammi fyrir Jehóva. Það sem þið ætlið að gera eykur við syndir okkar og sekt, en sekt okkar er nú þegar mikil og Ísrael hefur kallað yfir sig brennandi reiði Guðs.“ 14  Hermennirnir létu þá fangana og herfangið+ í hendur höfðingjanna og allra viðstaddra. 15  Síðan gengu þeir menn fram sem höfðu verið valdir og önnuðust fangana. Þeir létu þá sem voru naktir hafa föt af herfanginu. Þeir klæddu þá og sáu þeim fyrir sandölum, mat og drykk og olíu fyrir húðina. Þeir fluttu hina veikburða á ösnum og fóru með þá til bræðra sinna í Jeríkó, til pálmaborgarinnar. Síðan sneru þeir aftur heim til Samaríu. 16  Um þetta leyti sendi Akas konungur boð til Assýríukonunga og bað um hjálp.+ 17  Edómítar réðust enn og aftur á Júda og tóku fanga. 18  Filistear+ herjuðu á borgirnar í Sefela+ og Negeb í Júda. Þeir unnu Bet Semes,+ Ajalon,+ Gederót, Sókó og tilheyrandi þorp,* Timna+ og tilheyrandi þorp og Gimsó og tilheyrandi þorp og settust þar að. 19  Jehóva auðmýkti Júda vegna Akasar Ísraelskonungs því að hann hafði leitt Júda út í taumlaust líferni sem olli mikilli ótrúmennsku gagnvart Jehóva. 20  Seinna hélt Tílgat Pilneser+ Assýríukonungur á móti honum og olli honum miklum erfiðleikum+ í stað þess að rétta honum hjálparhönd. 21  Akas hafði rænt hús Jehóva, konungshöllina+ og hús höfðingjanna og gefið Assýríukonungi það sem hann tók, en það kom honum að engu gagni. 22  Akas konungur sýndi Jehóva jafnvel enn meiri ótrúmennsku á þessum erfiða tíma. 23  Hann færði guðum Damaskus fórnir,+ þeim sem höfðu sigrað hann.+ Hann sagði: „Guðir Sýrlandskonunga hjálpa þeim. Þess vegna ætla ég að færa þeim fórnir svo að þeir hjálpi mér líka.“+ En þeir urðu honum og öllum Ísrael að falli. 24  Akas safnaði saman áhöldunum í húsi hins sanna Guðs og braut þau.+ Hann lokaði einnig dyrunum á húsi Jehóva+ og gerði ölturu handa sér á hverju götuhorni í Jerúsalem. 25  Hann reisti fórnarhæðir í öllum borgum Júda til að færa öðrum guðum fórnir.*+ Þannig misbauð hann Jehóva, Guði forfeðra sinna. 26  Það sem er ósagt af sögu hans og öllum verkum hans frá upphafi til enda er skráð í Bók Júda- og Ísraelskonunga.+ 27  Akas var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður í borginni, í Jerúsalem, en þó ekki í gröfum Ísraelskonunga.+ Hiskía sonur hans varð konungur eftir hann.

Neðanmáls

Eða „steypt líkneski“.
Sjá orðaskýringar, „Gehenna“.
Eða „þorpin í kring“.
Eða „fórnarreyk“.