Síðari Samúelsbók 3:1–39

  • Konungsætt Davíðs eflist (1)

  • Synir Davíðs (2–5)

  • Abner gengur í lið með Davíð (6–21)

  • Jóab drepur Abner (22–30)

  • Davíð syrgir Abner (31–39)

3  Stríðið milli ættar Sáls og ættar Davíðs dróst á langinn. Davíð efldist meir og meir+ en ætt Sáls varð sífellt veikari.+  Í Hebron eignaðist Davíð þessa syni:+ Frumburður hans var Amnon+ sem hann eignaðist með Akínóam+ frá Jesreel.  Annar sonur hans var Kíleab sem hann eignaðist með Abígail,+ ekkju Nabals frá Karmel, og sá þriðji var Absalon,+ sonur Maöku dóttur Talmaí,+ konungs í Gesúr.  Sá fjórði var Adónía+ sonur Haggítar og sá fimmti Sefatja sonur Abítalar.  Sá sjötti var Jitream sem Davíð eignaðist með Eglu konu sinni. Þessa syni eignaðist Davíð í Hebron.  Meðan stríðið stóð milli ættar Sáls og ættar Davíðs styrkti Abner+ völd sín í ætt Sáls.  Sál hafði átt hjákonu sem hét Rispa+ og var dóttir Aja. Dag nokkurn sagði Ísbóset+ við Abner: „Hvers vegna svafstu hjá hjákonu föður míns?“+  Abner varð mjög reiður yfir því að Ísbóset skyldi segja þetta og sagði: „Er ég hundshaus frá Júda? Allt fram á þennan dag hef ég sýnt ætt Sáls föður þíns, bræðrum hans og vinum tryggan kærleika, og ég hef ekki svikið þig í hendur Davíðs. En nú sakarðu mig um að hafa brotið af mér með kvenmanni!  Guð refsi mér harðlega ef ég breyti ekki í samræmi við það sem Jehóva sór Davíð:+ 10  að svipta ætt Sáls konungdóminum og reisa hásæti Davíðs yfir Ísrael og Júda, frá Dan til Beerseba.“+ 11  Ísbóset gat ekki svarað Abner einu orði því að hann var hræddur við hann.+ 12  Abner sendi tafarlaust menn til Davíðs með þessi skilaboð: „Hver á landið? Gerðu sáttmála við mig og þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur* til að snúa öllum Ísrael til liðs við þig.“+ 13  Davíð svaraði: „Já, ég skal gera sáttmála við þig en með einu skilyrði: Færðu mér Míkal+ dóttur Sáls þegar þú kemur til mín. Annars skaltu ekki reyna að koma.“ 14  Því næst sendi Davíð menn til Ísbósets+ Sálssonar með þessi boð: „Fáðu mér aftur Míkal konu mína sem ég trúlofaðist fyrir forhúðir 100 Filistea.“+ 15  Þá sendi Ísbóset eftir henni og lét taka hana frá eiginmanni hennar, Paltíel+ Laíssyni. 16  En maðurinn hennar gekk með henni og fylgdi henni grátandi alla leið til Bahúrím.+ Þá sagði Abner við hann: „Farðu nú heim!“ Og hann fór heim. 17  Abner hafði sent öldungum Ísraels þessi skilaboð: „Þið hafið lengi viljað fá Davíð sem konung. 18  Látið nú verða af því. Jehóva hefur nefnilega sagt við Davíð: ‚Fyrir milligöngu Davíðs+ þjóns míns mun ég bjarga þjóð minni, Ísrael, úr höndum Filistea og úr höndum allra óvina hennar.‘“ 19  Abner talaði líka við Benjamíníta.+ Síðan fór hann til Hebron til að tala einslega við Davíð og segja honum hvað Ísrael og öll ættkvísl Benjamíns hafði ákveðið. 20  Þegar Abner kom til Davíðs í Hebron ásamt 20 mönnum sló Davíð upp veislu fyrir Abner og menn hans. 21  Abner sagði við Davíð: „Ég skal fara og safna saman öllum Ísrael og stefna honum til þín, herra minn og konungur. Þeir munu gera sáttmála við þig og þú verður konungur yfir öllu sem þú óskar þér.“ Síðan sendi Davíð Abner burt og hann fór í friði. 22  Rétt í því komu menn Davíðs ásamt Jóab heim úr herferð og höfðu mikið herfang með sér. Abner var þá ekki lengur hjá Davíð í Hebron því að hann hafði sent hann burt í friði. 23  Þegar Jóab+ kom og allur herinn sem fylgdi honum var honum sagt: „Abner+ Nersson+ kom til konungsins og hann sendi hann burt í friði.“ 24  Jóab gekk þá inn til konungs og sagði: „Hvað hefurðu gert? Abner kom til þín en þú sendir hann burt! Af hverju leyfðirðu honum að komast undan? 25  Þú veist hvernig Abner Nersson er. Hann kom hingað til að blekkja þig og til að njósna um þig og komast á snoðir um allt sem þú gerir.“ 26  Þegar Jóab var farinn frá Davíð sendi hann menn til að sækja Abner. Þeir komu aftur með hann frá Sírabrunni. En Davíð vissi ekki af þessu. 27  Þegar Abner var kominn aftur til Hebron+ tók Jóab hann afsíðis í borgarhliðinu til að tala við hann einslega en stakk hann síðan í kviðinn og banaði honum.+ Þetta gerði hann til að hefna* Asaels bróður síns.+ 28  Seinna frétti Davíð af þessu og sagði: „Ég og ríki mitt erum ævinlega saklaus frammi fyrir Jehóva af blóði Abners Nerssonar.+ 29  Megi það koma yfir Jóab+ og alla ætt föður hans. Alltaf skal einhver maður í ætt Jóabs vera með útferð,+ holdsveiki+ eða þurfa að spinna garn,* falla fyrir sverði eða vera matarþurfi.“+ 30  Jóab og Abísaí+ bróðir hans drápu Abner+ því að hann hafði banað Asael bróður þeirra í orrustunni+ við Gíbeon. 31  Davíð sagði við Jóab og alla sem voru hjá honum: „Rífið föt ykkar, bindið um ykkur hærusekk og syrgið Abner.“ Sjálfur gekk Davíð konungur á eftir líkbörunum. 32  Abner var jarðaður í Hebron. Konungur grét hástöfum við gröf hans og allt fólkið grét líka. 33  Konungurinn flutti þetta sorgarkvæði um Abner: „Þurfti Abner að deyja með smán? 34  Hendur þínar voru ekki bundnarog fætur þínir ekki í fjötrum.* Þú féllst eins og sá sem fellur fyrir hendi þrjóta.“+ Þá grét allt fólkið enn meira yfir honum. 35  Seinna, meðan enn var bjart, komu allir og reyndu að fá Davíð til að borða* en Davíð vann eið og sagði: „Guð refsi mér harðlega ef ég fæ mér brauðbita eða nokkuð annað fyrir sólsetur.“+ 36  Allir tóku eftir þessu og þeim líkaði það vel eins og reyndar allt annað sem konungur gerði. 37  Þann dag vissu allir sem voru þarna og allur Ísrael að konungurinn bar ekki ábyrgð á morðinu á Abner Nerssyni.+ 38  Konungur sagði við þjóna sína: „Vitið þið ekki að í dag féll höfðingi og stórmenni í Ísrael?+ 39  En ég er veikburða í dag þótt ég sé smurður konungur.+ Og þessir menn, Serújusynir,+ eru of miklir hrottar fyrir mig.+ Jehóva gjaldi illvirkjanum eins og hann á skilið fyrir illskuverk sitt.“+

Neðanmáls

Orðrétt „og sjá, hönd mín er með þér“.
Orðrétt „fyrir blóð“.
Hugsanlega er átt við bæklaðan mann sem þarf að vinna kvenmannsstarf.
Orðrétt „kopar“.
Eða „til að gefa Davíð huggunarbrauð (sorgarbrauð)“.