Síðari Samúelsbók 24:1–25
24 Reiði Jehóva blossaði aftur upp gegn Ísraelsmönnum+ þegar Davíð var æstur upp á móti þeim með þessum orðum: „Farðu og teldu+ Ísraelsmenn og Júdamenn.“+
2 Konungur sagði þá við Jóab+ hershöfðingja sinn sem var með honum: „Farið um allar ættkvíslir Ísraels frá Dan til Beerseba+ og teljið fólkið* svo að ég viti hversu margt það er.“
3 En Jóab svaraði konungi: „Jehóva Guð þinn fjölgi þjóðinni hundraðfalt og megir þú, herra minn og konungur, sjá það með eigin augum. En hvers vegna vill herra minn og konungur gera þetta?“
4 En konungur vildi ekki hlusta á Jóab og hershöfðingjana. Jóab og hershöfðingjarnir lögðu þá af stað frá konungi til að telja Ísraelsmenn.+
5 Þeir fóru yfir Jórdan og settu upp búðir við Aróer,+ sunnan* við borgina sem er í miðjum dalnum.* Síðan héldu þeir í áttina til lands Gaðíta og komu til Jaser.+
6 Þeir fóru til Gíleaðs+ og inn í landið Tatím Hodsí og héldu síðan áfram til Dan Jaan. Því næst tóku þeir stefnuna á Sídon.+
7 Þaðan héldu þeir til virkisborgarinnar Týrusar+ og allra borga Hevíta+ og Kanverja og enduðu ferð sína í Beerseba+ í Negeb+ í Júda.
8 Þeir fóru um allt landið og komu til Jerúsalem eftir níu mánuði og 20 daga.
9 Jóab lét konunginn vita hversu margir höfðu verið taldir: Í Ísrael voru 800.000 vopnfærir menn og 500.000 í Júda.+
10 En samviskan angraði Davíð*+ eftir að hann hafði látið telja fólkið. Hann sagði við Jehóva: „Ég hef syndgað+ gróflega með því sem ég gerði. Jehóva, fyrirgefðu nú þjóni þínum+ því að ég hef hagað mér heimskulega.“+
11 Þegar Davíð fór á fætur morguninn eftir kom orð Jehóva til Gaðs+ spámanns, sjáanda Davíðs:
12 „Farðu og segðu við Davíð: ‚Þetta segir Jehóva: „Ég set þér þrjá kosti. Veldu hvað ég á að gera þér.“‘“+
13 Gað gekk þá inn til Davíðs og spurði: „Viltu að hungursneyð gangi yfir land þitt í sjö ár?+ Eða viltu vera á flótta í þrjá mánuði undan óvinum þínum sem ofsækja þig?+ Eða viltu að drepsótt geisi í landinu í þrjá daga?+ Hvað á ég að segja við þann sem sendi mig? Hugsaðu þig nú vel um.“
14 Davíð svaraði Gað: „Mér líður hræðilega út af þessu. Láttu okkur falla í hendur Jehóva+ því að miskunn hans er mikil.+ En ég vil ekki falla í hendur manna.“+
15 Sama morgun sendi Jehóva drepsótt+ yfir Ísrael sem geisaði í tiltekinn tíma og 70.000 manns dóu, frá Dan til Beerseba.+
16 Þegar engillinn rétti út hönd sína gegn Jerúsalem til að eyða íbúum hennar iðraðist Jehóva þessarar ógæfu.+ Hann sagði við engilinn sem eyddi fólkinu: „Þetta er nóg! Dragðu að þér höndina.“ En engill Jehóva var þá rétt hjá þreskivelli Aravna+ Jebúsíta.+
17 Þegar Davíð sá engilinn drepa fólkið sagði hann við Jehóva: „Það var ég sem syndgaði og það var ég sem braut af mér en hvað hafa þessir sauðir+ gert af sér? Láttu þetta heldur bitna á mér og ætt föður míns.“+
18 Sama dag kom Gað til Davíðs og sagði: „Farðu upp eftir og reistu altari handa Jehóva á þreskivelli Aravna Jebúsíta.“+
19 Davíð fór þá upp eftir eins og Gað hafði sagt honum samkvæmt fyrirskipun Jehóva.
20 Þegar Aravna sá konunginn og menn hans koma í áttina til sín flýtti hann sér út á móti þeim, og hann hneigði sig fyrir konungi og laut til jarðar.
21 Aravna spurði: „Hvers vegna ert þú, herra minn og konungur, kominn hingað til þjóns þíns?“ Davíð svaraði: „Til að kaupa af þér þreskivöllinn og reisa altari handa Jehóva svo að plágunni sem herjar á fólkið linni.“+
22 En Aravna svaraði Davíð: „Þú mátt eiga hann, herra minn og konungur, og fórna því sem þú vilt.* Hér eru naut fyrir brennifórnina og þú getur notað þreskisleðann og ok nautanna sem eldivið.
23 Allt þetta, konungur, gefur Aravna þér.“ Og hann bætti við: „Jehóva Guð þinn blessi þig.“
24 En konungur svaraði Aravna: „Nei, ég ætla að borga þér fyrir þetta. Ég vil ekki færa Jehóva Guði mínum brennifórnir sem kosta mig ekkert.“ Síðan keypti Davíð þreskivöllinn og nautin fyrir 50 sikla* silfurs.+
25 Davíð reisti þar altari+ handa Jehóva og færði brennifórnir og samneytisfórnir. Jehóva hlustaði á bænir Davíðs fyrir landinu+ og plágunni sem herjaði á Ísrael linnti.
Neðanmáls
^ Hér virðist átt við vopnfæra menn.
^ Orðrétt „hægra megin“.
^ Eða „flóðdalnum“.
^ Orðrétt „hjarta Davíðs sló hann“.
^ Eða „sem er gott í þínum augum“.
^ Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.