Síðara bréf Péturs 2:1–22

  • Falskennarar koma fram (1–3)

  • Falskennarar dæmdir fyrir víst (4–10a)

    • Englum kastað í Tartaros (4)

    • Flóðið; Sódóma og Gómorra (5–7)

  • Einkenni falskennara (10b–22)

2  En það komu líka fram falsspámenn meðal fólksins og eins verða falskennarar á meðal ykkar.+ Þeir munu lauma inn sundrandi kenningum sem brjóta niður trú ykkar. Þeir afneita jafnvel eiganda sínum sem keypti þá+ og kalla yfir sig bráða tortímingu.  Margir munu auk þess líkja eftir blygðunarlausri hegðun* þeirra,+ og vegna þeirra verður talað illa um veg sannleikans.+  Þeir eru líka ágjarnir og beita blekkingum til að hagnast á ykkur. En dómi þeirra, sem er löngu ákveðinn,+ seinkar ekki og tortíming þeirra blundar ekki.+  Ekki þyrmdi Guð englunum sem syndguðu+ heldur kastaði þeim í Tartaros*+ og batt þá í fjötra* niðamyrkurs þar sem þeir bíða dóms.+  Hann þyrmdi ekki heldur hinum forna heimi+ en verndaði Nóa, boðbera réttlætisins,+ ásamt sjö öðrum+ þegar hann lét flóð koma yfir heim óguðlegra manna.+  Hann dæmdi borgirnar Sódómu og Gómorru með því að brenna þær til ösku+ og setti þær óguðlegu fólki til viðvörunar* um það sem koma skal.+  En hann bjargaði Lot+ hinum réttláta sem var miður sín yfir blygðunarlausri hegðun* illra manna.  Dag eftir dag kvaldist þessi réttláti maður í réttlátri sál* sinni vegna þeirra illu verka sem hann sá og heyrði meðan hann bjó á meðal þeirra.  Við sjáum að Jehóva* veit hvernig hann á að bjarga hinum guðræknu úr prófraunum+ en geyma hina ranglátu til að tortíma þeim á dómsdegi,+ 10  sérstaklega þá sem fyrirlíta yfirvald*+ og sækjast eftir að spilla öðrum með því að eiga kynmök við þá.+ Þeir eru djarfir og þrjóskir og ófeimnir að tala illa um hina dýrlegu. 11  En englar, sem eru þó sterkari og voldugri en þeir, ákæra þá ekki með svívirðingum vegna þess að þeir bera virðingu fyrir* Jehóva.*+ 12  Þessir menn eru eins og skynlausar skepnur sem fylgja eðlishvöt sinni og eru fæddar* til að veiðast og tortímast. Þeir tala illa um það sem þeir vita ekkert um.+ Þeir kalla yfir sig tortímingu með illsku sinni 13  og hljóta skaða að launum fyrir skaðlega hegðun sína. Þeir hafa ánægju af óhófi,+ jafnvel að degi til. Þeir eru smánarblettir og skömm sem hafa nautn* af villukenningum sínum þegar þeir sitja veislur með ykkur.+ 14  Augu þeirra eru full framhjáhalds+ og geta ekki haldið sig frá syndinni, og þeir tæla hina óstyrku. Hjörtu þeirra hafa tamið sér ágirnd. Þeir eru bölvaðir. 15  Þeir hafa yfirgefið beinu brautina og leiðst afvega. Þeir hafa fylgt vegi Bíleams+ Beórssonar sem elskaði launin fyrir að gera illt+ 16  en var ávítaður fyrir að brjóta gegn því sem var rétt.+ Mállaust burðardýr talaði mannamál og stöðvaði spámanninn í vitfirringu hans.+ 17  Þessir menn eru vatnslausir brunnar og skýjaslæður sem hrekjast fyrir stormi, og þeirra bíður svartamyrkur.+ 18  Þeir fara með hástemmd en innantóm orð. Þeir tæla þá sem eru nýsloppnir frá þeim sem lifa í villu+ með því að höfða til langana holdsins+ og með blygðunarlausri hegðun* sinni. 19  Þeir lofa þeim frelsi en eru sjálfir þrælar spillingarinnar+ því að sá sem lýtur í lægra haldi fyrir öðrum er þræll hans.*+ 20  Þeir sem hafa fengið nákvæma þekkingu á Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi og eru sloppnir frá spillingu heimsins+ eru verr settir en áður ef þeir flækja sig aftur í spillinguna og bíða ósigur.+ 21  Það hefði verið betra fyrir þá að hafa ekki þekkt veg réttlætisins en að hafa kynnst honum og síðan snúið baki við hinu heilaga boðorði sem þeir fengu.+ 22  Á þeim hefur ræst þessi málsháttur: „Hundurinn er snúinn aftur til ælu sinnar og þvegið svínið veltir sér aftur í forinni.“+

Neðanmáls

Eða „ósvífinni hegðun“. Fleirtala gríska orðsins asel′geia. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „setti þá í gryfjur“.
Orðrétt „sem fyrirmynd“.
Eða „ósvífinni hegðun“. Á grísku asel′geia. Sjá orðaskýringar.
Eða „líta niður á yfirráð“.
Eða „af virðingu frammi fyrir“.
Eða „fæddar frá náttúrunnar hendi“.
Eða „sem hafa taumlausa ánægju“.
Eða „ósvífinni hegðun“. Fleirtala gríska orðsins asel′geia. Sjá orðaskýringar.
Eða „lýtur í lægra haldi fyrir einhverju er þræll þess“.