Síðari Samúelsbók 21:1–22

  • Gíbeonítar ná fram hefndum á ætt Sáls (1–14)

  • Stríð við Filistea (15–22)

21  Á dögum Davíðs var hungursneyð+ í þrjú ár í röð. Davíð leitaði því til Jehóva og Jehóva sagði: „Blóðskuld hvílir á Sál og ætt hans vegna Gíbeonítanna sem hann drap.“+  Konungur kallaði þá Gíbeonítana+ fyrir sig og talaði við þá. (Gíbeonítar voru ekki Ísraelsmenn heldur Amorítar+ sem urðu eftir í landinu. Ísraelsmenn höfðu unnið þeim þann eið að þyrma þeim+ en Sál hafði reynt að útrýma þeim í ákafa sínum til að vernda Ísraelsmenn og Júdamenn.)  Davíð spurði Gíbeonítana: „Hvað á ég að gera fyrir ykkur og hvernig get ég bætt fyrir synd okkar svo að þjóð* Jehóva fái blessun ykkar?“  Gíbeonítarnir svöruðu: „Silfur og gull getur ekki bætt fyrir+ það sem Sál og fjölskylda hans gerðu okkur og við megum ekki heldur taka neinn af lífi í Ísrael.“ Davíð sagði þá: „Ég skal gera hvað sem þið farið fram á.“  Þeir sögðu þá við konung: „Varðandi manninn sem ætlaði að útrýma okkur og lagði á ráðin um að tortíma okkur úr öllu landi Ísraels+  þá viljum við að þú gefir okkur sjö af afkomendum hans. Við ætlum að hengja upp lík þeirra*+ frammi fyrir Jehóva í Gíbeu,+ heimaborg Sáls,* mannsins sem Jehóva valdi.“+ Konungur svaraði: „Ég skal framselja ykkur þá.“  En konungur hlífði Mefíbóset+ Jónatanssyni sonarsyni Sáls vegna eiðsins sem Davíð og Jónatan sonur Sáls unnu frammi fyrir Jehóva.+  Hann tók báða syni Rispu+ Ajadóttur sem hún eignaðist með Sál, þá Armóní og Mefíbóset, og fimm syni Míkal*+ Sálsdóttur sem hún eignaðist með Adríel+ Barsillaísyni Mehólatíta.  Síðan framseldi hann þá Gíbeonítum en þeir hengdu lík þeirra upp á fjallinu frammi fyrir Jehóva.+ Allir sjö voru teknir af lífi saman. Þeir voru líflátnir á fyrstu dögum uppskerunnar, í byrjun bygguppskerunnar. 10  Rispa+ Ajadóttir tók hærusekk og breiddi hann út á klettinum handa sér. Hún var þar frá byrjun uppskerunnar þar til regnið tók að hellast af himni yfir líkin. Hún fældi fuglana burt svo að þeir settust ekki á þau á daginn og villtu dýrin svo að þau kæmu ekki nálægt þeim á nóttinni. 11  Davíð var sagt hvað Rispa Ajadóttir hjákona Sáls hafði gert. 12  Davíð fór þá og sótti bein Sáls og Jónatans sonar hans til leiðtoganna* í Jabes í Gíleað.+ Þeir höfðu rænt þeim á torginu í Bet San þar sem Filistear höfðu hengt þau upp daginn sem þeir felldu Sál á Gilbóa.+ 13  Hann sótti bein Sáls og Jónatans þangað. Bein þeirra sem höfðu verið líflátnir*+ voru líka sótt. 14  Síðan voru bein Sáls og Jónatans grafin í Sela+ í landi Benjamíns, í gröf Kíss+ föður Sáls. Þegar öllum fyrirmælum konungs hafði verið fylgt hlustaði Guð á bænir Ísraelsmanna fyrir landinu.+ 15  Enn á ný braust út stríð milli Filistea og Ísraelsmanna.+ Davíð og menn hans fóru þá niður eftir og börðust við Filistea en Davíð varð mjög lúinn. 16  Jisbi Benob, afkomandi Refaíta,+ kom nú vopnaður nýju sverði og koparspjóti sem vó 300 sikla.*+ Hann ætlaði að drepa Davíð 17  en Abísaí+ Serújuson kom honum til hjálpar+ og hjó Filisteann til bana. Þá sóru menn Davíðs þennan eið: „Þú skalt aldrei aftur fara með okkur út í bardaga.+ Þú mátt ekki slökkva á lampa Ísraels.“+ 18  Seinna braust aftur út stríð við Filistea+ hjá Gób. Sibbekaí+ Húsatíti felldi þá Saf sem var afkomandi Refaíta.+ 19  Enn einu sinni braust út stríð við Filistea+ hjá Gób. Elkanan, sonur Jaare Orgím frá Betlehem, felldi þá Gatítann Golíat en skaftið á spjóti hans var eins svert og þverslá í vefstól.+ 20  Enn og aftur braust út stríð hjá Gat. Þar var risavaxinn maður með 6 fingur á hvorri hendi og 6 tær á hvorum fæti, alls 24 fingur og tær. Hann var líka kominn af Refaítum.+ 21  Hann hæddist að Ísrael+ en Jónatan, sonur Símeí+ bróður Davíðs, drap hann. 22  Þessir fjórir menn voru afkomendur Refaíta í Gat. Þeir féllu fyrir hendi Davíðs og manna hans.+

Neðanmáls

Orðrétt „arfleifð“.
Orðrétt „Gíbeu Sáls“.
Orðrétt „stilla þeim upp til sýnis“, það er, með brotna handleggi og fætur.
Eða hugsanl. „Merab“.
Eða hugsanl. „landeigendanna“.
Orðrétt „til sýnis“.
Um 3,4 kg. Sjá viðauka B14.