Önnur Mósebók 11:1–10

  • Tíunda plágan boðuð (1–10)

    • Ísraelsmenn eiga að biðja um gjafir (2)

11  Jehóva sagði við Móse: „Ég læt enn eina plágu ganga yfir faraó og Egyptaland. Eftir það leyfir hann ykkur að fara héðan.+ Þegar hann leyfir ykkur að fara mun hann bókstaflega reka ykkur út héðan.+  Segðu nú fólkinu að karlar jafnt sem konur skuli biðja nágranna sína um gripi úr silfri og gulli.“+  Jehóva lét Ísraelsmenn njóta velvildar Egypta. Móse naut líka mikillar virðingar í Egyptalandi, bæði meðal þjóna faraós og meðal fólksins.  Móse sagði síðan við faraó: „Þetta segir Jehóva: ‚Um miðnætti fer ég um Egyptaland.+  Allir frumburðir í Egyptalandi munu þá deyja,+ frá frumburði faraós sem situr í hásæti sínu til frumburðar ambáttarinnar sem vinnur við kvörnina, og eins allir frumburðir búfénaðarins.+  Um allt Egyptaland verður svo mikið harmakvein að annað eins hefur aldrei heyrst og mun aldrei heyrast aftur.+  En ekki svo mikið sem hundur mun gelta* að Ísraelsmönnum, hvorki að mönnum né skepnum þeirra, til að þið vitið að Jehóva getur gert greinarmun á Egyptum og Ísraelsmönnum.‘+  Allir þjónar þínir munu koma til mín, falla fram fyrir mér og segja: ‚Farið, þú og allir sem fylgja þér.‘+ Eftir það fer ég burt.“ Síðan gekk hann bálreiður út frá faraó.  Jehóva sagði nú við Móse: „Faraó mun ekki hlusta á þig+ en það verður til þess að enn fleiri kraftaverk mín sjást í Egyptalandi.“+ 10  Móse og Aron unnu öll þessi kraftaverk frammi fyrir faraó+ en Jehóva leyfði honum að vera þrjóskur í hjarta þannig að hann lét Ísraelsmenn ekki fara burt úr landinu.+

Neðanmáls

Orðrétt „brýna tunguna“.