Síðari Samúelsbók 20:1–26

  • Uppreisn Seba; Jóab drepur Amasa (1–13)

  • Seba eltur uppi og hálshöggvinn (14–22)

  • Embættismenn Davíðs (23–26)

20  Þarna var staddur uppreisnarseggur sem hét Seba+ Bíkríson en hann var Benjamíníti. Hann blés í horn+ og sagði: „Davíð kemur okkur ekkert við* og við eigum ekkert sameiginlegt með* syni Ísaí.+ Þið Ísraelsmenn, hver og einn snúi nú til guða* sinna!“+  Þá yfirgáfu allir Ísraelsmenn Davíð og gengu í lið með Seba Bíkrísyni.+ En Júdamenn voru trúir konungi sínum og fylgdu honum frá Jórdan til Jerúsalem.+  Þegar Davíð konungur kom í hús sitt* í Jerúsalem+ tók hann hjákonurnar tíu sem hann hafði skilið eftir til að líta eftir húsinu+ og kom þeim fyrir í húsi sem var vaktað. Hann sá fyrir þeim en hafði ekki mök við þær.+ Þær lifðu eins og ekkjur þótt eiginmaður þeirra væri á lífi. Þannig voru þær innilokaðar til dauðadags.  Nú sagði konungur við Amasa:+ „Þú hefur þrjá daga til að stefna Júdamönnum hingað, og þú skalt sjálfur vera hér líka.“  Amasa lagði þá af stað til að stefna Júdamönnum saman en hann kom ekki til baka á tilteknum tíma.  Þá sagði Davíð við Abísaí:+ „Seba+ Bíkríson á eftir að valda okkur meiri skaða en Absalon.+ Taktu menn mína og farðu á eftir honum svo að hann nái ekki að flýja inn í víggirta borg og sleppa frá okkur.“  Menn Jóabs,+ Keretarnir, Peletarnir+ og allir kapparnir lögðu nú af stað með honum. Þeir fóru út úr Jerúsalem til að elta Seba Bíkríson.  Þegar þeir voru komnir að stóra steininum í Gíbeon+ hittu þeir Amasa.+ Jóab var í herklæðum og sverð hans hékk í slíðrum við mjöðmina. Þegar hann steig fram rann sverðið úr slíðrunum.  Jóab spurði Amasa: „Líður þér vel, bróðir minn?“ Síðan greip Jóab með hægri hendinni í skegg Amasa eins og hann ætlaði að kyssa hann. 10  Amasa sá ekkert athugavert við að Jóab skyldi halda á sverðinu. Þá stakk Jóab hann með því í kviðinn+ svo að innyflin ultu út. Hann þurfti ekki að leggja til hans aftur því að þetta dugði til að drepa hann. Jóab og Abísaí bróðir hans héldu síðan áfram að elta Seba Bíkríson. 11  Ungur maður í liði Jóabs stóð hjá Amasa og sagði: „Allir sem standa með Jóab og allir sem styðja Davíð skulu fylgja Jóab!“ 12  En Amasa lá í blóði sínu á miðjum veginum. Þegar ungi maðurinn sá að allir hermennirnir sem gengu fram hjá námu staðar dró hann Amasa út fyrir veginn og kastaði flík yfir hann. 13  Eftir að hann hafði fært hann af veginum fóru allir með Jóab til að veita Seba+ Bíkrísyni eftirför. 14  Seba fór um allar ættkvíslir Ísraels og kom til Abel Bet Maaka.+ Bíkrítar söfnuðust saman og fóru inn í borgina á eftir honum. 15  Nú komu Jóab og menn hans* og umkringdu Seba í Abel Bet Maaka. Þeir hlóðu virkisvegg að varnargarðinum sem umlukti borgina og hófust síðan handa við að grafa undan borgarmúrnum til að hann myndi hrynja. 16  Þá kallaði vitur kona úr borginni: „Hlustið á mig, hlustið! Segið Jóab að koma hingað svo að ég geti talað við hann.“ 17  Hann gekk þá til konunnar og hún spurði: „Ert þú Jóab?“ „Já,“ svaraði hann. Þá sagði hún: „Hlustaðu á það sem ambátt þín hefur að segja.“ „Ég hlusta,“ svaraði hann. 18  Hún hélt áfram: „Hér áður fyrr var alltaf sagt: ‚Leitum ráða í Abel,‘ og þá var málið leyst. 19  Ég tala fyrir hönd hinna friðsömu og trúu í Ísrael. Borgin sem þú ætlar að eyða er eins og móðir í Ísrael. Hvers vegna viltu tortíma fólki* Jehóva?“+ 20  „Það hvarflar ekki að mér,“ svaraði Jóab. „Ég ætla hvorki að tortíma né eyða. 21  Það er alls ekki ætlunin. Maður að nafni Seba+ Bíkríson frá Efraímsfjöllum+ hefur gert uppreisn* gegn Davíð konungi. Ef þið framseljið þennan eina mann dreg ég herinn til baka.“ Þá sagði konan við Jóab: „Höfði hans verður kastað til þín yfir borgarmúrinn.“ 22  Vitra konan fór þegar í stað og talaði við borgarbúa. Þeir hjuggu höfuðið af Seba Bíkrísyni og köstuðu því til Jóabs. Síðan blés Jóab í hornið og menn hans hurfu frá borginni og fóru heim til sín+ en Jóab sneri aftur til Jerúsalem til konungs. 23  Allur her Ísraels var nú undir stjórn Jóabs.+ Benaja+ Jójadason+ var foringi Keretanna og Peletanna,+ 24  Adóram+ var yfir þeim sem unnu kvaðavinnu og Jósafat+ Ahílúðsson var ríkisritari.* 25  Sefa var ritari, Sadók+ og Abjatar+ voru prestar 26  og Íra Jaíríti fékk háa stöðu við hirð Davíðs.*

Neðanmáls

Eða hugsanl. „tjalda“.
Eða „engan erfðahlut í“.
Eða „Við eigum enga hlutdeild í Davíð“.
Eða „höll sína“.
Orðrétt „komu þeir“.
Orðrétt „arfleifð“.
Orðrétt „lyft hendi sinni“.
Eða „sagnaritari“.
Orðrétt „varð prestur hjá Davíð“.