Fjórða Mósebók 21:1–35

  • Sigur yfir konunginum í Arad (1–3)

  • Koparslanga (4–9)

  • Ísraelsmenn fara fram hjá Móab (10–20)

  • Sigur yfir Síhon konungi Amoríta (21–30)

  • Sigur yfir Óg konungi Amoríta (31–35)

21  Þegar kanverski konungurinn í Arad,+ sem bjó í Negeb, frétti að Ísraelsmenn væru að koma eftir Atarimveginum réðst hann á þá og tók nokkra þeirra til fanga.  Þá unnu Ísraelsmenn Jehóva þetta heit: „Ef þú gefur þetta fólk í okkar hendur skulum við eyða borgum þeirra.“*  Jehóva hlustaði á Ísraelsmenn og gaf Kanverjana í hendur þeirra, og þeir útrýmdu þeim og eyddu borgum þeirra.* Þess vegna nefndu þeir staðinn Horma.*+  Þeir héldu áfram ferð sinni frá Hórfjalli+ eftir veginum sem lá til Rauðahafs til að sneiða hjá landi Edóms.+ En fólkið var búið að fá nóg af ferðalaginu.  Það kvartaði undan Guði og Móse+ og sagði: „Af hverju fóruð þið með okkur frá Egyptalandi til að deyja í óbyggðunum? Hér er hvorki matur né vatn+ og við þolum ekki lengur* þetta viðbjóðslega brauð.“+  Jehóva sendi þá eiturslöngur* inn á meðal Ísraelsmanna sem bitu þá svo að margir dóu.+  Fólkið kom nú til Móse og sagði: „Við höfum syndgað með því að kvarta undan Jehóva og þér.+ Talaðu máli okkar við Jehóva þannig að hann fjarlægi slöngurnar frá okkur.“ Móse bað þá fyrir fólkinu.+  Jehóva sagði við Móse: „Gerðu eftirlíkingu af eiturslöngu* og settu hana á stöng. Þegar einhver er bitinn þarf hann að horfa á hana til að halda lífi.“  Móse gerði umsvifalaust slöngu úr kopar+ og setti hana á stöng.+ Þegar maður varð fyrir biti hélt hann lífi ef hann horfði á koparslönguna.+ 10  Eftir þetta héldu Ísraelsmenn af stað og tjölduðu í Óbót.+ 11  Síðan héldu þeir frá Óbót og tjölduðu í Íje Habarím+ sem er í óbyggðunum austan við Móab. 12  Þaðan héldu þeir til Sereddals+ og tjölduðu þar. 13  Þeir héldu svo þaðan og tjölduðu á svæðinu við Arnondal+ en hann er í óbyggðunum sem teygja sig frá landamærum Amoríta og myndar landamærin að Móab, landamærin milli Móabs og Amoríta. 14  Í bókinni um bardaga Jehóva er þess vegna talað um „Vaheb í Súfa og Arnondali 15  og dalshlíðarnar* sem teygja sig að byggðinni í Ar og liggja að landamærum Móabs.“ 16  Því næst héldu þeir áfram til Beer. Það var um þann brunn sem Jehóva sagði við Móse: „Safnaðu saman fólkinu og ég skal gefa því vatn.“ 17  Þá söng Ísrael: „Streymi úr þér vatn, brunnur! Svarið honum í söng! 18  Brunnurinn sem höfðingjar grófu, sem tignarmenn fólksins grófumeð veldisstaf og með eigin stöfum.“ Síðan fóru þeir frá óbyggðunum til Mattana, 19  frá Mattana til Nahalíel og frá Nahalíel til Bamót.+ 20  Þeir héldu frá Bamót til dalsins sem er í Móabslandi,+ í Pisga+ þar sem sést yfir Jesímon.*+ 21  Ísrael sendi nú menn með boð til Síhons konungs Amoríta:+ 22  „Leyfðu okkur að fara um land þitt. Við munum hvorki fara um akra né víngarða og við skulum ekki drekka vatn úr nokkrum brunni. Við förum Konungsveginn þar til við erum komin af yfirráðasvæði þínu.“+ 23  En Síhon leyfði ekki Ísrael að fara um yfirráðasvæði sitt heldur kallaði saman allan her sinn og hélt gegn Ísrael í óbyggðunum. Þegar hann kom til Jahas réðst hann gegn Ísrael.+ 24  En Ísrael sigraði hann með sverði+ og lagði undir sig land hans+ frá Arnon+ til Jabbok+ allt til Ammóníta en Jaser+ er á landamærum Ammóns.+ 25  Ísraelsmenn tóku allar þessar borgir og settust að í öllum borgum Amoríta,+ í Hesbon og öllum tilheyrandi þorpum.* 26  Hesbon var borg Síhons konungs Amoríta en hann hafði barist við konung Móabs og náð öllu landi hans allt til Arnon. 27  Þess vegna var ort háðkvæðið: „Komið til Hesbon. Borg Síhons verði byggð og reist á traustum grunni. 28  Eldur kom frá Hesbon, logi frá borg Síhons. Hann gleypti Ar í Móab, drottna Arnonhæða. 29  Þú aumi Móab! Þér verður útrýmt, þú þjóð Kamoss!+ Hann gerir syni sína að flóttamönnum og dætur sínar að föngum Síhons konungs Amoríta. 30  Skjótum á þá. Hesbon verður eytt allt til Díbon,+leggjum hana í auðn allt til Nófa. Eldurinn breiðist út allt til Medeba.“+ 31  Ísraelsmenn settust nú að í landi Amoríta. 32  Móse sendi nokkra menn í njósnaferð til Jaser.+ Ísraelsmenn tóku þorpin sem tilheyrðu henni* og hröktu burt Amorítana sem bjuggu þar. 33  Eftir það héldu þeir sem leið lá eftir veginum til Basans. Óg,+ konungur í Basan, kom þá á móti þeim með öllu herliði sínu til að berjast við þá við Edreí.+ 34  Jehóva sagði við Móse: „Óttastu hann ekki+ því að ég ætla að gefa hann og alla menn hans og land í þínar hendur.+ Farðu með hann eins og þú fórst með Síhon, konung Amoríta sem bjó í Hesbon.“+ 35  Þeir felldu hann ásamt sonum hans og öllu herliði svo að enginn komst undan.+ Og þeir lögðu undir sig land hans.+

Neðanmáls

Eða „helga borgir þeirra eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Eða „helguðu þá og borgir þeirra eyðingu“.
Sem þýðir ‚að helga eyðingu‘.
Eða „höfum andstyggð á“.
Eða „eldslöngur“.
Eða „eldslöngu“.
Orðrétt „dalsmynnið“.
Eða hugsanl. „eyðimörkina; óbyggðirnar“.
Eða „þorpunum í kring“.
Eða „þorpin umhverfis hana“.