Síðari Kroníkubók 7:1–22

  • Musterið fyllist dýrð Jehóva (1–3)

  • Vígsluathöfnin (4–10)

  • Jehóva birtist Salómon (11–22)

7  Um leið og Salómon hafði lokið bæn sinni+ kom eldur niður af himni+ og gleypti brennifórnina og sláturfórnirnar, og dýrð Jehóva fyllti húsið.+  Prestarnir gátu ekki farið inn í hús Jehóva því að dýrð Jehóva fyllti hús Jehóva.+  Allir Ísraelsmenn sáu eldinn koma niður og dýrð Jehóva færast yfir húsið. Þeir vörpuðu sér til jarðar, féllu á grúfu á steinstéttinni og þökkuðu Jehóva „því að hann er góður, tryggur kærleikur hans varir að eilífu“.  Síðan færði konungur ásamt öllu fólkinu sláturfórnir frammi fyrir Jehóva.+  Salómon konungur fórnaði 22.000 nautum og 120.000 sauðum. Þannig vígði konungur og allt fólkið hús hins sanna Guðs.+  Prestarnir stóðu á sínum stað og sömuleiðis Levítarnir með hljóðfæri sín til að leika undir lofsöng Jehóva.+ (Davíð konungur hafði gert þessi hljóðfæri til að þakka Jehóva og lofa hann með þeim* „því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu“.) Prestarnir blésu hátt í lúðrana+ á móti þeim og allir Ísraelsmenn stóðu.  Því næst helgaði Salómon miðhluta forgarðsins sem var fyrir framan hús Jehóva því að þar átti hann að færa brennifórnirnar+ og fitustykki samneytisfórnanna, en koparaltarið+ sem hann hafði gert rúmaði ekki brennifórnirnar, kornfórnirnar+ og fitustykkin.+  Síðan hélt Salómon hátíðina í sjö daga+ ásamt öllum Ísrael. Mjög mikill söfnuður var samankominn frá svæði sem náði frá Lebó Hamat* til Egyptalandsár.*+  En áttunda daginn* héldu þeir hátíðarsamkomu+ því að þeir höfðu haldið vígsluhátíð altarisins í sjö daga og hátíðina í sjö daga. 10  Á 23. degi sjöunda mánaðarins sendi hann fólkið heim til sín. Það var í góðu skapi og glatt+ yfir því góða sem Jehóva hafði gert fyrir Davíð og Salómon og þjóð sína, Ísrael.+ 11  Salómon hafði nú lagt lokahönd á hús Jehóva og konungshöllina.+ Honum tókst að hrinda í framkvæmd öllum áætlunum sínum um hús Jehóva og sitt eigið hús.+ 12  Um nóttina birtist Jehóva Salómon+ og sagði við hann: „Ég hef heyrt bæn þína og valið þetta hús sem fórnarstað minn.+ 13  Þegar ég loka himninum svo að ekki rignir, skipa engisprettum að éta gróður landsins og sendi drepsótt yfir fólk mitt 14  og ef fólk mitt, sem ber nafn mitt,+ auðmýkir sig+ og biður til mín, ef það leitar mín* og snýr af sínum vonda vegi+ þá legg ég við hlustir á himni, fyrirgef syndir þess og lækna landið.+ 15  Nú verða augu mín opin og ég hlusta með athygli á bænir sem bornar eru fram á þessum stað.+ 16  Ég hef valið þetta hús og helgað það svo að nafn mitt búi þar að eilífu.+ Augu mín og hjarta munu alltaf vera þar.+ 17  Ef þú gengur frammi fyrir mér eins og Davíð faðir þinn gerði, gerir allt sem ég hef falið þér og heldur lög mín og ákvæði+ 18  mun ég staðfesta hásæti konungdóms þíns+ eins og ég hét Davíð föður þínum með sáttmála:+ ‚Einn af afkomendum þínum mun alltaf ríkja yfir Ísrael.‘+ 19  En ef þið snúið baki við mér og hunsið lagaákvæði mín og þau boðorð sem ég hef sett ykkur og farið að þjóna öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim+ 20  þá mun ég uppræta Ísraelsmenn úr landi mínu sem ég gaf þeim.+ Ég mun hafna þessu húsi sem ég hef helgað nafni mínu og ekki líta við því. Ég mun sjá til þess að allar þjóðir fyrirlíti það* og geri gys að því.+ 21  Þetta hús verður rústir einar. Allir sem fara þar hjá horfa undrunaraugum á það+ og segja: ‚Hvers vegna fór Jehóva svona illa með þetta land og þetta hús?‘+ 22  Þá segja menn: ‚Vegna þess að þeir yfirgáfu Jehóva,+ Guð forfeðra sinna, sem leiddi þá út úr Egyptalandi.+ Þeir tóku sér aðra guði, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim.+ Þess vegna hefur hann leitt alla þessa ógæfu yfir þá.‘“+

Neðanmáls

Hugsanlega er átt við Levítana.
Eða „Egyptalandsflóðdals“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.
Eða „staðnum þar sem farið er inn í Hamat“.
Það er, daginn eftir hátíðina, 15. daginn.
Orðrétt „auglits míns“.
Orðrétt „hafi það að máltæki“.