Síðari Kroníkubók 34:1–33

  • Jósía Júdakonungur (1, 2)

  • Umbætur Jósía (3–13)

  • Lögbókin finnst (14–21)

  • Hulda spáir ógæfu (22–28)

  • Jósía les bókina fyrir fólkið (29–33)

34  Jósía+ var átta ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 31 ár í Jerúsalem.+  Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva. Hann fetaði í fótspor Davíðs forföður síns og vék hvorki til hægri né vinstri.  Á áttunda stjórnarári sínu, þegar hann var enn ungur, fór hann að leita Guðs Davíðs forföður síns+ og á því tólfta hófst hann handa við að fjarlægja fórnarhæðirnar,+ helgistólpana,* skurðgoðin+ og málmlíkneskin* úr Júda og Jerúsalem.+  Ölturu Baalanna voru rifin niður að honum viðstöddum og hann hjó niður reykelsisstandana sem stóðu á þeim. Hann mölbraut einnig helgistólpana,* skurðgoðin og málmlíkneskin,* muldi þau mélinu smærra og stráði duftinu yfir grafir þeirra sem höfðu fært þeim fórnir.+  Og bein prestanna brenndi hann á ölturum þeirra.+ Þannig hreinsaði hann Júda og Jerúsalem.  Í borgunum í Manasse, Efraím,+ Símeon og allt til Naftalí, í rústunum allt í kringum þær,  reif hann niður ölturun og mölvaði helgistólpana* og skurðgoðin+ og muldi þau mélinu smærra. Hann hjó niður alla reykelsisstanda alls staðar í landi Ísraels+ og sneri síðan aftur til Jerúsalem.  Á 18. stjórnarári sínu, þegar hann hafði hreinsað landið og musterið, sendi hann Safan+ Asaljason, Maaseja borgarstjóra og Jóak Jóahasson ríkisritara* til að gera við hús Jehóva Guðs síns.+  Þeir komu til Hilkía æðstaprests og afhentu honum peningana sem fólk hafði komið með í hús Guðs, en Levítarnir sem voru dyraverðir höfðu safnað peningunum saman frá Manasse, Efraím og öllum öðrum Ísraelsmönnum+ og einnig Júda, Benjamín og íbúum Jerúsalem. 10  Síðan afhentu þeir féð þeim sem höfðu umsjón með vinnunni í húsi Jehóva og verkamennirnir notuðu það til að lagfæra og gera við hús Jehóva. 11  Þeir fengu handverksmönnunum og byggingarverkamönnunum féð til að kaupa tilhöggna steina og timbur í stoðirnar og bjálka til að endurreisa byggingarnar sem Júdakonungar höfðu látið grotna niður.+ 12  Mennirnir unnu verkið samviskusamlega.+ Yfir þá voru skipaðir umsjónarmenn. Það voru Levítarnir Jahat og Óbadía, sem voru Merarítar,+ og Sakaría og Mesúllam sem voru Kahatítar.+ Aðrir Levítar, sem allir voru færir tónlistarmenn,+ 13  voru yfir óbreyttu verkamönnunum* og höfðu umsjón með öllum þeim sem unnu hin margvíslegu verk. Sumir af Levítunum voru ritarar, umsjónarmenn og hliðverðir.+ 14  Þegar peningarnir sem komið hafði verið með í hús Jehóva+ voru sóttir fann Hilkía prestur lögbók Jehóva+ sem hafði verið gefin fyrir milligöngu Móse.+ 15  Hilkía sagði við Safan ritara: „Ég fann lögbókina í húsi Jehóva!“ Hann rétti Safan bókina 16  og Safan fór með hana til konungs og sagði: „Þjónar þínir gera allt sem þeim hefur verið falið. 17  Þeir hafa safnað saman peningunum sem voru í húsi Jehóva og afhent þá umsjónarmönnunum og verkamönnunum.“ 18  Safan ritari sagði síðan við konung: „Hilkía prestur lét mig fá bók.“+ Og Safan las úr henni fyrir konunginn.+ 19  Þegar konungur heyrði það sem stóð í lögunum reif hann föt sín.+ 20  Síðan gaf hann Hilkía, Ahíkam+ Safanssyni, Abdón Míkasyni, Safan ritara og Asaja þjóni konungs þessi fyrirmæli: 21  „Farið og spyrjið Jehóva fyrir mig og fyrir þá sem eru eftir í Ísrael og Júda um það sem stendur í bókinni sem hefur fundist. Reiði Jehóva, sem verður úthellt yfir okkur, er mikil því að forfeður okkar gerðu ekki eins og Jehóva sagði og fylgdu ekki þeim fyrirmælum sem eru skráð í þessari bók.“+ 22  Hilkía fór þá ásamt hinum sendimönnum konungs til Huldu spákonu.+ Hún var eiginkona Sallúms klæðavarðar, sonar Tíkva Harhassonar, og bjó í Nýja hverfinu* í Jerúsalem. Þar töluðu þeir við hana.+ 23  Hún sagði við þá: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Segið manninum sem sendi ykkur til mín: 24  „Jehóva segir: ‚Ég leiði ógæfu yfir þennan stað og íbúa hans,+ allar þær bölvanir sem standa í bókinni+ sem var lesin fyrir Júdakonung. 25  Ég mun úthella reiði minni yfir þennan stað og ekkert getur slökkt hana+ af því að þeir hafa yfirgefið mig,+ látið fórnarreyk stíga upp til annarra guða og misboðið mér+ með öllu sem þeir gera.‘“ 26  En segið við Júdakonung sem sendi ykkur til að leita ráða hjá Jehóva: „Jehóva Guð Ísraels segir varðandi orðin sem þú heyrðir:+ 27  ‚Hjarta þitt var móttækilegt* og þú auðmýktir þig frammi fyrir Guði þegar þú heyrðir dóm hans yfir þessum stað og íbúum hans. Þú auðmýktir þig frammi fyrir mér og reifst föt þín og grést frammi fyrir mér. Þess vegna hef ég heyrt bæn þína,+ segir Jehóva. 28  Og þess vegna læt ég þig safnast til forfeðra þinna* og þú verður lagður í gröf þína í friði. Þú þarft ekki að horfa upp á alla þá ógæfu sem ég leiði yfir þennan stað og íbúa hans.‘“‘“+ Þeir fluttu konungi svarið. 29  Konungur sendi nú boð og kallaði saman alla öldungana í Júda og Jerúsalem.+ 30  Síðan gekk konungur upp til húss Jehóva ásamt öllum Júdamönnum, íbúum Jerúsalem, prestunum og Levítunum – öllu fólkinu, ungum sem gömlum. Hann las upp fyrir fólkið allt sem stóð í sáttmálsbókinni sem hafði fundist í húsi Jehóva.+ 31  Konungurinn stóð á sínum stað og gerði sáttmála*+ frammi fyrir Jehóva um að fylgja Jehóva og halda boðorð hans, fyrirmæli og lög af öllu hjarta og allri sál.*+ Hann lofaði að framfylgja því sem kveðið var á um í sáttmálanum sem var skráður í þessari bók.+ 32  Auk þess lét hann alla sem voru í Jerúsalem og Benjamín gangast undir sáttmálann. Og íbúar Jerúsalem lifðu í samræmi við sáttmála Guðs, Guðs forfeðra sinna.+ 33  Jósía fjarlægði allt hið viðurstyggilega* úr öllum löndum Ísraelsmanna+ og sá til þess að allir í Ísrael þjónuðu Jehóva Guði sínum. Á meðan hann lifði héldu þeir áfram að fylgja Jehóva, Guði forfeðra sinna.

Neðanmáls

Eða „steyptu líkneskin“.
Eða „steyptu líkneskin“.
Eða „sagnaritara“.
Eða „burðarmönnunum“.
Eða „Öðru hverfinu“.
Orðrétt „mjúkt“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „endurnýjaði sáttmálann“.
Eða „öll viðurstyggilegu skurðgoðin“.