Síðari Kroníkubók 35:1–27

  • Jósía heldur mikla páskahátíð (1–19)

  • Nekó faraó drepur Jósía (20–27)

35  Jósía hélt páska+ í Jerúsalem til heiðurs Jehóva og páskalambinu var slátrað+ á 14. degi fyrsta mánaðarins.+  Hann skipaði prestana til starfa sinna og hvatti þá til að sinna þjónustunni í húsi Jehóva.+  Síðan sagði hann við Levítana sem kenndu öllum Ísrael+ og voru helgaðir Jehóva: „Farið með hina heilögu örk inn í húsið sem Salómon Davíðsson konungur Ísraels reisti.+ Þið þurfið ekki lengur að bera hana á öxlunum.+ Þjónið nú Jehóva Guði ykkar og þjóð hans, Ísrael.  Gerið ykkur reiðubúna eftir ættum ykkar og flokkum og fylgið því sem Davíð+ Ísraelskonungur og Salómon+ sonur hans hafa skrifað.  Takið ykkur stöðu í helgidóminum eftir ættum bræðra ykkar, allra hinna af þjóðinni. Fyrir hverja þeirra skal vera einn hópur af ætt Levíta.  Slátrið páskalambinu,+ helgið ykkur og undirbúið allt fyrir bræður ykkar svo að þið fylgið fyrirmælum Jehóva sem hann gaf fyrir milligöngu Móse.“  Jósía gaf fólkinu, öllum viðstöddum, fénað til páskafórna. Alls voru það 30.000 hrútlömb og ungir geithafrar auk 3.000 nauta. Allt var þetta úr einkaeigu konungs.+  Höfðingjar hans lögðu einnig fram sjálfviljagjafir handa fólkinu, prestunum og Levítunum. Hilkía,+ Sakaría og Jehíel, sem fóru með forystuna í húsi hins sanna Guðs, gáfu prestunum 2.600 lömb og kiðlinga til páskafórna og 300 naut.  Kananja og bræður hans, þeir Semaja og Netanel, ásamt Hasabja, Jeíel og Jósabad höfðingjum Levítanna gáfu Levítunum 5.000 lömb og kiðlinga til páskafórna og 500 naut. 10  Þegar undirbúningnum var lokið tóku prestarnir sér stöðu á sínum stað og Levítarnir eftir flokkum sínum+ eins og konungur hafði skipað fyrir. 11  Páskalömbunum+ var slátrað og prestarnir slettu blóðinu sem Levítarnir réttu þeim+ en Levítarnir fláðu dýrin.+ 12  Síðan undirbjuggu þeir brennifórnirnar og dreifðu þeim til fólksins, sem hafði hópast saman eftir ættum sínum, svo að hægt væri að bera þær fram fyrir Jehóva í samræmi við það sem stendur í bók Móse. Eins var farið að með nautin. 13  Þeir elduðu* páskalambið yfir eldi eins og venja var+ og suðu heilögu fórnirnar í pottum, kötlum og pönnum. Síðan flýttu þeir sér með þær til fólksins. 14  Eftir það matbjuggu þeir handa sjálfum sér og prestunum. Þar sem prestarnir, afkomendur Arons, voru að færa brennifórnir og fitustykki fram á nótt matbjuggu Levítarnir handa sjálfum sér og prestunum, afkomendum Arons. 15  Söngvararnir, synir Asafs,+ voru á sínum stað samkvæmt fyrirmælum Davíðs,+ Asafs,+ Hemans og Jedútúns+ sjáanda konungs, og hliðverðirnir stóðu við hvert hlið.+ Þeir þurftu ekki að yfirgefa stöður sínar því að bræður þeirra, Levítarnir, matbjuggu handa þeim. 16  Þannig var öll þjónustan við Jehóva skipulögð þennan dag til að hægt væri að halda páska+ og færa brennifórnir á altari Jehóva eins og Jósía konungur hafði fyrirskipað.+ 17  Þeir Ísraelsmenn sem voru viðstaddir héldu nú páska og síðan hátíð ósýrðu brauðanna sem stóð í sjö daga.+ 18  Slíkir páskar höfðu ekki verið haldnir í Ísrael síðan á dögum Samúels spámanns. Enginn annar Ísraelskonungur hafði haldið páska eins og þá sem Jósía hélt+ ásamt prestunum, Levítunum, öllum Júda- og Ísraelsmönnum sem voru viðstaddir og íbúum Jerúsalem. 19  Þessir páskar voru haldnir á 18. stjórnarári Jósía. 20  Eftir allt þetta, þegar Jósía hafði komið musterinu í samt lag, hélt Nekó+ Egyptalandskonungur í herferð til að berjast hjá Karkemis við Efrat. Jósía fór út á móti honum.+ 21  Þá sendi Nekó menn til hans með þessi skilaboð: „Hvað varðar þig um þetta, Júdakonungur? Ég er ekki kominn til að berjast við þig í dag heldur við aðra þjóð og Guð hefur sagt mér að flýta mér. Guð er með mér. Gerðu það sem er þér fyrir bestu og stattu ekki gegn honum svo að hann tortími þér ekki.“ 22  En Jósía vildi ekki snúa við. Hann dulbjó sig+ til að berjast gegn Nekó og hlustaði ekki á viðvörun hans sem var frá Guði. Hann fór því til að berjast við hann á Megiddósléttu.+ 23  Bogaskytturnar hæfðu Jósía konung. Þá sagði konungur við þjóna sína: „Komið mér burt héðan því að ég er illa særður.“ 24  Þjónar hans tóku hann úr vagninum, lögðu hann í næsta vagn hans og fóru með hann til Jerúsalem. Hann dó og var jarðaður í gröf forfeðra sinna.+ Allir íbúar Júda og Jerúsalem syrgðu Jósía. 25  Jeremía+ söng sorgarljóð um Jósía og allir söngvarar og söngkonur+ syngja um Jósía í sorgarkvæðum sínum enn þann dag í dag. Ákveðið var að þau skyldu sungin í Ísrael og þau eru skráð meðal sorgarljóðanna. 26  Það sem er ósagt af sögu Jósía og verkum hans sem vitnuðu um tryggan kærleika og voru í samræmi við það sem stendur í lögum Jehóva, 27  öllum verkum hans frá upphafi til enda, er skráð í Bók Ísraels- og Júdakonunga.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „steiktu“.