Síðari Samúelsbók 24:1–25

  • Davíð syndgar með því að telja fólkið (1–14)

  • Drepsótt verður 70.000 að bana (15–17)

  • Davíð reisir altari (18–25)

    • Ekki fórn nema hún kosti eitthvað (24)

24  Reiði Jehóva blossaði aftur upp gegn Ísraelsmönnum+ þegar Davíð var æstur upp á móti þeim með þessum orðum: „Farðu og teldu+ Ísraelsmenn og Júdamenn.“+  Konungur sagði þá við Jóab+ hershöfðingja sinn sem var með honum: „Farið um allar ættkvíslir Ísraels frá Dan til Beerseba+ og teljið fólkið* svo að ég viti hversu margt það er.“  En Jóab svaraði konungi: „Jehóva Guð þinn fjölgi þjóðinni hundraðfalt og megir þú, herra minn og konungur, sjá það með eigin augum. En hvers vegna vill herra minn og konungur gera þetta?“  En konungur vildi ekki hlusta á Jóab og hershöfðingjana. Jóab og hershöfðingjarnir lögðu þá af stað frá konungi til að telja Ísraelsmenn.+  Þeir fóru yfir Jórdan og settu upp búðir við Aróer,+ sunnan* við borgina sem er í miðjum dalnum.* Síðan héldu þeir í áttina til lands Gaðíta og komu til Jaser.+  Þeir fóru til Gíleaðs+ og inn í landið Tatím Hodsí og héldu síðan áfram til Dan Jaan. Því næst tóku þeir stefnuna á Sídon.+  Þaðan héldu þeir til virkisborgarinnar Týrusar+ og allra borga Hevíta+ og Kanverja og enduðu ferð sína í Beerseba+ í Negeb+ í Júda.  Þeir fóru um allt landið og komu til Jerúsalem eftir níu mánuði og 20 daga.  Jóab lét konunginn vita hversu margir höfðu verið taldir: Í Ísrael voru 800.000 vopnfærir menn og 500.000 í Júda.+ 10  En samviskan angraði Davíð*+ eftir að hann hafði látið telja fólkið. Hann sagði við Jehóva: „Ég hef syndgað+ gróflega með því sem ég gerði. Jehóva, fyrirgefðu nú þjóni þínum+ því að ég hef hagað mér heimskulega.“+ 11  Þegar Davíð fór á fætur morguninn eftir kom orð Jehóva til Gaðs+ spámanns, sjáanda Davíðs: 12  „Farðu og segðu við Davíð: ‚Þetta segir Jehóva: „Ég set þér þrjá kosti. Veldu hvað ég á að gera þér.“‘“+ 13  Gað gekk þá inn til Davíðs og spurði: „Viltu að hungursneyð gangi yfir land þitt í sjö ár?+ Eða viltu vera á flótta í þrjá mánuði undan óvinum þínum sem ofsækja þig?+ Eða viltu að drepsótt geisi í landinu í þrjá daga?+ Hvað á ég að segja við þann sem sendi mig? Hugsaðu þig nú vel um.“ 14  Davíð svaraði Gað: „Mér líður hræðilega út af þessu. Láttu okkur falla í hendur Jehóva+ því að miskunn hans er mikil.+ En ég vil ekki falla í hendur manna.“+ 15  Sama morgun sendi Jehóva drepsótt+ yfir Ísrael sem geisaði í tiltekinn tíma og 70.000 manns dóu, frá Dan til Beerseba.+ 16  Þegar engillinn rétti út hönd sína gegn Jerúsalem til að eyða íbúum hennar iðraðist Jehóva þessarar ógæfu.+ Hann sagði við engilinn sem eyddi fólkinu: „Þetta er nóg! Dragðu að þér höndina.“ En engill Jehóva var þá rétt hjá þreskivelli Aravna+ Jebúsíta.+ 17  Þegar Davíð sá engilinn drepa fólkið sagði hann við Jehóva: „Það var ég sem syndgaði og það var ég sem braut af mér en hvað hafa þessir sauðir+ gert af sér? Láttu þetta heldur bitna á mér og ætt föður míns.“+ 18  Sama dag kom Gað til Davíðs og sagði: „Farðu upp eftir og reistu altari handa Jehóva á þreskivelli Aravna Jebúsíta.“+ 19  Davíð fór þá upp eftir eins og Gað hafði sagt honum samkvæmt fyrirskipun Jehóva. 20  Þegar Aravna sá konunginn og menn hans koma í áttina til sín flýtti hann sér út á móti þeim, og hann hneigði sig fyrir konungi og laut til jarðar. 21  Aravna spurði: „Hvers vegna ert þú, herra minn og konungur, kominn hingað til þjóns þíns?“ Davíð svaraði: „Til að kaupa af þér þreskivöllinn og reisa altari handa Jehóva svo að plágunni sem herjar á fólkið linni.“+ 22  En Aravna svaraði Davíð: „Þú mátt eiga hann, herra minn og konungur, og fórna því sem þú vilt.* Hér eru naut fyrir brennifórnina og þú getur notað þreskisleðann og ok nautanna sem eldivið. 23  Allt þetta, konungur, gefur Aravna þér.“ Og hann bætti við: „Jehóva Guð þinn blessi þig.“ 24  En konungur svaraði Aravna: „Nei, ég ætla að borga þér fyrir þetta. Ég vil ekki færa Jehóva Guði mínum brennifórnir sem kosta mig ekkert.“ Síðan keypti Davíð þreskivöllinn og nautin fyrir 50 sikla* silfurs.+ 25  Davíð reisti þar altari+ handa Jehóva og færði brennifórnir og samneytisfórnir. Jehóva hlustaði á bænir Davíðs fyrir landinu+ og plágunni sem herjaði á Ísrael linnti.

Neðanmáls

Hér virðist átt við vopnfæra menn.
Orðrétt „hægra megin“.
Eða „flóðdalnum“.
Orðrétt „hjarta Davíðs sló hann“.
Eða „sem er gott í þínum augum“.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.